Leita í fréttum mbl.is

Sanngjarnir skattar?

Það er makalaust með VG. Aukning skatta virðist vera eitt af því fáa sem þeim dettur í hug þegar kemur að efnahagsráðstöfunum. Eignaskattar eru sennilega ósanngjörnustu skattar sem til eru þannig að það er þversögn að tala um sanngjarna eignaskatta. Með eignasköttum er skattlagður skattstofn sem sjaldnast ber nokkrar tekjur. Það er skattlagður skattstofn sem aflað var með fjármunum sem að fullu er búið að borga af tekjuskatt eða fjármagnstekjuskatt. 

Það eina jákvæða við þessa tillögu er það að VG sýnir á spilin fyrir kosningar og upplýsir kjósendur um það hvers megi vænta úr þeim herbúðum verði VG áfram í ríkisstjórn.


mbl.is Vinstri græn vilja eignaskatta á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrölli.

Ég er nýútskrifaður úr skóla, hef því verið nemi undanfarin ár.  Þangað til var ég verkamaður.  Ég hef unnið mikið í vegagerð, oftast 12 tíma dagvinnu í 11 daga í senn og 3 í frí.

Konan mín er öryrki.

Síðan ég útskrifaðist hef ég unnið hart að því að greiða niður íbúðalánasjóðslán af íbúð minni og hef því í tæpt ár skammtað fjölskyldunni fé og látið sem mest renna í niðurgreiðslu.  Það hefurgengið ágætlega enda ég haft mikla vinnu hingað til þó hún hafi vissulega minnkað töluvert nú eftir áramót.

Þessi skattur hefði áhrif á mig og verri en ella þar sem ég reikna einhvernvegin ekki með því að matsverð íbúðarinnar lækki þrátt fyrir fallandi markaðsverð.

Þó hlutir snerti mann ekki beint, þýðir ekki að maður eigi bara að samþykkja þá skilyrðislaust.  Ég skal t.d. veðja að þetta snertir einhvern ættingja þinn sem hefur ekkert annað gert en að vera hagsýnn og duglegur, kannski bara mömmu þína?

Þetta er niðurdrepandi áætlun, hún fælir fólk frá því að standa sig og hefur að mínu mati gríðarleg sálræn áhrif.

Ég hef alltaf kosið sjálfstæðismenn en hafði hugsað mér að kjósa VG nú.  Sá valkostur virðist vera að fjara út um þessar mundir og líklega verður bara að skila auðu.

Björn I (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 07:33

2 identicon

Er fjármagnsflótti virkilega það sem landið þarf á að halda núna?

Gulli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 07:38

3 identicon

Þrölli.

Heldur þú að mín eign hafi ekkert rýrnað?

Sérðu mikið réttlæti í því að mér verði refsað meir en orðið er fyrir ráðdeild?  Lenti ég ekki í sömu kreppu og þú og sonur þinn? 

Ég hef borgað af íbúðarláni í rúm 8 ár um þessar mundir.  Á þeim tíma hafði lánið hækkað um rúma milljón.  Nú þegar ég hef verið að greiða niður lánið, þá hefur tæp milljón gufað upp í verðbólgubálinu.  Við erum að tala um tímabilið ágúst 2008 og til dagsins í dag.

Mér sýnist ég ekkert vera í neitt betri málum en þú, en samt vilt þú refsa mér fyrir það eitt að hafa sýnt meiri skynsemi í mínum lánamálum að því er virðist.

Hvernig færðu það út að það sé réttlát skipting lífsgæðanna að láta mig borga hærri skatta eingöngu vegna þess að ég hef unnið mikið til að reyna að bæta minn hag og er það til þess fallið að auka á vinnusemi fólks?

Réttlátara væri einfaldlega að skattleggja tímakaup.

Björn I (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:28

4 identicon

Fæst réttlátari skipting lífsgæðana með því að skattleggja eldriborgara?

Það eru aðalega elstu borgarar þessa lands sem eiga sitt húsnæði skuldlaust. Fólkið sem hefur stritað allt sitt líf í vonum um að búa sér þægilegti ævikvöld. Á að skattleggja þetta fólk til þess að borga undir þig eða son þinn? Er það sanngirni í þínum augum Þrölli?

Helgi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:28

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Réttlát skipting lífsgæðanna?  er það að allir hafi sömu láglauna tekjurnar? .. í alvöru?..  hvar væri þá metnaður til að afla sér meiri menntunar og vinna sig upp í þjóðfélaginu..

Það er bara staðreynd að þeir sem hafa meiri tekjur borga meira í skatt og þar af leiðandi meira til samfélagsins og nú á að refsa þeim sem fengu sér góða menntun (sem er ekki ódýr) og unnu sig upp í millistéttina og hástéttina til að borga ennþá meira í skatt.

Þetta reiknidæmi er svo óttarlega einfalt að grunnskólakrakki gæti skilið það.

Maður með 170 þús í laun borgar 21.035kr í skatt.
Maður með 250 þús í laun borgar 50.795kr í skatt.
Maður með 500 þús í laun borgar 143.795kr í skatt.
Maður með 1000þús í laun borgar 329.795kr í skatt.

á ég að halda áfram?  Og núna á að "refsa" okkur meira fyrir að hafa "nennt" að skara framúr, sækja okkur áralanga menntun og fá okkur góða vinnu til að kaupa okkur eignir og núna á að skattlegja það um hugsanlega 2%? ..  hvarer réttlætingin í því... tala nú ekki um þennan "hátekjuskatt" sem VG hefur á borðinu líka.

Þeir sem eru betur efnaðir eru alveg einsog aðrir,  þeir eru yfirleitt hlutfallslega jafn mikið skuldsettir t.d.

Ég held að Margaret Thatcher hafi sagt það best þegar hún talaði um Sósialista : http://www.youtube.com/watch?v=okHGCz6xxiw

Jóhannes H. Laxdal, 26.3.2009 kl. 08:39

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafi viðkomandi persóna greitt sína skatta og skyldur samviskusamlega á ævinni er eignaskattur auðvitað ekkert annað en tvísköttun.

Ómar Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 09:45

7 identicon

Virðisaukaskattur er líka tvísköttun Ómar. Ef við á annað borð borgum tekjuskatt eða fjármagnstekjuskatt þá eru allir aðrir skattar tvísköttun.

Mín skoðun er sú að við eigum að leggja niður alla skatta nema virðisaukaskatt. Þá förum við fyrst að skattleggja þá sem eiga peninga.

Ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband