Sunnudagur, 26. apríl 2009
Fýsilegir kostir?
Samfylkingin er orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn. Formanni flokksins finnst lítið gert úr þeirri staðreynd. Kannski er gert jafnmikið úr þeirri staðreynd og tilefni er til. Þessi staða Samfylkingarinnar er ekki árangur yfirburðasigurs flokksins í kosningunum. Þvert á móti hún er afleiðing sögulegs fylgishruns Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nær ekki einu sinni þeim styrk sem flokkurinn hafði 2003. Framhjá þeirri staðreynd verður heldur ekki litið.
Formaður Samfylkingarinnar telur sig getað hótað formanni VG með því að Samfylkingin eigi annarra kosta völ en stjórn með VG. Það er rétt. En er það einhver hótun ef við lítum á þá kosti? Annar kosturinn er stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sú stjórn hefði 35 þingmanna meirihluta. Varla fer formaður Samfylkingarinnar að leiða til ríkisstjórnar stjórnmálaflokk sem hún er búin að hamra á að sé kominn í löngu tímabært frí frá ríkisstjórnarsetu? Þennan kost hefur formaður Samfylkingarinnar því sjálfur slegið út af borðinu. Þriðji kosturinn er stjórn með Framsóknarflokki og Borgarahreyfingu. Sú stjórn hefði 33 þingmenn, sem er minnsti meirihluti sem hægt er að hafa til að mynda meirihlutastjórn. Einhvern veginn held ég að formanni Samfylkingarinnar þyki þetta stjórnarmynstur lítið fýsilegt.
Enda var formaður VG pollrólegur í þessum viðræðum í kvöld. Hann veit sem er að formaður Samfylkingarinnar á í raun ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með VG. Hann mun krefjast þess að slík stjórn verði mynduð upp á þau býti að ekki verði gengið til EB viðræðna nema að undangengnu þjóðaratkvæði. Þetta veit formaður VG. Þetta óttast formaður Samfylkingarinnar. Enda var formaður Samfylkingarinnar áhyggjufullur.
Getum valið úr öðrum kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Þetta var ekki sigur samfylkingarinnar. VG, framsókn og borgarahreyfingin eru sigurvegarar og svo tapaði sjálfstæðistflokkurinn miklu. Samfylkingin fór þrátt fyrir þetta ekki upp fyrir 30% fylgi.
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:27
ekki fékkstu hljómgrunn hjá kjósendum. fór alveg eins og ég hafði spáð.
Björn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:24
Sæl Dögg,
ég tel eins og margir aðrir, enda einn af þeim, að hrun S.flokksins megi að stærstum hluta rekja til þess að landsfundur hafnaði aðildarviðræðum, tvöföld kosning í besta falli, sem er í raun það sama, og fólki mislíkaði það stórlega. Þó B.B. og fleiri gamlir menn vilji ekki skoða hvað er í boði hjá ESB hafa þeir engan rétt til þess að ákveða það fyrir alla hina líka.
Nú hef ég engan séð færa málefnaleg rök fyrir því að ekki skuli gengið til viðræðna svo fólk fái að sjá hvað er í boði, enda ekki hægt nema viðurkenna að það sé eingöngu til þess að koma í veg fyrir aðild, hvað sem er í boði.
Getur þú fært málefnaleg rök fyrir því?
Takk fyrir
S.H. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.