Leita í fréttum mbl.is

Slynga samningamenn

Icesave málið er umhugsunarefni fyrir ýmissa hluta sakir. Margt bendir til að Íslendingar hafi verið þvingaðir, langt umfram skyldu, til að gefa vilyrði um ábyrgð á því máli. Ég hef þó skilið það svo að frá engu hafi verið gengið endanlega þannig að enn sé möguleiki á því lenda málinu með öðrum hætti en þeim að við og afkomendur okkar bara borgum þetta allt.

Í þessu máli tel ég það þjóðarnauðsyn að við fáum í lið með okkur slynga erlenda samningamenn, sem búa yfir mikilli reynslu af alþjóðlegum samningum af þessu tagi. Samningsaðilar okkar hafa þegar sýnt að þeir svífast einskis í viðleitni sinni til að ná sínu fram, með réttu eða röngu, sbr. það að þeir tóku aðstoð AGS við Ísland í gíslingu vegna þessa máls. Slíkri framkomu þarf af okkar hálfu að mæta fullri einurð og festu.


mbl.is Fráleitt að greiða vextina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband