Leita í fréttum mbl.is

Að axla ábyrgð .... þegar eitthvað fer úrskeiðis í læknismeðferð

Í Íslandi í dag var fjallað um málefni tveggja karlmanna sem létust fyrir aldur fram, hugsanlega vegna þess að eitthvað fór úrskeiðis í læknismeðferð þeirra.

Til mín hafa leitað fjölmargir sjúklingar eftir að eitthvað fór úrskeiðis í læknismeðferð þeirra. Meginreglan virðist sú að heilbrigðiskerfið gleymir að segja sjúklingum frá því að eitthvað hafi farið úrskeiðis eða segir svo óskýrt frá því að sjúklingurinn getur ekki almennilega skilið upplýsingarnar. Því síður virðist mikið um að sjúklingum í þessari stöðu sé sagt frá því að þeir eigi hugsanlega rétt á bótum úr svokallaðri sjúklingatryggingu, sem stofnuð var með lögum árið 2000. Með þeim lögum átti að auka og bæta réttarstöðu sjúklinga, til bóta, einmitt þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Ég tel að heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn þurfi að endurskoða frá grunni með hvaða hætti þeir gera sjúklingum grein fyrir þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það þarf að segja sjúklingum frá því, umbúðarlaust, útskýra hvað fór úrskeiðis og útskýra réttarstöðuna. Það þarf jafnvel stundum að biðja afsökunar. Mikið vantar á að upplýsingar séu nægilega greiðlega gefnar. Ég þekki engin dæmi þess að beðið sé afsökunar. 

Það hefur lengi legið fyrir að hér er alvarleg brotalöm í kerfinu. Samt gengur afar hægt að kippa þessu í liðinn. Bent hefur verið á að sérstakt starf umboðsmanns sjúklinga gæti skipt sköpum í málum af þessu tagi. Ég held að mikið sé til í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband