Leita í fréttum mbl.is

Lengi getur vont versnað

Það eru slæmar fréttir að bæði Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir hafi haft mikla fjármuni til ávöxtunar hjá Straumi. Óvíst er um afdrif þeirra fjármuna nú og hugsanlega eru þeir að hluta eða öllu leyti glataðir. Fer það eftir hvað tekst að gera úr eignum Straums.

Á sama tíma segja stjórnvöld að takmarkað sé hægt að gera fyrir íbúðaeigendur til að forða þeim frá gjaldþroti. Það fari svo illa með Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóð. Báðir tapi svo miklu við slíkar aðgerðir. Tapa þessir aðilar eitthvað minna við það að einstaklingarnir verði gjaldþrota?

Er ekki betra að grípa til aðgerða sem gera einstaklngunum kleift að borga eitthvað af lánum sínum en ekkert?
mbl.is Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Heyr heyr!

Þórður Björn Sigurðsson, 10.3.2009 kl. 08:34

2 identicon

Svona eru þið sjálfstæðismenn í ykkar fáránlegu peningasýki...

... notið opinberar stofnanir til að dæla pening í græðgisfyrirtæki fyrrverandi heimdellinga...

Hvernig ætlið þið að maka krókinn næst þegar þið komist til valda???

Það vantar örugglega ekki hugmyndirnar.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þarna kannski komin skýringin á þeirri tregðu sem verið hefur á aðgerðum til hjálpar heimilinum? Voru ekki bara peningarnir til þess allir í Straumi og nú eru þeir gufaðir upp?

P.S. Setjið x við L til að endurverkja lýðræðið!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 09:40

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég trúi ekki öðru en að menn fari að kveikja á nauðsyn þess að verja eigið fé landsmanna sem bundið er í fasteignum.  Annað væri að gera upp á milli sparnaðarforma.

Þórður Björn Sigurðsson, 10.3.2009 kl. 09:50

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er talsverð og sjálfstæðismenn víkjast ekki undan þeirri ábyrgð. En Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki borið ábyrgð á gjörðum eigenda bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn ber hins vegar sína ábyrgð á því að eftirlitið með bönkunum var ekki eins traust og menn héldu. Óskar og Jón. Bara smá ábending. Eftir því sem gífuryrðin verða meiri þeim mun minna mark tekur fólk á því sem maður segir. Þannig bara er það. Hófstilltari orð eru beittari, hvassari og áhrifameiri. Ókeypis ábending frá mér til ykkar - af því að ég sé að ykkur liggur mikið á hjarta og hafið sterkar skoðanir.

Dögg Pálsdóttir, 10.3.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þú ert svo orðljótur Óskar.

Dögg. Ég hef bent ykkur sjálfstæðismönnum á að stíga til hliðar, draga ykkur og flokk ykkar út úr kosningunum svo einhver vitrænn árangur náist í baráttunni við þennan vágest sem spilafíknin er. Það voruð þið sem hófuð þennan leik með Framsóknarflokknum, undan því getið þið engan veginn vikist. Þið afhentuð fársjúkum spilafíklum þjóðarauðinn eins og hann lagði sig og nú vil ég segja við þig aftur. Dragið ykkur í hlé í þetta sinn. Það verður nógu erfitt samt að sitja uppi með Framsóknarflokkinn verjandi sín óðul og Samfylkinguna klifandi á Evrum og Evrópu þó svo þið bætist ekki ofaná með ykkar erfðaskandala.

Þórbergur Torfason, 10.3.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt stjórnarskrá hefur forsetinn vald til að leggja bann við starfsemi tiltekins stjórnmálaflokks, t.d. ef sýnt þykir að hann styðji við ólöglega starfsemi eða tengist glæpasamtökum og ógni allssherjarreglu.

En það er líka langt síðan stjórnmálamenn hættu að bera virðingu fyrir því "plaggi"...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 391637

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband