Leita í fréttum mbl.is

Alvarlegt áfall

Frétt um 30 m.kr. fjárstyrk til Sjálfstæðisflokksins frá einum lögaðila er slæm frétt fyrir flokkinn, skelfileg frétt.  Enn verra er að í dag kom fram að á sama tíma tók flokkurinn við 25 m.kr. fjárstyrk frá öðrum lögaðila. Jafnframt hefur komið fram að meginreglan var sú að taka ekki við hærri fjárstyrk en 3 m.kr. frá hverjum lögaðila. Af óskýrðum ástæðum vék flokkurinn öllum meginreglum sínum til hliðar vegna þessara tveggja fjárstyrkja, í aðdraganda lagasetningar um fjármál stjórnmálaflokkanna.

Nýkjörinn formaður hefur tilkynnt að styrkirnir verði endurgreiddir. Það er hárrétt ákvörðun og eina ákvörðunin sem hægt var að taka. Nýkjörinn formaður hefur sömuleiðis upplýst að flokkurinn muni gefa upplýsingar um alla móttekna styrki, yfir 1 m.kr., á árinu 2006. Það er líka hárrétt ákvörðun. Skiptir engu þótt þeir aðilar sem þar eiga hlut af máli hafi gefið styrkina í trausti nafnleyndar. Hún verður að víkja við kringumstæður sem þessar. Það hljóta gefendurnir að skilja.

Þetta mál er alvarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekkert hægt að segja það öðru vísi. Flokkurinn stóð höllum fæti ef marka má skoðanakannanir. Þessar fréttir bæta síst þá stöðu.  Frambjóðendur flokksins hafa verk að vinna á þeim rösku tveimur vikum sem eru fram að kosningum. Þeir þurfa að ganga hreint til verks eigi að takast að endurvinna það traust sem glatast hefur vegna þessara frétta. Vonandi er allt komið upp á borðið núna.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega er þetta áfall.  En öllu verra finnst manni að einn maður taki á sig sökina.  Því það er barnalegt að trúa að Geir og aðeins Geir hafi vitað um þennan gjörning.  Og það er yfirlætisfullt að halda að vel og meðalgreint fólk trúi því.

Ef Geir er að sýna einhverskonar hugdirfsku og fórna sér fyrir flokkinn þá mistekst honum það .  Það sýnir ekki djörfung og göfuglyndi að fela spillingu.

jonas (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:08

2 identicon

Og varaformaður flokksins frá 2005 (og nýverið endurkjörin), vissi/veit hún ekkert um fjármál flokksins?

Hulda (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:22

3 identicon

Við getum þakkað búsáhaldabyltingunni að þessi maður eða flokkurinn hans er ekki við stjórn lengur.

Kolla (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Búið sem Bjarni, hinn efnilegi formaður, tekur við virðist ekki vera eins gott og maður hélt.  Manni virðist hvorki Davíð né Geir  hafa skilið við það eins vænta mætti.

Flestir frambjóðendur flokksins sem nú eru að koma inn og vilja efla traustið á flokknum hafa haft þungan kross að bera og nú þyngist hann enn til muna.

kv.

ES

Ég efast um að tvær vikur dugi þótt um harðduglegt fólk sé að ræða.

Eyjólfur Sturlaugsson, 8.4.2009 kl. 23:34

5 identicon

Þjóðverjar bönnuðu flokkinn eftir stríð,

þurfum við ekki að gera hið sama?

olaf (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:36

6 identicon

"Meginmarkmið okkar er að vinna fyrir þjóðina og skapa betra samfélag sem byggist á gagnsæi og trausti" (úr stefnu Sjálfstæðisflokksins).

Þótt ég vilji bera virðingu fyrir ykkur Sjálfstæðismönnum og ná því úr ykkar stefnu sem mér hugnast þá er traustið algjörlega brostið.

Sverrir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvernig er það Dögg, skilar Sjálfstæðisflokkurinn bara þeim styrkjum sem rata í fjölmiðla?

Sigurður Haukur Gíslason, 9.4.2009 kl. 00:45

8 identicon

'Ég verð að játa að ég hnýt nokkuð um þessa setningu hjá þér Dögg og það hlýtur bara að vera að þetta þú hafi bara orðað þetta  sérlega klaufalega.

Frétt um 30 m.kr. fjárstyrk til Sjálfstæðisflokksins frá einum lögaðila er slæm frétt fyrir flokkinn, skelfileg frétt.  Enn verra er að í dag kom fram að á sama tíma tók flokkurinn við 25 m.kr. fjárstyrk frá öðrum lögaðila. 

Ef ekki finnst mér það með ólíkindum að það sé aðalmálið að fréttin sé slæm fyrir flokkinn ?

Hefði haldið að stærsta og alvarlegasta atriðið sem snýr að þessu sé sú staðreynd að félagsmenn í ábyrgðarstöðum, bæði í flokknum sjálfum og þjóðfélaginu hafi sýnt það SIÐLEYSI og ábyrgðarleysi að fyrir það fyrsta ÓSKA eftir slíkum styrkjum og svo hafa þegið þá í ofanálag. Það finnst mér vera stærsta málið og ég spyr mig þeirrar spurningar hvernig þessir sömu menn hafi hagað sér á á öðrum sviðum. Það að Geir segist einn bera ábyrgð á þessu er út í hött og ekki skánar það með tilliti til þess að Kjartan er framkvæmdastjóri flokksins á þessum tíma OG situr í bankaráði Landsbankans.

Bjarni greyið er ekki öfundsverður að taka við formennsku á þessum tíma og ég held að það sé kominn tími til að þið sjálfstæðismenn takið ærlega til í ykkar ranni og hreinsið út allt þannig fólk sem er svo siðlaust að haga sér með þessum hætti.

Svo mikið er víst að kjósendur munu ekki merkja margir við D í lok apríl

 ps. Trausts mun sjálfstæðisflokkurinn ekki njóta aftur í nánustu framtíð, til þess hefur of mikið hent undir stjórn hans og svona mál hjálpa hreint ekki til.

Það væri óskandi að stefna flokksins tæki aftur mið af sjálfstæðishugsjóninni upprunalegu og hyrfi frá þeirru einkavinapólítik sem stunduð hefur verið þar undanfarin 20 ár.

Johann Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:53

9 identicon

Athyglisvert. breyta rangt og svo ad gera einn mann ßabyrgan fyirr thví sem flokkurinn á ad bera ábyrgd á? èg er ordlaus yfir thví ad sjá ìsland breytast í ad vera verra spillingarhreidur en Albanía undi Sali Berisha.

Góda nótt Ísland

raggixx (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:55

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek sérstaklega undir með Jónasi hér í 1. innleggi og jafnvel með Jóhanni hér fyrir ofan. Hef sjálfur bloggað um þetta í fimm gagnrýnum pistlum.

Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 02:48

11 identicon

Þetta mál er hreint með ólíkindum og ekki trúverðugt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verður erfitt fyrir alla þá aðila sem hafa verið í fremstu línu síðustu árin og núna.

Að Geir Haarde sé að taka þetta á sig einn og sér ,,, sorry ekki trúverðugt og Sjálfstæðsiflokknum og öllum þeim aðilum sem hafa verið í innsta búri til skammar.

Því miður þá á meira eftir að koma upp á yfirborðið ,,, þetta eru bara aurar..

Þórunn

Þórunn Reynisdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 03:33

12 identicon

Jú auðvitað er þetta mikið áfall.

En áfallið er það, að fólkinu í landinu var stöðugt talið trú um að þessi ríkisstjórn væri ríkisstjórn fólksins.  Mesta lygasaga íslandssögunar er hér heldur betur að líta dagsins ljós þegar allt kemur á daginn.

Spillinginn er svo svívirðileg að maður fer að halda því fram að drekkingarhylur er nú barasta ekki svo vitlaus hugmynd.

En þið sjálfstæðismenn munuð náttúrulega aldrei skammast ykkar heldur bara borga til baka 30 silfrin og halda í ykkar 20% af heilaþvættinum sem að er ykkar uppklöppunarfólk sem að meðal annars hælt uppi dúndrandi lófaklappi yfir formanni ykkar fyrrverandi eftir að hann hafði drullað yfir flokksmenn ykkar og þjóðina yfirleitt.

Ragnar Karl (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 04:13

13 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Vissulega er þetta „alvarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ en við megum umfram allt alls, alls ekki „persónugera vandann“.

Það bera allir ábyrgð á spillingunni í Flokknum, forystumennirnir, þingmennirnir, starfsmennirnir og á sinn hátt kjósendurnir.

En segðu okkur Dögg: Hvaða „lögaðilar“ voru þetta annars?

Guðmundur Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband