Leita í fréttum mbl.is

Málþóf?

Síðustu daga hefur frumvarp til stjórnskipunarlaga verið til umræðu á Alþingi. Umfjöllun okkar um frumvarpið er af þingmönnum minnihlutastjórnarinnar og stuðningsmanna hennar kölluð málþóf. Því mótmælum við algerlega enda liggur fyrir að þótt hávært sé talað um að þjóðin styðji margt sem þar er þá benda umsagnir til annars. Fjölmargir lögfræðingar hafa einnig varað alvarlega við umróti á stjórnskipan landsins á óvissutímum eins og þeim sem við nú lifum á.

Með stjórnlagafrumvarpinu er í fyrsta sinn í hálfa öld reynt að knýja fram stjórnlagabreytingu áns þverpólitískrar samstöðu á þingi. Það eitt og sér er alvarlegt. Sambærilegt var reynt 2007. Ég hef bloggað ýmis ummæli VG og Samfylkingarmanna frá þeim tíma. Allt saman hárrétt ummæli enda bar ríkisstjórnin þá gæfu til að hlusta á andmælin og hætta við. 

Því miður virðist ríkisstjórninni sem nú situr fyrirmunað að hlusta. Stjórnlagabreytingin skal í gegn, hvað sem tautar og raular.

Vegna fullyrðinga um málþóf er rétt að halda til haga eftirfarandi tölfræði:

Núverandi stjórnarmeirihluti talaði um frumvarp um Ríkisútvarpið:
131. löggjafarþing: 6 klukkustundir og 53 mínútur
132. löggjafarþing: 43 klukkustundir og 8 mínútur
133. löggjafarþing: 69 klukkustundir og 55 mínútur

Alls eru þetta 119 klukkustundir og 46 mínútur.

Núverandi stjórnarmeirihluti talaði um fjölmiðlafrumvarpið:
130. löggjafarþing (mál nr. 974): 82 klukkustundir og 14 mínútur
130. löggjafarþing (mál nr. 1011) : 10 klukkustundir og 45 mínútur

Alls eru þetta 92 klukkustundir og 59 mínútur.

Núverandi stjórnarmeirihluti talaði um EES-samninginn:
116. löggjafarþing: 100 klst. og 37mín.

Núverandi stjórnarmeirihluti talaði um vatnalögin:
132. löggjafarþing: 51 klukkustundir og 41 mínútur.

Enn sem komið er vantar þónokkuð upp á að ræður okkar í tengslum við stjórnarskrármálið nái upp í þann ræðutíma sem fór í þessi mál.

Hvernig sem breytingu að stjórnarskránni ber að þá hlýtur það að vera skylda þingmanna að breytingarnar fái vandaða umfjöllun. Þegar reynt er að knýja fram breytingar á stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnarsinnar reyna er enn mikilvægara að standa vaktina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Af hverju þráist þið Sjálfstæðismenn við að kalla þetta málfþóf? Það hefur alltaf verið réttur þeirra sem sitja í minnihluta að fá að tjá sig vel og lengi um mál sem þeir eru ekki sammála. Þetta er þeirra aðferð til að koma skilaboðum á framfæri.

Þið Sjálfstæðismenn eruð á móti þessu frumvarpi og hafið ykkar ástæður fyrir því. Þess vegna talið þið vel og lengi um málið í þeirri von að það taki breytingum. Rétt eins og aðrir minnihlutaflokkar hafa gert í gegnum tíðina.

Það heitir málþóf.

Sigurður Haukur Gíslason, 8.4.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Sammála Sigurði. Þetta er ekkert nema málþóf eins og þekkt er frá fyrri tímum líka. En það er ykkar réttur að nota þinsköpin út í þaula. Þetta með yfir 300 ræður um þingsköp er líka ykkar réttur en ekki stórmannlegt.

Guðl. Gauti Jónsson, 9.4.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband