Leita í fréttum mbl.is

Umhugsunarefni

Þessi dómur Hæstaréttar er umhugsunarefni m.a. fyrir þá sök að málið er dæmt af þremur dómurum og með þeim næst ekki samstaða um niðurstöðuna. 

Einn dómari, sem er settur hæstaréttardómari um þessar mundir, en er að öðru jöfnu prófessor í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands, vildi sýkna, þ.e. staðfesta héraðsdóm. Héraðsdómur var fjölskipaður, þrír lögfræðingar, þar af einn sem er landsþekktur kylfingur.

Niðurstaðan er því sú að í héraði töldu þrír dómarar að sýkna ætti vegna kröfu um viðurkenningar á bótaábyrgð. Í Hæstarétti er dómnum snúið við, tveir dómarar telja að bótaskyldu eigi að viðurkenna en einn vill staðfesta héraðsdóminn. Samtals eru því fjórir dómarar á því að enga bótaskyldu eigi að viðurkenna en tveir vilja viðurkenna bótaskylduna. Sú niðurstaða stendur.

Ég velti fyrir mér af hverju ekki var ákveðið að málið færi í fimm manna dóm í Hæstarétti til að tryggja að staða af þessu tagi kæmi ekki upp.


mbl.is Kylfingur bótaskyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Eru Ólafur Börkur og Jón Steinar ekki líka landsþekktir kylfingar?

Sigurður Haukur Gíslason, 14.2.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 391660

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband