Leita í fréttum mbl.is

Eftirlitsstofnanir brugðust

Það er greinilega víðar en hér sem fjármálaeftirlitið brást.  Eftirlitsstofnunum er ætlað að tryggja að starfsemi þeirra sem þær eiga að hafa eftirlit með sé í samræmi við lög og reglur. Eftirlitsstofnanir eiga að tryggja trúverðugleika þeirrar starfsemi sem þær eiga að hafa eftirlit með. Eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði er ætlað að gefa leikendum á þeim markaði, ekki síst fjárfestum, öryggi fyrir því að óhætt sé að fjárfesta í markaðnum.

Það er því afleitt þegar eftirlitsstofnanir bregðast og í ljós kemur að verra var að hafa þær vegna þess falska öryggis sem þær gáfu. Eitt af því sem þarf að meta í eftirleik hrunsins er af hverju fjármálaeftirlitið hér brást. Var regluverkið sem fjármálaeftirlitið starfaði eftir ónógt eða var það framkvæmdin á því sem mistókst svona gersamlega?

Við skulum ekki gleyma því að 14. ágúst 2008 birti FME á heimasíðu sinni frétt um það að íslensku bankarnir stæðust álagspróf stofnunarinnar. Þáverandi forstjóri FME sagði um niðurstöðuna: J"Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll. ..." 

Tæpum 8 vikum seinna voru þrír af fjórum íslensku viðskiptabankanna komnir í þrot.


mbl.is Segir breska fjármálaeftirlitið hafa brugðist gersamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 391660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband