Leita í fréttum mbl.is

Skuggahliðar prófkjöranna

Það er erfitt að finna hentuga leið til að velja á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Prófkjör eða forval er sú leið sem mest hefur verið notuð síðustu árin. Gallinn við þá leið er sá að þar berjast samherjar, stundum af slíkri hörku að menn verða sárir í slagnum og þau sár gróa seint og stundum aldrei. Enda er ýmsum meðölum beitt í prófkjörsbaráttunni, misjafnlega vönduðum. Það þekkja allir af eigin raun, sem tekið hafa þátt í prófkjöri. Og það er langt frá því að vera sjálfgefið að val á lista gegnum prófkjör skili stjórnmálaflokkum lista sem er sigurstranglegastur þegar til kosningabaráttunar sjálfrar kemur.

Þegar tveir samherjar berjast um sama sætið ofarlega á lista í prófkjöri þá getur viðureignin ekki endað nema á einn veg. Annar fer með sigur af hólmi og hinn bíður lægri hlut. Það verður að treysta því að sú niðurstaða sé rétt þar sem það er niðurstaða í lýðræðislega prófkjöri. Fréttin hér sýnir glöggt verstu skuggahliðar prófkjöranna.

Samherjar eiga ekki að þurfa að berjast með þeim hætti sem prófkjörin bjóða upp á. Það þarf að finna betri leið til að velja frambjóðendur á lista. Kannski er einhvers konar persónukjör þvert á pólitíska flokkar, í kosningunum sjálfum, leið sem skoða þarf af meiri alvöru. 


mbl.is „Ekki erfiðasta prófkjörið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Algjörlega sammála og set reyndar stórt spurningarmerki við það hversu lýðræðisleg prófkjör eru.

Svala Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi prófkjör á vegum Sjalfstæðisflokksins eru aðeins fyrir þá sem eiga skítnóga peninga og geta nánast „keypt“ atkvæðin. Er það Sjálfstæðisflokknum til framdráttar að draga lýðræðið niður á svipað plan eins og var í Róm til forna? Þar var allt falt fyrir auðinn, láglaunalýðurinn var ánægður aðeins ef hann fengi brauð og auðvitað ókeypis skemmtun.

Þessi prófkjör eru sem opinn óútfylltur víxill á alls konar spillingu sem því miður hefur verið að grafa undir lýðræðinu. Þeir sem verða valdir og hafa eytt umtalsverðum fjárhæðum kappkosta yfirleitt að koma sér í feita aðstöðu á vegum flokksins þar sem unnt er að hala inn fyrir það sem fyrirhöfnin kostaði.

Þetta er eins gegn frummarkmiðum Sjálfstæðisflokksins að verja einstaklinginn gegn sálarlausum ríkisafskiptum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég tel að það þurfi að opna prófkjör Sjálfstæðisflokks enn frekar en nú er orðið - kosning innandyra þar sem harðir stuðningsmenn sem og aðrir ná ekki að skipta út þeim sem illa hafa staðið sig eða hafa nokkur áhrif innan flokksins - flokkurinn hefur farið langt til baka í því að nýta sér meðvitund hins almenna vinnandi manns þessa lands, í hinu venjulega lífi þar sem "skipstjórinn" stendur sig ekki víkur hann óbeðinn "idet mindste "

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sætin eru takmörkuð auðlind. Færri fá en vilja. Því mun aldrei verða hægt að koma í veg fyrir hjaðningavígin. Eina leiðin til að tryggja sér sæti verður alltaf að reyna að hafa áhrif á kjósendur - með einum eða öðrum hætti eins og Bessastaðabóndinn mundi orða það.

Sigurbjörn Sveinsson, 23.2.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband