Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin sópar ...

Það er ekki hægt að segja annað en að ný ríkisstjórn gangi hratt fram í sumum þeirra breytinga sem boðaðar voru. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig bankastjórn Seðlabankans bregst við tilmælum um að víkja áður en skipulagsbreytingar sem gera á, ganga í gildi. Það hefur tæpast farið fram hjá bankastjórn Seðlabankans að hún hefur, með réttu eða röngu, lítilla vinsælda notið og einskis trausts, meðal þjóðarinnar. Ákaft var kallað eftir því, svo vikum skipti, að bankastjórnin axlaði ábyrgð. Ekki sá bankastjórnin ástæðu til að bregðast við því kalli, t.d. með því að hafa frumkvæði að því að víkja. Þvert á móti varð þráseta bankastjórnarinnar meðal þess sem átti hvað stærstan þátt í að fella ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Í ljósi þess sem á undan er gengið er engin ástæða til að ætla annað að bankastjórnin geri þjóðinni eins dýrt og mögulegt er að hún víki og nýti sér til hins ýtrasta allan þann rétt sem hún telur sig eiga í því efni.

Viðbót:

Það er oft gott að rifja upp söguna ...


mbl.is Jóhanna og Davíð ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband