Leita í fréttum mbl.is

Gjafir af almannafé

Ríkissjóður hefur samið um gjafakjör við tvo fjárfestingabanka. Boðar það að önnur fyrirtæki í landinu og heimilin bjóðist sambærileg fyrirgreiðsla þegar þessir aðilar semja við ríkisviðskiptabankana um skuldir sínar?

Skoðun á heimasíðum Kaupþings, Landsbankans og Íslandsbanka sýnir að lægstu vextir á verðtryggðum skuldabréfum hjá þessum bönkum eru 7,8%. 

Spurning vaknar um það af hverju hluthafar í þessum fyrirtækjum þurfa ekki að gefa eftir hluta hlutafjár síns til ríkissjóðs vegna þessa örlætisgernings í þeirra þágu. Mér skilst að miðað við áhættu sem fylgir lánveitingum til þessara fyrirtækja og áhættuálag ríkissjóðs um þessar mundir sé ekki fráleitt að gera ráð fyrir að eðlilegt væri að krefja þau um a.m.k. 10% vexti af verðtryggðum lánum. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að gefa þessum tveimur fyrirtækjum liðlega 3 milljarða á ári í afslátt af vaxtagreiðslum vegna þessara lána og styrkja eigið fé þeirra sem því nemur á lánstímanum.

Fjármálaráðherra verður að skýra af hverju tvö fjármálafyrirtæki, sem ekki eru mikilvæg í kerfislegu tilliti, fá ríflegan fjárstyrk af þessu tagi, af almannafé, á sama tíma og dræmt hefur verið tekið í allar tillögur um ívilnandi aðgerðir í þágu fyrirtækja og heimila.


mbl.is Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband