Leita í fréttum mbl.is

Reynsla

Það er merkileg reynsla að sitja á Alþingi og verða vitni af þeim yfirgangi sem minnihlutaríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með stuðningi Framsóknarflokksins, beitir í stjórnarskrármálinu.

Stjórnarskrárbreytingar eru grafalvarlegt mál. Að stjórnarskrárbreytingum á ekki að flana. Því síður á stjórnlagaþing að vera skiptimynt í pólitískum samningum milli minnihlutastjórnar og stjórnmálaflokks sem lofaði að verja minnihlutastjórnina vantrausti. Allt er þetta þó að gerast á Alþingi þessar klukkustundir. Liggur þó fyrir að umsagnaraðilar sem eru kringum þrjátíu talsins telja flestir að skoða þurfi málið betur.

Það er þversagnarkennt að milli kl. 13:30 og 14 stóð Framsóknarflokkurinn að utandagskrárumræðu um atvinnuuppbyggingu og stöðu ríkissjóðs. Fyrirfram hefði því mátt ætla að sá flokkur myndi vilja strax á eftir umræðu um álver í Helguvík. Fyrir liggur að með því álveri skapast þúsundir starfa. Hlýtur það að vera eftirsóknarvert þegar tölur sýna að kringum 18 þús. einstaklingar eru nú á atvinnuleysisskrá og framundan er að 13 þús. nemendur verði atvinnulausir í sumar. En, nei. Framsóknarflokkurinn vill frekar fara í stjórnarskrárumræður sem augljóst er að verður löng og ítarleg.


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Dögg, Dögg, Dögg... Sjálfstæðismenn hafa í tvígang sett breytingar á stjórnarskrá inn í ríkisstjórnarsáttmála en hafa sjálfir notað það mál sem skiptimynt á síðustu dögum þingsins. Málin sem þar um ræðir hafa verið til umræðu s.l. 65 ár með fullri þátttöku sjálfstæðismanna án þess að niðurstaðan sé merkileg.

Og það er sjálfri þér og öðrum þingmönnum sjálfstæðismanna til minnkunar að láta siga ykkur í pontu ítrekað til að reyna að búa til samningsstöðu við þann meirihluta sem orðinn er í þinginu um málið. 

Og það er pínlegt að sjá þingmenn sem verður að telja frekar óvirka í þingstörfum almennt nú flykkjast í pontu trekk í trekk til að tefja þetta mál... og enn pínlegra að heyra hótanir á borð við "við látum ykkur aldrei komast upp með þetta" hrjóta úr munni sjálfstæðismanna sem telja sig vita þess umkomna að hafa vit fyrir þjóð sinni.

Það má vel ræða um stjórnarskrána fyrst og atvinnumálin á eftir, en framkoma ykkar er ekki til að liðka fyrir því. Hálfur annar tími í morgun um fundarstjórn forseta? Menn standa og syngja úr ræðustóli á næturna? Það er ekki hægt að bera mikla virðingu fyrir kjörnum fulltrúum þjóðarinnar sem haga sér með þessum hætti. 

Helga Sigrún Harðardóttir, 2.4.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Helga Sigrún:

Ágæti samnjarðvíkingur! 

Ég heyri á þér að þið stefnið í að hreiðra um ykkur í vinstri stjórn!

Vandamálið er að VG og Samfylkingin hefur engan áhuga eða þörf á samstarfi við ykkur!

Því miður var ykkur nær að styrkja þessa ríkisstjórn, en var við öðru að búast af Framsóknarflokknum ... 

Ykkar styrkur í augnablikinu upp á 10% dugar hvorugum flokknum til að hafa meirihluta og þið áttið ykkur ekki einu sinni á því!

Nú reynið þið að slá ryki í augun á fólki með þessu bulli sem enginn trúir! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þingmenn eru fulltrúar fólksins. Fólkið vill stjórnarskrárbreytingar. Fólkið á stjórnarskrána. Þetta er ekkert flókið.

Pólitísk samstaða á alls ekki heima í umræðum um stjórnarskrá. Það er blátt áfram andstætt lýðræðinu að flokkar sameinist um breytingar á stjórnarskránni. 

Málið er einfalt. Þeir sem vilja engar breytingar á stjórnarskrá setji X við D. Þeir sem vilja breytingar á stjórnarskrá setja X við eitthvað annað. Þannig tekur fólkið afstöðu. Þannig á 79. gr. stjskr. að virka. Pólitísk samstaða er blátt áfram í andstöðu við 79. gr.

Ertu til í að skila þessu til Birgis Ármannssonar og CO?

Aðalheiður Ámundadóttir, 2.4.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband