Föstudagur, 1. maí 2009
Að byrja á öfugum enda
Allir gera sér grein fyrir að fjárlagagatinu verður ekki lokað nema með skerðingu í þjónustu sem ríkið veitir. Fyrir kosningar töluðu stjórnarflokkarnir fjálglega um það að velferðarþjónustunni yrði hlíft. Innan við viku eftir kosningar kemur í ljós að eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar, eftir að hún er búin að fá meirihlutastuðning kjósenda, er að skera niður í heilsugæslunni og draga þar úr þjónustu.
Heilsugæslan er og á að vera aðgangur sjúklinga að heilbrigðisþjónustunni, staðurinn þar sem metið er hvort sérhæfðari og þá kostnaðarsamari heilbrigðisþjónustu sé þörf. Það er því byrjað á öfugum enda ef draga á saman í heilsugæslunni til að lækka kostnað af heilbrigðisþjónustu. Nær væri að efla heilsugæsluna á tímum sem þessum og beita markvissum leiðum til að tryggja að heilsugæslan væri fyrsti staðurinn sem sjúklingar leituðu til með sinn heilsufarsvanda. Sumir fyrri heilbrigðisráðherrar hafa haft tilburði í þessa átt en ætíð heykst á því þegar til kastanna kemur.
Af viðtalinu verður ekki annað ráðið en að búið sé að ákveða að Ögmundur verði áfram heilbrigðisráðherra. Hann a.m.k. talar sjálfur þannig. Sitjandi ríkisstjórn fékk til starfa "fagráðherra" eins og það hefur verið kallað. Af viðræðum við formenn Samfylkingarinnar og VG má ráða að ekki sé búið að útiloka að í komandi ríkisstjórn verði "fagráðherrar". Það má velta fyrir sér hvort þau ráðuneyti sem hafi mesta þörf fyrir "fagráðherra" séu ekki útgjaldafrekustu ráðuneytin, þ.e. heilbrigðisráðneytið, félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið? Munu nokkrir stjórnmálamenn hafa hugrekki til að fara í þá allsherjaruppstokkun sem er fyrirsjáanlega þörf í þessum ráðuneytum?
![]() |
Skerðing þjónustu óhjákvæmileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 392470
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Það virðist vera almennur doði ríkjandi varðandi niðurskurð í velferðarmálum og þá sérstaklega hvað varðar heilbrigðismálin, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Afleiðingar varðandi heilsugæsluna geta verið mjög alvarlegar og leitt til meiri kostnað en sem nemur niðurskurðinum þegar til lengir tíma er litið. Alvarlegast er þó hættan á skertu aðgengi veikra barna sem oft þurfa þjónustu samdægurs. Þar verða skyndivaktirnar út í bæ sennilega látnar svara þörfinni með fleiri skyniúrræðum og litið þannig framhjá alþjóðlegum klíniskum leiðbeiningum (NICE) um meðferð loftvegasýkinga og eftirfylgni í heima-heilsugæslunn. Erum þegar fræg af eindæmum fyrir misbrúkun sýklalyfja, sérstklega meðal barna og afleiðingum sem er mikið og alvarlegt sýklalyfjaónæmi sem hefði átt að vera okkur víti til varnaðar. Fjölmiðlar eru einnig handónýtir og þora ekki í umræðuna, sérst. RÚV.
Vilhjálmur Ari Arason, 4.5.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.