Leita í fréttum mbl.is

Hvenær ætla menn að skilja um hvað jafnrétti snýst?

Fram hefur komið að búið er að kjósa nýjan formann í bankastjórn Kaupþings. Kona valdist til formennskunnar og er það fagnaðarefni, ekki síst í ljósi þess að til formennsku í stjórnum hinna ríkisbankanna hafa valist karlar ef ég man rétt.

Í fréttum hefur einnig komið fram að í bankastjórn Kaupþings sitji nú einvörðungu konur. Sú frétt finnst mér merkileg, þó ég viðurkenni að ég fagna henni ekkert sérstaklega. Og tengist sú afstaða mín með engum hætti þeim ágætu konum sem þar hafa valist til setu.

Kannski má telja það ákveðinn áfanga í jafnréttisbaráttunni að það skuli teljast jafnsjálfsagt að skipa bankaráð þar sem einvörðungu sitja konur, eins og áður þótti sjálfsagt að skipa bankaráð þar sem einvörðungu sátu karlar. 

En jafnréttisbaráttan snýst ekki um það að eingöngu annað kynið sitji í nefndum, ráðum eða stjórnum. Með kröfum um jafnrétti er verið að fara fram á það að konur komi að málum til jafns við karlana. Í þriggja manna stjórn sé a.m.k. einn einstaklingur af öðru kyninu og þá tveir af hinu. Í fimm manna stjórn sé a.m.k. tveir af öðru kyninu og þrír af hinu o.s.frv. 

Mér finnst þessi samsetning bankastjórnar Kaupþings sýna að það er eins og menn ætli aldrei að skilja um hvað jafnréttisumræðan snýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Rétt og satt.

Jafnrétti snýst um að allir óháð kyni aldri og uppruna séu jafnir. Jafnir fyrir lögum og jafnir í framkvæmd. Á hvorn veginn sem er. 

Ég veit að það fer í taugar á mörgum að það skuli vera reglustrika á lofti til að mæla hlutina, en þess þarf, já stundum líka til að passa strákana okkar.  

Hver hefi trúað að þessi dagur kæmi, of margar konur í bankastjórn. Guð veit að það hefði mig aldrei grunað. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband