Laugardagur, 4. apríl 2009
Þetta sögðu Vinstri grænir 2007
Þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætlaði að knýja fram breytingu á stjórnarskránni vorið 2007, með sama hætti og minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar er að gera núna, sögðu þingmenn VG þetta.
Formaðurinn, núverandi fjármálaráðherra sagði m.a. (Ræða hans í heild er hér):
... Það er einsdæmi í sögu lýðveldisins að menn hyggist standa að stjórnarskrárbreytingum með þessum hætti, að formenn tveggja tiltekinna flokka taki sig saman og komi með svona snöggsoðið mál inn á þing á lokadögum og ætli því afgreiðslu. ... (Leturbreyting DP.)
Þingflokksformaðurinn nú, Jón Bjarnason sagði m.a. (Ræða hans í heild er hér):
Þetta frumvarp hér til stjórnarskipunarlaga sem hefur verið rætt í dag og hæstv. forsætisráðherra hefur mælt fyrir er, eins og fram hefur komið í ræðum, sérstakt fyrir það að einungis tveir flokkar leggja það fram, stjórnarflokkarnir. Það er flutt af forustumönnum ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hér hefur komið fram að með þessum vinnubrögðum er á vissan hátt brotin hefð eða a.m.k. góðar vinnureglur og siðvenjur sem hafa ríkt um stjórnarskrárbreytingar almennt, þ.e. að þær séu unnar og undirbúnar í samkomulagi þingflokka á Alþingi hverju sinni og að þar sé ekki flanað að breytingum eða lagðar fram óunnar eða lítt unnar tillögur eins og hér er verið að gera. Það hefur verið hyllst til að ná víðtæku samkomulagi um grundvallarbreytingar, um breytingar á stjórnarskránni, og þá frekar verið gætt íhaldssemi í þeim efnum til að fara þar ekki fram með ósætti.
Sú sátt er rofin með þessu frumvarpi af hálfu ríkisstjórnarflokkanna og verða það að teljast afar óábyrg vinnubrögð, ekki síst af því að hér hefur starfað stjórnarskrárnefnd sem allir þingflokkar hafa átt aðild að og skilaði einmitt áliti nú á dögunum. Það verður því að teljast furðulegt að ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, skuli undir lok kjörtímabilsins fara fram hjá stjórnarskrárnefnd með einhliða tillögur eins og hér er um að ræða.
Það hefur ekki gefist vel að mínu mati, herra forseti, þegar stjórnarskránni hefur verið breytt í ósætti eða ekki verið fullt samkomulag um breytingarnar. (Leturbreytingar DP.)
Svo mörg voru orð VG vorið 2007. Er furða þó spurt sé: Hvað hefur breyst hjá VG frá því að þingmenn þeirra létu þessa hörðu gagnrýni falla vorið 2007?
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Viltu virkilega fara skoðun á því hvað flokkarnir voru að segja í sögulegu samhengi?
þetta sagði formaður yðar, Bjarni Ben 2005.
"Það kann að vera að ástæðan sé sú að hér sé ekkert annað á ferðinni en endurómur af þeirri bölsýni sem við höfum mátt hlýða á undanfarin ár um þetta sama mál. Á sama tíma og sú afstaða hefur verið uppi af hálfu stjórnarandstöðunnar að hér væri allt að fara í bál og brand þá hafa kjör almennings batnað ár frá ári. Ár eftir ár kemur stjórnarandstaðan fram með gagnrýni á fjárlagafrumvarpið og dregur upp dökka mynd af horfunum en ár eftir ár batna kjörin, skuldir ríkisins lækka, skattar almennings fara niður og atvinnulífið blómstrar. Auðvitað er þetta vandræðaleg staða fyrir stjórnarandstöðuna og þeim er að vissu leyti vorkunn að hafa ekki fengið að taka virkan þátt í þeirri miklu umbyltingu á samfélaginu sem styrk stjórn efnahagsmála undanfarin ár hefur tryggt."
Kári Gautason, 6.4.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.