Leita í fréttum mbl.is

Getur þetta orðið mikið verra?

Mér varð illa við þegar ég las þessa frétt á visir.is í gærkvöldi. Hún var m.a. ástæða þess að ég lauk bloggi mínu þá með þeim orðum sem ég gerði. Ég hnaut sérstaklega um eina setningu í viðtalinu, setninguna þar sem fram kemur þingmaðurinn man ekki hvort hann hafi heyrt af styrknum deginum áður eða einhverjum dögum fyrr. Það er ótrúlverðug setning frá manni sem ekkert vissi um málið. 

Mér er óskiljanlegt, ef málum er háttað eins og fréttin bendir til, af hverju fv. formaður tók einn á sig alla sök. Halda menn að sannleikurinn, hversu ógeðfelldur sem hann er, rati ekki fram í dagsljósið á endanum?

Þessi frétt bendir til að í gær hafi einhverjum þáttum þessa máls verið sópað undir teppið, væntanlega í trausti þess að hrúgan sæist ekki. Það var barnaskapur að halda að það myndi takast. 

Forysta Sjálfstæðisflokksins verður án frekari málalenginga að leggja öll spilin á borðið vegna þessa máls. Jafnvel þó það kosti að fleiri þurfi að axla ábyrgð á málinu. Jafnvel þó það kosti að einhverjir þurfi að taka pokann sinn og hverfa af vettvangi.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ekki persónugera vandann Dögg! Það hafa allir haft hag af góðæri Sjálfstæðisflokksins, forysta hans, þingmenn hans, starfsmenn hans, styrktaraðilar hans og jafnvel sumir kjósenda hans.

„Það tóku allir fullan þátt í þessu!“

Guðmundur Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 09:05

2 identicon

Mér er spurn, Þér sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona innbundin inní flokkin, að vinna fyrir hann, og að maður myndi halda að manneskja í þinni stöðu sem ætti að hafa "overview" yfir þá stöðu þú stæðir fyrir að yfirfara svona "smámál".  Er yfir höfuð hægt að treysta yður fyrir nokkrum hlut?

Íslendingur erlendis - Með kosningarétt (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég rak sjálfan mig úr Sjálfstæðisflokknum vegna uppsafnaðra spillingar- og ógeðsmála. Ég var því miður ófær um að sætta mig við hugarfarið sem ríkti hjá æðstu stjórnendunum og endurspeglaðist m.a. í mannvali frambjóðenda flokksins. Til dæmis því að upphefja dæmdan þjóf til þingsetu.

Er ekki kominn tími á að þú sjáir það líka að stjórnmálaflokkar mega bara alveg deyja drottni sínum þegar ekkert er orðið eftir nema krabbameinið? Hvað ætlar þessi flokkur að lækna með olíubarón í brúnni sem ennþá á eftir að gera upp olíusamráðið? Það verður aldrei neitt trúverðugt við þennan flokk.

Haukur Nikulásson, 9.4.2009 kl. 09:21

4 identicon

Þetta eru nýir tímar Dögg og góðir. Það er að segja að samherjar í þessu tilfelli sjálfstæðismenn víta ljótan gjörning. Karlmennska hjá þér. Sem kemur mér svo sem ekki á óvart þegar þú ert annars vegar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:22

5 identicon

Með leyfi blogghafa.

Ég les oft færslurnar þínar Dögg. Mér finnst þú vera málefnanleg og heiðarleg í skrifum þínum. En einhvernveginn held ég, að þínir kraftar og þinn eldmóður myndi nýtast samfélaginu betur, ef þú værir í öðrum stjórnmálaflokki.

 Kveðjur bestar,

Kolbrún 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:28

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vonandi verður þetta enn einn atburðurinn sem tryggir að FLokkurinn fer niður fyrir 20% fylgi í komandi kosningum.

Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu vera kr. 300.000.

Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«

ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 09:40

7 identicon

Hvað er næsta skref?  Nú hafa bæði Geir og Guðlaugur Þór orðið berir að lygi. Lygi Guðlaugs Þórs er með þeim hætti að ógerningur er fyrir venjulega sjálfstæðismenn að styðja flokkinn meðan hann er á listanum.  Hversu legni á það að viðgangast að gerspillitir menn eins og Guðlaugur Þór og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem báðir hafa orðið berir að lygi í fjölmiðlum og margs konar spillingu og sukki teljist gjaldgengir fulltrúar flokksins og fólksins?  

Einar Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:45

8 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Því ætti Dögg að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn? Það er fleiri þúsund manns í flokknum og þó upp komi vandamál og ýmislegt sem við erum ekki sátt við þá hlaupum við ekki í burtu.  Þetta er hlutur sem við Sjálfstæðismenn tökum á og vinnum okkur upp úr þessu.

Dögg spýtum í lófana og áfram

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.4.2009 kl. 09:48

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við skulum ekki fara af hjörunum vegna þessara 55 milljóna. Fjárframlög frá fyrirtækjum hafa þekkst frá upphafi og ef ég skil málið rétt, var það Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði forgöngu um að takmarka þessar greiðslur frá ársbyrjun 2007.

Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustu um opnun bókhalds flokkanna og hefur ákveðið að opna einnig árið 2006 fyrir upphæðir yfir 1 milljón. Það er fyrirkomulag framtíðar sem skiptir máli og fjáröflun hjá fyrirtækjum var fullkomlega lögleg og stunduð af öllum flokkum.

Að mínu mati á að taka alveg fyrir fjárframlög til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum og þetta hefur verið mín skoðun lengi. Þeir fá mikið fjármagn frá ríkinu og að auki frá einstaklingum. Þeir verða einfaldlega að búa við þá takmörkun.

Þótt Guðlaugur Þór hafi talað við við forstöðumenn einhverra fyrirtækja er það ekkert til að æsa sig yfir. Þetta hafa örugglega flestir gert sem eru í stjórnmálum og alltaf vantar fé til kosningabaráttu stjórnmálaflokka.

Menn hafa verið að reyna að tengja þessi fjárframlög við REI málið. Ekkert bendir til að svo hafi verið, enda var það Sjálfstæðisflokkurinn sem stöðvaði samningana. Það mál var sótt af Samfylkingunni og Framsókn.

Hvernig væri að skoða fjármál Samfylkingarinnar og rekja sérstaklega greiðslur frá Evrópusambandinu til Sossanna ? Vitað er að ESB er með fjölmarga útsendara á launum við að villa um fyrir landsmönnum og stela af okkur fullveldinu. Þetta er fólk sem komið hefur sér fyrir í æðstu stöðum þjóðfélagsins og auðvitað í Samfylkingunni sjálfri.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.4.2009 kl. 09:50

10 identicon

Sem fyrrverandi sjálfstæðismaður, tek ég undir orð þeirra hér að ofan, Hauks og Kolbrúnar. Og langar að bæta við: Rosalega er það ljúft, að lesa orð eins af þeim fáu sjálfstæðismanna, sem enn hafa sjálfstæða hugsun. Eða, eins og Kolbrún sagði: "En einhvernveginn held ég, að þínir kraftar og þinn eldmóður myndi nýtast samfélaginu betur, ef þú værir í öðrum stjórnmálaflokki." - nú eða bara ein í framboði, ef lýðræðið væri raunverulega við völd í þessu landi.

Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:50

11 identicon

Loftur: Sjálfstæðisflokkurinn var kannski í meirihluta við setningu þessara laga, en núverandi forsætisráðherra hefur barist fyrir þessu í rúman áratug. (Og ekki er ég hennar stuðningsmaður, svo það sé á hreinu!) Svo ekki ætlið þig ekki bara að reyna að réttlæta þennan VIÐBJÓÐ, heldur stela heiðrinum einnig! Enda farinn úr þessu ræningjabæli, sem Sjálfstæðisflokkurinn er - og hans meðlimir ætla að standa vörð um!

Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:00

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér skilst, að Skorrdal sé áhugamaður um Cannabis. Það er ótrúlegt hvað hann er skakkur, svona snemma dags.

Mig grunar að Samfylkingin hafi hlotið mun hærri upphæðir fyrir þjónkun sína við Evrópusambandið, en við erum hér að tala um. En ólíkt höfumst við að, Sjálfstæðisflokkurinn skilar sínum styrkjum, en Samfylkingin réttir út lofann eftir meira góðgæti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.4.2009 kl. 10:16

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég held að Geir og Grani(Guðlaugur) verði að segja sig úr flokknum(og stjórnin eins og hún leggur sig) til að geta hvítþvegið flokkinn, en það held ég samt að dugi skammt því Íslendingar eru fljótir að gleyma. Og ég skal ekki trúa því að fólk haldi  það virkilega að enginn annar en einn aðili í stjórn flokksins hafi bara ekkert vitað um þetta og hann ætlar að taka axla allri ábyrgð (enda hættur) á sig. Svo held ég líka að flokkurinn hafi brotið lög því maður er að heyra það að þessi peningar hafi verið lagður inn á sjálfst ... ég get ekki sagt þetta orð og segi sjálftökuflokkinn eftir að lögin tóku gildi þó svo vilyrðið hafi verið gefið út nokkrum dögum áður en þau tóku gildi.

Sævar Einarsson, 9.4.2009 kl. 10:23

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Loftur Altice Þorsteinsson,ert þú nokkuð ælandi og slefandi af áfengisvímu ? grábrosleg athugasemd hjá þér um Skorrdal og hans markmið að vilja lögleiða kannabis.

Sævar Einarsson, 9.4.2009 kl. 10:26

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú Dögg, þetta getur sko orðið miklu verra, því það er það! Hvernig væri t.d. að skoða nánar byggingu einbýlishúsa fyrir ákveðna nafntogaða lykilmenn á undanförnum árum, og hver hafi í raun og veru fjármagnað þær framkvæmdir? Eða hið "farsæla" samstarf bæjarfulltrúa Sjálfstæðiflokks í Kópavogi við ákveðna verktaka í bænum, sem er þó ekki nema smá brot af sukkinu á landsvísu. Og hvað voruð þið annars að hugsa að kjósa olíubarón til formanns? Svona samkrull á milli stjórnmála og viðskiptalífs eins og birtist í risastyrkjum frá risafyrirtækjum, er auðvitað ekkert annað en fasismi. Því skora ég á alla heiðarlega hægrimenn að þeir hætti að leggja slíkri öfgastefnu lið, og segi sig úr flokknum sem fyrst.

- fyrrverandi Sjálfstæðismaður

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 10:32

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Mér skilst, að Skorrdal sé áhugamaður um Cannabis. Það er ótrúlegt hvað hann er skakkur, svona snemma dags."

Afar málefnalegt, Loftur, eða þannig. Eiga þetta að vera rök gegn því sem Skorrdal hefur um málið að segja? Því ef svo er þá missa þau algjörlega marks. Ég hef hingað til talið þig málefnalegan og raunsæan mann en þessi ummæli mín fá mig til að endurskoða þá afstöðu. Þú hefðir allt eins getað skrifað: "Pabbi minn er sterkari en þinn, og þess vegna hef ég rétt fyrir mér en ekki þú."

Bið að heilsa í sandkassann!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 10:38

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, án þess að ég þekki mikið til Cannabis ræktunar eða notkunar þess, þá benda tíðar fréttir af þessari jurt til þess að það sé á bannlist yfirvalda. Ef það er rétt, getur verið að ástæðan sé sú, að hugsun þeirra sem neyta Cannabit skerðist eitthvað ?

Skorrdal segir:

Svo ekki ætlið þig ekki bara að reyna að réttlæta þennan VIÐBJÓÐ, heldur stela heiðrinum einnig!

Mér virðist þessi ummæli benda til skertrar hugsunar og þar sem áhugi Skorrdals á Cannabis er vel þekktur, er ekki fjarstæða að ætla að hann sé neytandi líka. Ertu viss Guðmundur, að Skorrdal sé ekki skakkur ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.4.2009 kl. 11:12

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Meðan flokurinn hýsir menn eins og Loft Altice þá er ekki mikil hætta á siðbót.

Skáldið sagði: svo skal böl bæta með því að benda á annað verra.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 11:12

19 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Loftur hefur aldrei verið sérlega málefnalegur á síðum bloggsins. Einmitt sláandi um sig með stórkallalegum fulyrðingum eða líkingamáli sem er ætlað að niðurlægja frekar en að upplýsa. Að svona gamall maður skuli vera með orðræðu Heimdellings er sorglegt. Það sýnir sig að sjálfstæðismenn á borð við Loft eru upp til hópa annaðhvort hópsálir eða pólitískt þroskaheftir.

Gísli Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 11:14

20 Smámynd: Hlédís

Kæra Dögg!

Þessi flokkur kemst ekki á byrjunarreitinn fyrir 70 árum.  Þú og annað sæmdarfólk úr flokknum verður að fara að skilja það. Ef þið eigið ekki samleið með öðrum í stjórnmálum, verðið þið einfaldlega að stofna flokk um góðu gildin sem ykkur fannst flokkurinn standa vörð um.

Hlédís, 9.4.2009 kl. 12:19

21 Smámynd: Kári Gautason

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur menn eins og Loft innanborðs þá fer fylgið niður á við. Endilega hafðu þig sem mest í frammi Loftur, þú stendur þig vel...

Kári Gautason, 9.4.2009 kl. 12:25

22 Smámynd: Karl Ólafsson

Minni bara á að 55 kúlurnar sem FLokkurinn ætlar að endurgreiða eru í dag 69,5 m.v. vísitölu, en án allra vaxta. Bara svo að það sé á hreinu. Þ.a. ef þeir endurgreiða aðeins 55 halda þeir í raun eftir tæpum 15 af 'styrknum'. Þannig eru alla vega þau kjör sem við almúginn búum við.

Loftur beitir hér að ofan á klaufalegan hátt aðferðum Davíðs sem kallaðar hafa verið 'smjörklípur'. "Hí á mig því ég er með allt niðrum mig, en hí á þig líka því það er örugglega eitthvað í þínum buxum líka". Ekki er að efa að eitthvað athugavert má finna í bókhaldi annarra flokka, sbr. súludansstaðastyrk VG, en það fegrar ekki þetta mál.

Karl Ólafsson, 9.4.2009 kl. 12:46

23 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dögg, var ekki Geir bara að verja Guðlaug sem var helsta vonarstjarna hans í Reykjavík.  Það liti ekki vel út, ef Guðlaugur þyrfti að víkja af lista og hleypa einhverjum af hinum arminum ofar!

Annars mun nú hefjast mikil smjörklípuherferð, þar sem allir reyna að sverta alla.  Við erum strax farin að sjá þetta á AMX, þar sem pistlahöfundi tókst að grafa upp tuttugu 500 þúsund króna styrki til Samfylkingarinnar.  Ömurleg orðræða sem sýnir að menn kunna ekki að skammast sín.  Ég vona innilega að menn kast eins miklum skít hver í annan og þeir geta, svo þjóðin sjái svart á hvítu að þessu liði er ekki treystandi fyrir landstjórninni og kjósi nýtt fólk til valda.

Marinó G. Njálsson, 9.4.2009 kl. 12:50

24 identicon

Héðan í frá verður Sjálfstæðisflokkurinn alltaf kenndur við spillingu, sama hvað bloggvinurinn Loftur dreifir úr skítadreifaranum

Kolla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:15

25 identicon

Ég þakka þeim er tóku upp hanskan fyrir mig og það sem ég hef reynt að berjast fyrir gegnum árin; það snertir mig djúpt. Tel ég mig samt ágætlega máli farinn til að svara fyrir mig - en alltaf er gott að finna raunverulegan stuðning.

Loftur: Ef þín EINU rök eru að ráðast á málstað sem ég er EKKI áhugamaður á, heldur SANNUR baráttumaður FYRIR, þá finn ég til með þér. Svona rökleysa hefur heiti - og eru þið svokallaðir "sjálfstæðis"-menn sannarlega með þá rökleysu á hreinu. Ég hef tekist á við nokkra af ykkur gegnum árin, til að vita að þið hafið ENGIN rök sem skipta máli, svo þið ráðist bara á einstaklingana sem þið eruð á móti - rétt eins og þú byrjaðir á að gera.

Ykkar tíma er nú - LOKSINS! - að ljúka; vonandi fáum við samfélag HUGSANDI einstaklinga, sem kunna að rökræða, hugsa fyrir sjálfa sig og kynna sér málefni, í stað þess að trúa í blindni því hrossataði sem berst þeim úr áróðurspípum Flokksins. Vonandi verður framtíð barna okkar og banrabarna bjartari, en þú hefur nokkru sinni getað gert þér í hugarlund fyrir þín börn, með svo þröngt sjónarhorn á lífið og þú greinilega upplýsir okkur um með þínum orðum.

Frelsi felst ekki í hjarðeli heldur sjálfstæðri hugsun. Og hana hefur ekki verið að finna LENGI innan raða "sjálfstæðis"-manna.

Dögg Pálsdóttir; afsakaðu orðbragðið.

Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:01

26 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Er Loftur Altice hættur að reykja Cannabis?

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 14:18

27 identicon

þú yndislega sköpun gvuðs, herra loftur.... fólk sem berst fyrir hærri dómum í ofbeldismálum barna hljóta að hafa verið misnotuð... fólk sem berst fyrir betri mennamálum hljóta að vera ólæs og þar af leiðandi menn sem berjast fyrir "sjálfstæði(flokkinn)" ósjálfstæð grey eða hvað ?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:25

28 Smámynd: ThoR-E

Loftur, þessi athugasemd þín sem beint var til Skorrdal er þér til skammar.

Þú reynir að gera lítið úr málflutningi hans um þetta mál, vegna þess að hann hefur tekið þátt í umræðunni um lögleiðingu cannabis ásamt hundruðum annara, bara á moggablogginu.

Ættir að hafa meiri áhyggjur af því á hverju sjálfstæðismennirnir eru, sem taka við tugum milljóna í mútur frá útrásarvíkingum (FL/LANDSBANKI). Spurning hvort það sé aðeins hvítara.

ThoR-E, 9.4.2009 kl. 14:27

29 identicon

Svo er það spurning.

Hvað ætlar þú að gera Dögg í þessu spillingamáli, hvert verður þitt framlag? Mun það felast í því að þú munt halda áfram að hvetja fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Er þú þar með ekki orðin þátttakandi í þessari spillingu???? og undirstrikar í leiðinni að þú ert ekkert betri???

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:28

30 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Loftur þó, ég hélt að þú værir menntaður og upplýstur maður, með sterka siðferðiskennd....en svo ertu bara ósköp venjulegur sið-og rökþrota sjalli....tsk..tsk..tsk..en þá ertu líka ágætlega geymdur í þeim hópi glæpamanna og vanvita sem skipa orðið flokkinn þinn.Sjálfan þig dæmir þú harðast með dylgjum um þér mun heiðarlegra fólk...

...en er svosem  við öðru að búast frá skósveinum mafíunnar..?...hmmm

Haraldur Davíðsson, 9.4.2009 kl. 14:40

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta er mjög kjánaleg rökleiðsla Loftur.

Þetta er eins og að draga eftirfarandi ályktun:

'Loftur er sjálfstæðismaður. Árni Johnsen er líka sjálfstæðismaður. Loftur hefur gerst sekur um þjófnað af almenningi.'

Það að álykta að áhugamaður um cannabis sé alltaf skakkur er eins og að álykta að hver sá sem neytir áfengis neyti þess staðfast frá morgni til kvölds, sem er einfaldlega ekki satt.

Þetta er þó ekki svo ótrúlegt komandi frá manni sem ætlar að kjósa Sjallana yfir okkur...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2009 kl. 14:44

32 identicon

já ég er forvitin líka Dögg... á að setja x við D í ár ?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:44

33 identicon

Hvað á að gera við Sjálfstæðisflokkinn?

Það er eðlilegast að leggja flokkinn niður og láta eigur hans renna til fátækra fórnarlamba arðránsstefnu flokksins.

Sjálfstæðishúsið verði jafnað við jörðu og gerður minningarlundur á staðnum og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Kauphallahúsið sem er staðsett í nágrenni minningarlundsins má gera að safnahúsi.
Þar verður haldið til haga glæpum "Flokksins" gagnvart þjóðinni og framtíða þegnum landsins.
Landráð, afsal á verðmætum og landgæðum til spillingarafla og erlendra auðhringa.
Spilling í stjórnsýslu, mútuþægni, ofbeldi og valdníðsla gagnvart þegnunum etc.

Tilgangur safnsins verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverkin til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Þeim flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins sem voru meðvirkir og er hugsanlega hægt að bjarga verði gefinn kostur á enduhæfingu til að aðlagast lýðræðislegu og réttlátu þjóðfélagi.
Hinum "forhertu" og "seku" sem ekki er við bjargandi verður boðið upp vist í frískandi umhverfi á Litla Hrauni.
Þar má binda vonir við að hreint sjávarloftið og skapandi iðjuþálfun leiði þá til betri vegar með frelsun og iðrun synda.

Jón (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:03

34 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...kannski væri Lofti nær..að líta sér örlítið nær...

...en það geta auðvitað ekki verið annálaðir bidindismenn eins og hann Loftur...sem er eiginlega skrýtið að hann sé...ætlar hann að vera edrú þegar hann kýs sjallana? ....er það hægt?

En gríni eins og Lofti slepptu, þá hlýtur hvert mannsbarn að sjá að sjallarnir hafa vaðið uppi í krafti mútugreiðslna og spillingar á öllum stigum stjórnsýslunnar. Alþingi...embættisstjórnsýslan og ríkisstjórn hafa verið leikvöllur hóps manna og kvenna sem hafa nú, að kvöldi  leikdagsins, lagt leikvöllinn í rúst, rýrt gildi hans og virðingu og stefnt hér öllu í voða. Framtíð barnanna minna er ofurseld þeim örlögum sem þessi hópur fólks hefur skapað. 

Enn er þessi hópur til vandræða fyrir lýðræðið og það gagnsæja kerfi sem svo augljóslega þarf að koma skikki á, það er ekkert annað en ósvífni af hálfu flokksins að taka ekki skömm sína alvarlegar en svo, að flokkurinn og skuli ekki sjá sóma sinn í því að moka út, heldur halda úti hreinni og klárri skemmdarstarfssemi þegar að kemur að afstöðu og þáttöku í að upplýsa allt sem gert var rangt, og reyna jafnvel enn að fela hluti og þegja um þá.

Þau hagsmunatengsl sem orðin eru til hér oftar en ekki að beinni tilstuðlan stjórnmálamanna, þarf að rjúfa og það er sko aldeilis ekki nóg að gera það ám viðskiptalífs-endanum, það þarf líka á pólitíska endanum. Ef útrásarvíkingarnir eru sekir um þjófnað og svik og svindl, þá eru stjórnmálamenn þeir sem greiddu þeim götuna með blinda auganu og  fyrirgreiðslum, og jafnvel með lagabreytingum, sekir um landráð.

Þetta á ekki síst við um sjallana, sem ásamt vinum sínum úr framsókn, seldu lífæðar landsins, og gerðu okkur á endanum að öreiga og betlara á alþjóðavettvangi, og reyna nú leynt og ljóst að selja þjóðina einkafyrirtæki..alþjóðlegum handrukkara sem hefur það að sérgrein að gleypa fólk með húð og hári, margar kynslóðir fram í tímann.

Haraldur Davíðsson, 9.4.2009 kl. 15:05

35 identicon

Fínn pistill hjá þér Dögg, en því miður er ástandið á FLokknum örugglega enn verra. Viðbrögð hafa líka verið einstaklega vond og ótrúverðug. Greinilega átti að reyna að láta fyrrverandi formann taka skellinn aleinan, en einsog þú bendir á, þá er það auðvitað fráleitt. Að hann skuli fullyrða í yfirlýsingu, að hvorugur framkvæmdastjóranna beri þarna ábyrgð er afneitun af verstu sort. Báðir framkvæmdastjórarnir eru löglærðir og vita vel að þeir bera þarna fulla ábyrgð fyrir það eitt að vera titlaðir framkvæmdastjórar.

En hvað ætlar þú að gera? - einsog svo margir spyrja hér að ofan...

Nú síðast skráðir þú þig á listann "Sammála" um aðild að Evrópusambandinu. Flott hjá þér! - enda ekkert mál jafn brýnt og ætti í raun að vera kosningamál númer eitt í þessum kosningum.

Af hverju ferðu ekki bara yfir í Samfylkinguna? - eini flokkur landsins með skýra stefnu í gjaldmiðlamálum og eini flokkurinn sem vill afdráttarlaust sækja um aðild að ESB.

Það sama ættu aðrir sjallar að gera, sem vilja í ESB. Nú er tækifærið! - Yfirgefið þennan gerspillta flokk...!!

Evreka (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:34

36 identicon

Mér sýnist á þessum svörum hans Lofts að það þurfi ekkert kannabis til að vera steiktur, siðblindur og koma fram með fáránlegar athugasemdir. 

Kannski Loftur ætti bara að kveikja í einni feitri, hann skánar kannski eitthvað við það.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:36

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Getur þetta orðið mikið verra?"

Vont en það venst.  Það eru góðu fréttirnar.

Slæmu fréttirnar að lengi getur vont versnað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 16:00

38 identicon

"Við skulum ekki fara af hjörunum vegna þessara 55 milljóna" 

Ég hefði áhyggjur

siggi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:51

39 identicon

Það er alt að fara á líningunum yfir styrkjum til Sjálfstæðisflokksins, hvað með 45 millurnar sem Samfylkingin fékk, ásamt húsnæði og öðru frá Baugi?  Hver var Bankamálaráðherra fráfarandi Ríkisstjórnar?  Er hann ekki 1. maður á lista í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna i komandi kosningum?

 Hvað með föður útrásarinnar?  Úr hvaða flokki kom hann, Ólafur Ragnar Grímsson?  ÉG man ekki betur en hann og Steingrímur J séu gamlir flokksfélagar ásamt hluta af ráðherraliði Samfylkingarinnar, sem nú sigur við völd.l

Sá sem sindlaus er kasti fyrsta steininum. 

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:09

40 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki mundi norski seðlabankastjóri Íslands hvenær hann var beðinn um að taka að sér starfið og enginn sagði neitt, nema Davíð Oddsson og fékk bágt fyrir hjá sumum.

Gústaf Níelsson, 10.4.2009 kl. 02:14

41 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi umræða um dugnað Sjálfstæðismanna við að fjármagna rekstur sinn, er gott dæmi um hvernig Samfylkingin beitir "smjörklípu-aðferðinni". Á ensku nefnist þetta "smear champaign" eða "ófrægingar-herferð". Hvað ætli Samfylkingin sé búnir að liggja lengi á þessum upplýsingum ? Hvernig ætli Samfylkingin hafi aflað þessara upplýsinga ?

Mín afstaða er sú að allar greiðslur frá fyrirtækjum orki tvímælis, hvort sem þær eru smáar eða stórar. Upphæðir eru afstæðar og bara Samfylkingar-hræsnarar sjá ávallt flísina í auga náungans. Ég skrifaði pistil um málið, þar sem ég sagði:

Að mínu mati á að taka alveg fyrir fjárframlög til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum og þá skoðun hef ég haft lengi. Þeir fá mikið fjármagn frá ríkinu og að auki frá einstaklingum. Þeir verða einfaldlega að búa við þá takmörkun. Eins og virðist hafa átt við um fjármögnun Evrópusambandsins á Samfylkingunni, nægir ekki að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokkana. Það er þó skref í rétta átt.

Fjárframlög til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum verði bönnuð !

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 12:12

42 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Um hvaða mútur er kreppukarlinn að tala ? Eru það 5 millurnar sem Framsókn fekk, eða 45 millurnar sem Samfylkingin fekk ?

Mín afstaða er, að banna eigi styrki frá fyrirtækjum. Látum ekki Samfylkinguna komast upp með "smjörklípu-herferðina" gegn Sjálfstæðisflokknum.

Sossarnir hafa áætlanir um að rústa þessu þjóðfélagi og leggja það undir erlent vald. Það er gegn þesum fyrirætlunum sem almenningur ætti að snúast.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 12:56

43 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Loftur, þú ert nú meiri kallinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er líka að reyna að selja landið okkar, nema núna í hendurnar á Olígörkum (kvótakerfið, einkavæðing orkufyrirtækja etc) sem að geta líka misst 'eignir sínar' (eigur okkar allra) i hendur erlendra fyrirækja, auðmanna og þar með eru sjallarnir engu betri en samfó þegar að því kemur að vera ótýndir Quislingar.

Sjallarnir og samfó, framsókn, vinstri grænir og frjálslyndir eru allir spilltir flokkar og það eru flokkshollir bjálfar, eins og þú, sem trúa öllu sem frá sínum flokki kemur, sem viðhalda spillingu, einkavinavæðingu og þjófnaði frá almenningi.

Hvernig væri nú að fara að hugsa sjálfstætt, kominn á þinn aldur og hætta að láta sjálfstæðisflokkinn hugsa fyrir þig?

Svo fyndist mér að þú ættir að biðja Skorrdal afsökunar fyrir ómaklega athugsasemd þína hér fyrir ofan - þessa athugasemd má skoða sem meiðyrði.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.4.2009 kl. 13:06

44 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ert bara skemmtilegur J.Einar. Þú sérð svikara í hverju horni og sérhverjum flokki. Það er rétt viðhorf á óvissum tímum, eins og þeim sem við upplifum. Svikararnir eru víða, en þú finnur þá bara örugglega í einum stjórnmálaflokki og það er Samfylkingin.

Ég fer að ráðum þínum og bið vin þinn Skorrdal afsökunar. Jafnframt lýsi ég yfir hans fulla rétti til að vera eins skakkur og honum sýnist. Hann má líka vera þeirrar skoðunar að Cannabis skuli gert löglegt til neytslu. Raunar hef ég lengi haft efasemdir um eiturlyfjabann. Við Sjálfstæðismenn teljum margir, að fólk eigi sjálft að bera ábyrgð á eigin lífi, meðal annars á hvað það étur, eða neytir á annan hátt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 13:20

45 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er mjög einföld ástæða fyrir því að ég sé svikara og spillingu í öllum flokkum, því það eru svikarar og spilling í öllum flokkum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.4.2009 kl. 17:04

46 Smámynd: Offari

Lengi getur vont versnað ef ekkert er gert til að bæta ástandið.

Offari, 10.4.2009 kl. 17:28

47 Smámynd: Hlédís

J.Ei.V.B.Maack, ágæti bloggvinur!

Það er gott og illt í öllum mönnum  og því einnig í samtökum manna. Dreptu því þó ekki á dreif að Fl-okkurinn hefur haft undirtök í stjórnun Íslands sl. 60 ár - og enginn komist með tærnar nálægt hælum hans nema Framsókn!   Vald spillir - ekki neita því! Flokkur sem  byrjar í réttlætisbaráttu - (jafnvel Mafían byrjaði þannig!) - og fær of mikil ítök á langan tíma - SPILLIST loks GJÖRSAMLEGA!

Hlédís, 11.4.2009 kl. 18:47

48 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hlédís, vissi ég vel að margur sauður leynist í misjöfnu fé, þó að FLokkurinn sé sá spilltasti hérlendis þýðir það ekki að slíkt finnst í öllum flokkum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.4.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband