Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Besta heilbrigðiskerfi í heimi?
Viðtalið við Atla í Morgunblaðinu í dag er í senn áhrifamikið og ógnvekjandi. Hann lýsir þrautagöngu milli lækna sem aldrei fundu skýringar á verkjum hans. Hann lýsir því að þegar betur var að gáð sást krabbameinsæxlið á mynd, en mönnum yfirsást það, á þeim tíma sem myndin var skoðuð.
Á hátíðarstundum státum við okkur af því að vera með besa heilbrigðiskerfi í heimi. Við eigum gott heilbrigðiskerfi og vel menntaða heilbrigðisstarfsmenn. En kerfið er langt frá því að vera fullkomið, enda eru engin kerfi fullkomin. í kerfinu er ákveðin tilhneiging til að hlusta ekki nægilega vel á sjúklinga.
Sem lögmaður fæ ég oft til mín sjúklinga sem lent hafa í hremmingum í samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið. Þeir velta fyrir sér hvort þeir eigi einhvern bótarétt. Það er ótrúlegur samhljómur í meginkvörtunum þeirra sjúklinga sem til mín leita: Þeir upplifðu samskipti sín og heilbrigðiskerfisins þannig að á þá væri ekki nægilega hlustað og það sem ennþá verra var. Þeir upplifðu það svo að við þá væri ekki talað, sérstaklega eftir að ljóst var að eitthvað hafði farið úrskeiðis í meðferðinni.
Oftar en ekki kemur í ljós að sjúklingunum var ekki einu sinni gerð grein fyrir því hvaða leiðir þeir ættu gagnvart bótum. Settum við þó lög árið 2000 um sjúklingatryggingu gagngert til að auðvelda sjúklingum að sækja bætur, ef meðferð fer úrskeiðis umfram það sem vænta mátti og umfram það sem sanngjarnt er að sjúklingur beri bótalaust. Það er gott að heyra að reynsla Atla hefur leitt af sér breytt samskipti meðal heilbrigðisstarfsmanna. Vonandi leiðir hún líka af sér breytt samskipti heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga.
Atli á miklar þakkir skildar fyrir að skýra opinberlega frá reynslu sinni með þeim hætti sem hann gerir í þessu viðtali. Hann er sönn hetja.Martröð varð að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 392216
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Málið í hnotskurn er samskiptaleysi innan þessa kerfis. það vantar að þegar sá læknir sem leitað er til finnur ekki meinið, að sá sami læknir leiti til annars félaga og svo koll af kolli þar til lausn er fundin, og að þeir beri saman bækur sínar í teymi. Það er gríðarlega erfitt fyrir fólk sem er veikt og ekkert finnst að því að hlaupa svona á milli, það fer smá saman að fá það á tilfinninguna að það sé hreinlega bilað á geði, og ósjálfrátt verða lýsingar á því sem að er, ekki eins nákvæmar. Það eru læknarnir sem þurfa að tala sín á milli auk sjúklings en ekki senda hann bara frá einum stað til annars. Það þarf að setja á stofn greiningar deild þar sem starfi þverskurður af sérfræðingunum í þessum geira sem hafa það hlutverk að finna vandamálið. Það er ekki nóg að þeir séu til að öllum deildum spítalanna, þá fer allur þeirra tími í að hlaupa á milli deilda og trúðið mér, að það er gígantískur tími sem fer í það, sem ég held að þeir sjálfir geri sér ekki einu sinni grein fyrir. Prófið bara að elta lækna í tæpan dag og sjáið afksöstin, það er ég búin að gera, en það er nú annað mál.
Fyrirgefðu Drofn ..... ég ætlaði ekki að halda ræðu hér á bloggi þínu, en þessi mál eru mér mjög hugleikin, og í miklu lamasessi gagnvart viðringu fyrir sjúklingum, og tíma þeirra.
(IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 10:44
Ekkert kerfi er gallalaust og á það við um heilbrigðiskerfi okkar jafnt sem önnur mannanna verk. Hins vegar er íslenska heilbrigðiskerfið með þeim albestu í heimi þegar metið er á þá mælikvarða, sem eru alþjóðlega samþykktir, en þeir eru helstir ungbarnadauði og almennt langlífi. Hér á landi er hið fyrrnefnda lægra en í nokkru öðru landi og hið síðarnefnda hærra en í flestum öðrum löndum. Þessi gæðastimpill verður ekki af okkur tekinn þó svo að mörg dæmi megi finna um mistök og jafnvel vanrækslu og er hið sorglega dæmi Atla í hópi þeirra. En ég hef sjálfur upplifað það að vera veikur og njóta þess að margir læknar höfðu samráð um mitt tilfelli, sem vafalaust hefur leitt af sér þann bata sem ég hef fengið þó að hann sé ekki fullur.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:03
Sæl Dögg.
Já. Þetta er skelfileg saga, og sjálfur þekki ég af eigin reynslu svona sláandi viðbrögð lækna. Það er eins og persónuleikinn hverfi og allt það manneskjulega hverfi.
Tek það fram að þetta á ekki við alla lækna og er ekki alhæfing!
kv.
Sveinn Hjörtur , 1.2.2009 kl. 11:08
Ég fór á LSÍ um daginn vegna hjartaverkja sem leiddu út í vinstri hendi. Þau settu á mig tæki sem mældi hjartsláttinn, og viti menn, hjartað sló. Ég sagði þeim að ég fyndi fyrir mikilli spennu í líkamanum, og þau mældu yfirborðsleiðni húðarinnar. Sú mæling sýndi að spennan var eðlileg. Þá gátu þau ekki gert meira fyrir mig. Ég er enn með þennan verk, en ég á tíma hjá geðlækni í næstu viku.
Ég fékk ristilbólgur fyrir 18 árum síðan, fór á milli nokkurra lækna og fékk greininguna Colitis Ulcerosa og meðferð við því. Fyrir 3 árum hitti ég svo loksins einn lækni sem skoðaði mig almennilega. Hann komst að því að ég væri með Chron's sjúkdóm. Á síðasta ári sótti læknir um lyf fyrir þessu sem heitir Humira. En þetta er víst dýrt lyf, og ég hef nokkrum sinnum hringt í lækninn en ekkert gerist.
Getur verið að áherslurnar í heilbrigðiskerfinu hérna séu svolíitið skakkar? Peningarnir fara í að borga læknunum laun, en ekki til að berjast við sjúkdóma. Maður hefur á tilfinningunni hér á landi að maður eigi bara skilið að vera veikur.
Er ekki rétt skilið hjá mér að sífellt sé verið að loka deildum á spítölum vegna fjárskorts, en svo á að fara að moka peningum í að byggja hátæknispítala... hvernig væri að borga frekar starfsfólki spítalanna sem eru nú þegar í rekstri almennileg laun svo þau geti sinnt starfi sínu af alúð?
En hvað veit ég, hálf geðveikur maðurinn. Ég kallaði þetta víst yfir sjálfan mig með því að skófla í mig öllum þessum aukaefnum sem er dælt í matvælin okkar. S.k. E efni. Var ekki pilla sem kölluð var Helsæla í gangi hérna fyrir einhverjum árum. Það er kannski það sem átt er við með þessum E efnum í matvælum, Helsjúkur.
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:57
Sigurlaug inga Geirsdóttir er með góða lýsingu á því hvernig fólk upplifir þetta kerfi og sig sjálft þegar það leitar lækninga.
Held einfaldlega að það geri sér ekki margir fyrir því, nema lenda sjálfir í því að veikjast.
ragna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:22
þakka þér greinagóðann pistil, Dögg!
Við erum mjög mörg sem orðið höfum fyrir því sem þú lýsir og fram kemur í athugasemdum hér. Hef ekki fleiri orð um ósköpin nú. - það yrði/verður heil bók!
Hlédís, 1.2.2009 kl. 12:22
Árni, þetta með launin er ef til vill rétt.
Það að læknar fái marga tugi þúsunda í tímakaup fyrir stofuvinnuna er bara óeðlilegt og aldrei minnst á það í kjarabaráttunni, heldur eingöngu sjúkrahúsavinnan tekin fram þar.
ragna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:25
Jáhh.. við höfum besta heilbrigðiskerfi í heimi... þangað til við veikjumst.
ThoR-E, 1.2.2009 kl. 12:52
Ace: já þetta er upplifun margra sem veikjast hérna. Við erum með gott kerfi þegar kemur að beinbrotum og opnum sárum. En ef það liggur dýpra virðist sem við eigum engin meðul.
Sjáið bara formenn flokkanna sem hafa verið að dásama þetta kerfi, hvert leita þeir sinna lækninga núna? Til útlanda, á kostnað okkar "skrílsins".
Árni Sveinn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:11
Þessi viðbrögð læknanna eiga ekki upptök sín heilbrigðiskerfinu sem slíku, kerfi sem stjórnvöld koma á, heldur í hugsunarhætti og hefðum læknastéttarinnar sem alþjóðlegs kennivalds og er afar gamalt þó á því verði hægfara breytingar. Ég stóð eini sinni í 8 ára málaferlum við heilbrigðiskerfið, ekki vegna mistaka, heldur vegna réttinda sjúklinga og kynntist þessum hugsunarhætti ansi vel. Ég vann náttúrlega málið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 17:52
NB. Ungbarnadauði og langlífi er ekki endilega mælikvarði á gæði heilbrigðiskerfis, hvað svo sem alþjóðlegir staðlar segja, heldur alveg eins almennar félagslegar aðstæður og lífskjör. Einkum langlífið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2009 kl. 17:56
Góður pistill hjá þér Dögg. Það hafa alltof margir lent í því hér að fá ranga sjúkdómsgreiningu og fleira. Það er ekki hlustað á sjúklinga hér, hér vantar algjörlega tengilið milli sjúklings og læknis eins og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Ef læknir finnur ekki hvað er að hrjá sjúklinginn sendir hann hann bara heim, dettur ekki í hug að benda honum áfram. Það vantar algjörlega einn svona Dr.House hingað til lands, lækni sem nennir að vinna vinnuna sína vel og gefst ekki upp þótt svörin liggi ekki fyrir í fyrstu atrennu. Hef eigin reynslu af þessu heilbrigðiskerfi sem er langt frá því að vera "það besta í heimi". Veit ekki hver kom með þá vitlausu kenningu, sjálfsagt einhver læknir!
Anna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.