Leita í fréttum mbl.is

Sammála

Það er ekki hægt annað en að vera sammála hverju orði sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir um þessa vaxtalækkun. Ábyrgð peningastefnunefndar er mikil. Í henni sitja: Svein Harald Öygard seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðst.seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson yfirhagfræðingur Seðlabankans, Dr. Anne Sibert og dr. Gylfi Zoega. Þau tvö síðastnefndu eru tilnefnd af forsætisráðherra.

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands er birt yfirlýsing peningastefnunefndar. Þar segir m.a.:

Við upphaf vaxtalækkunarferlisins telur peningastefnunefndin rétt að fara varlega og haga vaxtabreytingum með hliðsjón af tíðu endurmati á stöðunni eftir því sem efnahagslegur stöðugleiki eykst. Í því ljósi hefur nefndin ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunarfundi 8. apríl næstkomandi.

Nefndin telur það varlega farið að lækka stýrivextina úr 18% í 17%. Flestir aðrir kalla þetta lækkun sem engu skiptir. Fyrir liggur að fráfarandi stjórn Seðlabankans hafði lagt til meiri lækkun stýrivaxta áður en hún fór frá. Það er umhugsunarefni.


mbl.is „Ótrúlega lítil lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, þetta er hárrétt hjá þér og maður verður að spyrja sig hvað vakir fyrir þessu fólki.

Hvers vegna er ekki vilji til að nota "hjartastuðtækið" til að koma aftur lífi í hagkerfið. Þenslan er búin: eftirspurn engin hvorki á vöru eða þjónustu, allt stefnir í gífurlegt atvinnuleysi.

Það eru engar forsendur lengur fyrir því að halda vöxtunum svona háum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.3.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem fyrri stórnendur bankans sögðu eftir að fyrir lá að þeir hyrfu af vettvangi er nú ekki mikilvægt í mínum huga. Það var löngu fyrirséð að verðbólga var í hraðri hjöðnun og þegar eftir bnakahrunið var það augljóst. Ég man ekki betur en að Villi Egils hafi marginnis bent á það sjálfur. Og hann fór ekki dult með vanþóknun sína á fyrri stjórn Seðlabankans.

Það var líka fyrirséð að hvaðeina sem þessi ríkisstjórn gerir og mun gera verður talið heimskulegt af sjálfstæðismönnum sem sakna nú mjög hins efnahagslega stöðugleika sem þeirra ríkisstjórn var svo stolt af. Og byggði upp á svo traustum grunni.

Og svo eru þeir víst ráðnir í að bjóða fram í næstu kosningum! Einhvern tímann hefðu þeim nú verið ráðlagt af skynsömu fólki að hafa hægt um sig og fara fjöruleiðina.

Árni Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband