Leita í fréttum mbl.is

Lokahnykkurinn

Ég veit ekki hvaða orð er best að nota yfir það að standa í prófkjöri. Sjálf hef ég haft tilhneigingu til að kalla þetta prófkjörsbaráttu. Við, sem í framboði erum, erum að berjast um hylli flokksbundinna kjósenda flokks okkar í prófkjörinu sjálfu, vonandi með sem drengilegustum hætti.

Lokahnykkurinn er framundan. Mér finnst gæta talsverðar þreytu hjá kjósendum. Það er greinilega mikið hringt blint í þá og á því eru þeir pirraðir. Auglýsingar eru greinilega minni en í síðasta prófkjöri, en samt nokkrar. Þær kosta og óvíst hverju þær skila. 

Ég hef áður sagt á þessum vettvangi að ég tel óforsvaranlegt að setja mikla fjármuni í þessa prófkjörsbaráttu. Það er greinilega mjög misjafnt hvað frambjóðendur, sem sækjast eftir sambærilegum árangri, eru að eyða miklu í þessu prófkjöri. Niðurstaðan í prófkjörinu verður því að einhverju leyti ákveðinn prófsteinn á það hvort samhengi sé milli fjárútláta og árangurs. Það eru líka verðmætar upplýsingar fyrir þá sem síðar hyggjast á prófkjör.

Það ánægjulegasta við þátttöku í prófkjöri eru samskiptin við flokksbundna sjálfstæðismenn. Þeir láta okkur frambjóðendur umbúðalaust heyra skoðanir sínar á stöðu mála og hvað þeim finnst um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuði og vikur. Í gærmorgun bauð ég til fundar stjórnum sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þar voru góð og hreinskiptin skoðanaskipti. Þetta tækifæri til að ræða við flokksmenn í Reykjavík er ómetanlegt.

Fyrir alla sem ætla í pólitík og vilja vera í pólitík er lífsnauðsynlegt að hlusta á þessar raddir og taka mark á þeim. Ekki einvörðungu rétt fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið.


mbl.is Fréttaskýring: Slagurinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband