Leita í fréttum mbl.is

Aðdáunarverð hreinskilni

Oddviti VG í Reykjavík norður, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG sýndi aðdáunarverða hreinskilni í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi. Hún skýrði kjósendum skorinort frá því hverjar væru efnahagstillögur VG. Þær eru einfaldar. Þær eru auðskildar. Þær eru: Lækka laun og hækka skatta. 


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég vildi að hitt forystufólk flokkanna væru svona hreinskilin.

Málið er akkúrat þetta, einhversstaðar verður skorið niður og af hverju á ekki að segja fólki það fyrirfram?? Af hverju keppast frambjóðendur um að vera sem loðnastir í svörum og helst að reyna að lofa því að við munum öll græða hrikalega á því að kjósa einhvern af þessum kjánum.

Dögg. Getur þú verið jafn hreinskilin og Katrín? Getur þú sagt hvar þinn flokkur ætlar að fá peningana til að koma okkur í gegnum kreppuna (sem við skulum ekkert tala um hér og nú hvernig varð til ;)

Með bestu kveðju og von um góð svör :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 15.4.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: corvus corax

Katrín Jakobsdóttir er mesta ofurmenni íslenskra stjórnmála í áratugi og ofjarl allra, já ég skrifaði ALLRA, núlifandi stjórnmálamanna. Hún hefur vaxið að virðingu og verðleikum undanfarin ár og er margbúin að afsanna bullið í nöldurpakkinu um að hún sé of ung og of óreynd og bla, bla, bla. Þetta nöldurlið er eins og fávitar við hlið Katrínar sem er stærsta rósin í hnappagati VG.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Björn Sigurður Björnsson

Þetta kallar maður að standa vörð um heimilin.

Frábært plan.

Björn Sigurður Björnsson, 15.4.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Sigurður Geirsson

Mikið væri nú gaman ef Sóley, Börkur og corvus gætu sagt okkur hvernig lækkun launa og hækkun skatta á sama tíma og framfærslukosnaður og greiðslubyrði lána eru að aukast, samrýmist stefnunni sem hún súper Katrín kynnti svo fjálglega með núverndi minnihlutastjórn, þ.e. að standa vörð um heimilin í landinu og koma þeim í skjól. Ég vil einnig minna þau á að það var einmitt Katrín sem lýsti því svo skorinort yfir þegar neyðarlögin voru nýsett að það ætti alls ekki að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins með aðstoð, nokkuð sem allir málsmetandi hagfræðingar eru sammála um að hafi verið eina færa leiðin sem okkur var fært að fara.

Varðandi það hverjum þetta hrun er síðan að kenna þá vil ég nú bara biðja menn um að vera ekki að kasta steinum í glerhúsi, því að við eigum öll þátt í þessu með einum eða öðrum hætti, með meira eða minna móti. Við tókum öll þátt í góðærinu, þótt sumir hafi verið þar stórtækari en aðrir. Hvert okkar hefur ekki fjárfest í einhverju undanfarin ár, sumir í húsnæði (sem var kannski ekki var bráðnauðsynlegt, jafnvel bara nokkur flottræfilsháttur), sumir í nýjum bíl (eða bíl nr. 2, 3 eða eitthvað meira), sumir í flatskjám, aðrir í einhverju örðu sem vel hefði mátt vera án. Allavega bera sorphaugarnir þess ótvírætt merki að íslendingar hafa almennt aukið neyslu sína langt umfram stækkun þjóðarinnar. Við erum því öll jafnsek þótt við höfum ekki eins og sumir misnotað kerfið sem í gangi var og gengið eins langt og hægt var með ýmsum feluleik.

Sigurður Geirsson, 15.4.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er alveg frábær færsla. Kjarnar mun vinstri og hægri.

Ég HELD að þú sért að lasta Katrínu með þessu Dögg og finnist þetta ómögulegt eins og hægrimönnum (þó er það spurning?).

Okkur félagshyggjufólkinu finnst þetta hinsvegar ábyrg stefna, sé ætlunin að standa við að greiða skuldirnar við AGS.

Annars er nú fleira uppi á teningnum hjá VG - Þú einfaldar þetta fullmikið í þágu atkvæðasmölunar. Þar er ég að ræða um verðtrygginguna t.d. en látum það liggja milli hluta. Það flotta við þetta blogg er hið undirliggjandi verðmætamat græðgi og skuldasöfnunar gegnt undirligjgandi verðmætamati jöfnaðar og ábyrgðar (og læt ég alveg liggja á milli hluta í hvaða tilgangi þú bloggar þetta).

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.4.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Katrín var frámúrskarandi í gær. Þegar maður hlustaði á Illuga og hinar hækjurnar þá kom það manni ekki á óvart hversvegna þið settuð okkur á hausinn. Verkin tala og eftir 18 ára setu þá er allt rjúkandi rústir.

Ég veit að opinberir starfsmenn kjósi frekar kjaraskeðringu en atvinnuleysi. Þið viljið frekar gera opinbera starfsmenn atvinnulausa.

Andrés Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sigurður Geirsson - Við erum EKKI öll samsek. Það voru EKKI allir sem keyptu sér eitthvað sem þeir áttu ekki fyrir. Það eru EKKI allir í djúpum skít núna. Og sem betur fer eru það EKKI allir sem kjósa að stinga höfðinu í sandinn og trúa áróðrinum sem flýgur um allt í kringum kosningar.

Nei sumir hafa alla sína æfi verið skynsamir, kannski fengið smá minnimáttarkennd við hliðina á þeim sem notuðu peninga til að sýna stöðu sína og gagnvart fjölmiðlaumfjöllun sem reyndi að fá alla með í kapphlaupið. En samt, þó ótrúlegt sé, haldið skynseminni og jarðtengingunni. En því miður þá verða allir að taka þátt í að bjarga okkur út úr þessu helvíti sem ákveðin öfl hafa komið okkur í.

Það færi best á því að allir lokuðu eyrunum þegar frambjóðendur opna munninn og ágætt væri að loka augunum líka og hugsa svo til baka um nokkur ár og rifja upp hvað flokkarnir hafa verið að gera og kjósa svo eftir sinni sannfæringu en ekki einhverjum gylliboðum valdasjúkra flokka.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 15.4.2009 kl. 16:39

8 Smámynd: corvus corax

Katrín talaði um að lækka laun og hækka skatta, það er alveg rétt. En sjálfstæðishyskið skilur ekki hvernig þetta er hægt þar sem VG vill setja á hátekjuskatt og lækka laun þeirra sem hæstu launin hafa, t.d. hjá ríkinu. Þetta er eðlilegt eftir gjöreyðingastefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarna áratugi, en þar hækkuðu hæstu launin reglulega sem bitlingaþegar flokkanna tveggja gátu skammtaða sér sjálfir og skattar lækkuðu einungis á hátekjuliðinu og auðmönnum sem þurfa ekki að vinna með eigin höndum heldur geta látið stolinn auð sinn vinna fyrir sig á meðan þeir borga vinnukonuútsvar og útigangsmannaskatt. Reynið að skilja þetta sjálfstæðishyski í stað þess að snúa út úr. Og upphrópanir sjálfstæðismann nú um þessar mundir að verja þurfi hag heimilanna, er hjárænulegt fals svona rétt fyrir kosningar. Þetta eru einmitt sömu glæpamennirnir og gerðu aðför að heimilunum í landinu með því að hygla auðmönnum svo þeir gætu sett landið á hausinn og þar með skotið gengi krónunnar og vísitölutryggingum lána upp úr öllu valdi. Kjósið aldrei sjálfstæðisflokkinn eða framsóknarflokkinn framar! Þeir hafa það eitt á stefnuskránni að hagnast sjálfir og gjöreyða hinum almenna launamanni og heimilunum í landinu.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 17:09

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha! Sigurður Geirsson góður maður! - Er að ýja að því að ungt fólk sem tók lán fyrir íbúðum sínum eða fjölskyldubíl eins og menn hafa gert á Íslandi í áratugi hafi verið að lifa um efni fram.

Siggi - Lán sem tekin eru til að fjárfesta í t.d. fasteign eru þess eðlis að  maður er að borga fyrir eitthvað sem maður hefur ekki efni á í augnablikinu en stefnir á að greiða niður yfir ár eða áratugi, og greiðsluplanið er unnið í samvinnu við bankann sem lánar þér.

Það er ekki að "taka þátt í góðærinu" að lifa hinni ósköp venjulegu  íslensku tilveru í að mennta sig og sína, fjárfesta í hóflega stóru húsnæði og fjölskyldubíl (jafnvel tveimur hafi menn efni á því - nokkuð sem ég gerði ekki). Þú virðist vera einbeittur í að drepa því að dreif sem um er að kenna. Það er fólki ljóst í öllum flokkum nema SjálfslæðisFLokknum. Hér eru meginatriðin enn og einu sinni:

1.  Hræðilegri efnahagsstjórn þar sem eftirliti var kastað fyrir róða og ábyrgð velt yfir á almenning - Jarðvegurinn plægður fyrir lið númer 2.

2. Glæpamenn stýrðu bankakerfinu óáreittir - Óþarfi að útskýra það nánar.

3. Fyrirhyggjuleysi Seðlabankans

4. Hjarðeðli fjölmiðla og sauðsleg ofsatrú á "leiðtoga" - sem er í eðli sínu afskræming lýðræðis, þ.s. það er gert í nafni þess.

Ég gæti hæglega haldið lengi áfram en látum þetta nægja. Takmarkaður áheyrendahópur :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.4.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband