Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt hjá Ragnheiði Elinu en...

Niðurstaðan í Suðurlandi er glæsilegur sigur hjá Ragnheiði Elínu. Kjósendur prófkjörsins kjósa hins vegar á ný Árna Johnsen og virðast búnir að steingleyma því að almennir kjósendur flokksins í kosningunum 2007 strikuðu hann út í þeim mæli að hann hrapaði niður um eitt sæti og minnstu munaði að hann hrapaði tvö ef ég man rétt.

Aldrei slíku vant er árangur kvenna í Suðurlandi góður þannig að í efstu fjórum sætunum eru þrjár konur og einn karl. Skemmtileg tilbreyting hjá Sjálfstæðisflokknum og greinilegt að sunnlendingar eru kvenlægari en t.d. Reykvíkingar. Sömuleiðis virðast kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa viljað sjá breytingar því tveir sitjandi þingmenn eru látnir víkja fyrir tveimur nýjum frambjóðendum.


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni er ykkur Sjálfstæðismönnum til sóma.  Berðu hans yfirsjónir við þær yfirsjónir (bókstaflega) sem síðar komu og þá hlýtur þú að vera sammála.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Því miður virðist sjálfstæðisflokkurinn enn og aftur hafna sínum konum ,því miður og þar er fremst meðal jafningja Gréta Ingþórsdóttir sem hefði sómt sér vel meðal hinna efstu en hlaut ekki náð fyrir augum gróinna íhaldsmanna og þannig mætti lengi telja.

Heldur er verið að keyra á þrautnotuðum og að sumu leiti útbrunnum og illa löskuðum köllum. Þetta á eftir að há íhaldinu í komandi kosningum.

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 15.3.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er gríðarlega ánægð með árangur Ragnheiðar og hefði viljað sjá Unni númer 2 frekar en þrjú. Ég er afskaplega óánægð með hlutfall suðurnesjamanna á listanum en þeir geta sjálfum sér um kennt enda léleg þáttaka í prófkjörinu þar. Ég spái enn meiri útstrikunum en í síðustu kosningum. Árni er duglegur og röskur karl en ég tel kjósendur sjálfstæðisflokksins vilja að hann hvíli sig þ.e. kjósendur utan Vestmannaeyja. Hefði líka viljað sjá betri árangur kvenna í flokknum annarstaðar. Við erum komin með gríðarflottar konur í pólítík sjálfstæðismanna og ættum að láta þær njóta sín betur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband