Laugardagur, 4. apríl 2009
Með góðu eða illu
Í umræðunni um stjórnlagabreytingarnar, sem minnihlutastjórnin hefur lagt fram í fullkomnu ósamkomulagi við stærsta þingflokkinn á Alþingi, hefur komið fram að hæstvirtur forsætisráðherra virðist ekki hafa kynnt sér allar þær umsagnir sem borist hafa. Eru það þó umsagnir frá hluta þjóðarinnar, sem hæstvirtur forsætisráðherra skýlir sér á bak við þegar hún segir nauðsynlegt að knýja breytingarnar fram. Umsagnirnar, sem eru kringum þrjátíu talsins, vara flestar við því að anað sé í stjórnlagabreytingar með þeim hætti sem minnihlutastjórnin ætlar að gera.
En hæstvirtur forsætisráðherra hlustar ekki. Breytinguna skal keyra í gegn.
Sambærileg staða kom upp vorið 2007. Þá ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leggja fram stjórnlagabreytingu í trássi og án samráðs við þá þingflokka sem þá voru í minnihluta, þ.e. Vinstri græna og Samfylkinguna. Í 1. umræðu kvörtuðu þingmenn VG og Samfylkingarinnar sáran yfir vinnubrögðunum og höfðu uppi stór orð um þau. Þeir töldu þau ólýðræðisleg.
Öll þessi ummæli rifjaði ég upp í morgun í ræðu minni á Alþingi og kallaði eftir skýringum VG og Samfylkingarinnar á því hvað hefði breyst. Það kom mér þó ekki á óvart að engin svör bárust. Það hefur nefnilega ekkert breyst. Athugasemdir minnihlutans þá voru fullkomlega réttmætar líkt og athugasemdir okkar sjálfstæðismanna nú eru.
En 2007 hlustaði ríkisstjórnin á minnihlutann og hætti við að knýja fram stjórnlagabreytinguna. Ríkisstjórnin nú hlustar ekki. Minnihlutastjórnin, í boði Framsóknarflokksins, ætlar að knýja þessa breytingu í gegn. Í fyrsta sinn í hálfa öld. Það er umhugsunarverð vinnubrögð.
![]() |
Enn fjölmargir á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi
Athugasemdir
Má ég minna þig á að þó að þessa dagana séuð þið stærst flokka ennþá.
Það er bara ekki nóg.
ÞJóÐIN stendur að baki Jóhönnu og Steingrími.
Það ætti að nægja !
OG þið sjáið það á kosningadaginn,hversu hrapalega þið fóruð að ráði ykkar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:10
Þetta er greinilegt málþóf. Ég hef verið heimavið að vinna verkefni og getað hlustað talsvert á umræðurnar. Það eru allir farnir að endurtaka sig og það fyrir svona degi síðan.
Ég held að ég láti vera að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þetta skiptið, beið spenntur eftir því hvað gerðist þegar Bjarni tæki við. En það varð bara Búmm.
kv.
ES
Eyjólfur Sturlaugsson, 4.4.2009 kl. 02:05
Sæl og blessuð Dögg.
Það er skylda allra skynsamra þegna landsins að gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þetta stjórnlagafrumvarp verði samþykkt. Vonandi tekst það.
Máni Atlason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.