Leita í fréttum mbl.is

Hlutafélagavæðing SPRON

Í Fréttablaðinu í dag (bls. 6) er haft eftir viðskiptaráðherra að hlutafélagavæðing SPRON hafi verið mistök. Ég tek undir með ráðherranum. Til hvers var ákveðið að fara með SPRON í kauphöllina? Þegar til kom reyndust stjórnendur félagsins ekki hafa nein áform um aðgerðir til að tryggja vöxt og viðgang þess.

Hins vegar virðist sem stjórnarmenn SPRON hafi hagnýtt sér þessa ákvörðun sjálfum sér til hagsbóta. Margar helstu staðreyndir þessa máls liggja fyrir opinberlega:

  • Stjórn SPRON samþykkti 17. júlí 2007 að leita eftir samþykki stofnfjáreigenda fyrir því að breyta SPRON í hlutafélag og skrá félagið í Kauphöll. Á sama fundi var ákveðið að markaður með stofnfjárbréf SPRON yrði opinn til 7. ágúst 2007.
  • Þrír stjórnarmenn í SPRON seldu stofnfjárbréf á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007. Um þá sölu upplýsti stjórn SPRON hins vegar ekki fyrr en í ársbyrjun 2008.
  • Á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007 hvöttu æðstu stjórnendur SPRON stofnfjáreigendur til að auka við stofnfjáreign sína. Margir stofnfjáreigendur fylgdu þeim ráðum.
  • Á tímabilinu 18. júlí til 7. ágúst 2007 hvöttu æðstu stjórnendur SPRON stofnfjáreigendur til að selja ekki stofnfjárbréf sín. Margir stofnfjáreigendur fylgdu þeim ráðum. Vissu æðstu stjórnendur þó að þrír stjórnarmenn voru búnir að selja mikinn hluta stofnfjárbréfa sinna og fyrirtækja sinna. 
  • Stjórn skýrði stofnfjáreigendum ekki frá sölu stjórnarmanna á stofnfjárbréfum á almennum fundi stofnfjáreigenda 21. ágúst 2007. Á þeim fundi samþykktu stofnfjáreigendur að breyta SPRON í hlutafélag og skrá í Kauphöll. Ég fullyrði að stofnfjáreigendur hefðu orðið tregir til að samþykkja þessar tillögur stjórnar hefðu þeir verið upplýstir um það að meirihluti stjórnarinnar var búinn á þessum tíma að selja stórar hluta stofnfjáreignar sem hann hafði yfir að ráða. 

Hlutafélagavæðing SPRON fór því fram án þess að stjórn SPRON upplýsti stofnfjáreigendur um mikilvæga þætti á borð við fyrrgreinda sölu stjórnarmanna á eigin bréfum. Sala stjórnarmanna var hvergi tilkynnt opinberlega. Virðist sem stjórn SPRON og æðstu stjórnendur hafi bundist samtökum um að halda henni leyndri. Stjórn SPRON hafði aðgang að skýrslu Capacent um verðmæti félagsins og vissu um forsendur og aðferðir við verðmatið en þetta vissi markaðurinn ekki. Stjórnarmenn höfðu undirtökin í viðskiptunum þegar þeir seldu bréfin. Stjórnarmenn höfðu aðstæður, umfram aðra, til að meta það svo að hagsmunum þeirra væri best borgið með því að selja stofnfjárbréf á þessum tíma, og gerðu það.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sæta stjórnarmenn SPRON á þessum tíma og æðstu stjórnendur nú rannsókn af hálfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara vegna gruns um fjársvik.

Málið vekur einnig alvarlegar spurningar sem snúa að Fjármálaeftirlitinu. Ég mun fjalla um þátt FME í öðru bloggi.


mbl.is Margt líkt með Íslandi og Enron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Dögg þar sem þú ert vara-þingmaður Sjálfstæðisflokks þá þakka ég þér kærlega fyrir þessa pistla þína.  Ekki er ég stuðningsmaður þeirra en hef haft af því alveg stórkostlegar áhyggjur að þeir hreinlega lokuðu augunum fyrir því sem gengið hefur á, kenni um alþjóðakreppu o.s.frv.  Það gæti verið ávísun á að slíkt gerðist aftur.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er ekkert ofsagt hjá þér Dögg og hægt að taka undir hvert orð. Það er með hreinum ólíkindum hvernig þetta fólk fékk að vaða uppi í sinni græðgisvæðingu. Allt á kostnað almennra stofnfjáreigenda. Það er vonandi að það verði tekið í lurgina á þessu liði og allavega séð til þess að það verði gert skaðlaust fyrir framtíðina.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2009 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband