Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverð yfirlýsing

Þessi yfirlýsing fv. formanns Samfylkingarinnar er athyglisverð. Þýðir yfirlýsingin að fv. formaður vissi ekki af þessum styrkjum. Er þó sagt að hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokki og Framsóknarflokki hafi það tíðkast að formenn flokkanna sjálfir verið í því að óska eftir styrkjum frá fyrirtækjum.

Fréttir af miklum skuldum allra stjórnmálaflokkanna kalla á það að flokkarnir birti lista yfir þá aðila sem þeir skulda þessa fjármuni. Fjárstyrkir til stjórnmálaflokka segja ekki nema hálfa söguna. Það er kallað eftir að spil séu lögð á borðið um allt er snertir fjármál stjórnmálaflokkanna.  Nöfn þeirra sem eiga milljónakröfur á stjórnmálaflokkana eru hluti þess sem þarf að upplýsa.


mbl.is Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar hefur án efa lagt sig í framkróka við að eiga jákvæð samskipti við stjórnendur í atvinnulífinu. Það er ekki bara til þess að hafa af þeim peninga þegar þannig stendur á.

Ég held nefnilega að Ingibjörg Sólrún hafi alið með sér þann draum að gera gamla Alþýðuflokkinn að stórum miðflokki í íslenskri pólitík, af þeirri gerð sem tíðkast hefur á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu.

Til þess að svo mætti verða, þarf sá flokkur að hafa meðbyr í áður greindum kreðsum atvinnulífsins, en ekki bíta þá af sér með gamaldags, einlitu andkapítalista-hugarfari og orðræðu, sem okkur var svo tamt í æsku (1968 - 1980).

Þessa mátti sjá merki víða í ræðu þeirri sem hún hélt á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi. Þar urðu henni á þau mistök (in retrospect), að nefna þrjú fyrirtæki á nafn sem eru heldur illa þokkuð þessi misserin fyrir skattaundanskot og fleira. Í þeim orðum sé ég þó örla á þess háttar "pragmatisma" sem hæfir markmiðinu. Flokkurinn þarf að hafa mjög breiða skírskotun en honum á að vegna vel. Í því felst að eiga vini í vinnuveitendum, meðal annars.

Flosi Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 20:16

2 identicon

Gott, Dögg, hjá þér að vekja athygli á þessu máli. Merkilegt svo hvernig RUV hefur hamast í dag á að vekja athygli á því að kannski gætu styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins verið "ólöglegir" vegna þess hversu háir þeir voru. Af hverju segir þessi fréttastofa ekki frá því að 25 millur voru kannski eitt prómill af "hagnaðinum", já einn þúsundasti ! Af hverju segir RUV ekki frá því að styrkirnir til Samfylkingarinnar væru þá líka ólöglegir ?  Svona starfa sumir fréttamenn á ríkislaunum, sem gæta "hlutleysis" !

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 391670

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband