Leita í fréttum mbl.is

Hræðilega ósanngjarnt

Ég árétta það sem ég bloggaði um þetta mál í gær. Þessar frádráttarreglur eru ósanngjarnar og bitna harðast á þeim sem fyrir mestu tjóni verða. Skoðun á umræðunni á Alþingi fyrir 10 árum síðan þegar þessi breyting var gerð sýnir að mikið var um þetta rætt ekki síst í ljósi þess að með þeim breytingum sem þá voru gerðar voru margfeldisstuðlar hækkaðir frá því sem var. Þeir höfðu verið hærri m.a. vegna þess að bætur almannatrygginga og lífeyrissjóða drógust ekki frá skaðabótagreiðslum.

Ég segi enn og aftur - vonandi næst um þetta mál sú þverpólitíska samstaða sem vísað er til í fréttinni þannig að lögin verði leiðrétt á yfirstandandi þingi.


mbl.is Börnin fá smánarbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi "blessaða" pólitík kemur víða við kauninn á fólki - svona aðgerð firnist væntanlega aldrei, ætla það sé bannað að velta fram þeim nöfnum sem stóðu að þessum gjörning árið 1999

Jón Snæbjörnsson, 8.3.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Jón.

Það er lítið mál að sjá það Jón. Heimasíða Alþingis varðveitir allar þessar upplýsingar.

Hér er linkur á atkvæðagreiðsluna um breytingatillögu þar sem lagt var til að frádráttarreglan yrði ekki að lögum. Sem sé minnihlutinn á þingi vildi fella út hina umdeildu mgr. 4. gr.: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=21190 Þeir sem segja já í atkvæðagreiðslunni vildu sem sé ekki láta lífeyrissjóð og almannatryggingar skerða. Þeir sem segja nei í atkvæðagreiðslunni vildu láta þessar greiðslur skerða.

Frumvarpið í heild - með þessu ósanngjarna ákvæði - var síðan samþykkt eins og hér kemur fram: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=21205 Með öllum greiddum atkvæðum. Þannig að þeir sem vildu ekki hið umdeilda ákvæði samþykktu engu að síður frumvarpið í heild sinni með hinu umdeilda ákvæði innanborðs. Andstaða þeirra var þegar upp var staðið ekki meiri en svo.

Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 8.3.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Dögg, þetta segir samt svo margt þe hvað mikið af málum eru keyrð í gegnum þingið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum -  "hörku" sölumennska á svo mjög ósanngjörnum málum - ég vona að í dag séum við ekki að kjósa okkur þingmenn (sölumenn) sambærilegs málflutnings

Jón Snæbjörnsson, 8.3.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391658

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband