Leita í fréttum mbl.is

Slegið á væntingar?

VG hafa talað með þeim hætti frá bankahruninu að auðvitað heldur þjóðin, eða a.m.k. sá hluti hennar sem vildi stjórnarskipti, að þeir komi öllu í lag á örskotstíma. Líkurnar á því eru nánast engar enda liðlega 80 dagar mjög stuttur tími og skiptir þá ekki máli hvaða stjórnmálaflokkar fara með stjórnartaumana. Ég skil því vel að formaður VG og verðandi fjármálaráðherra hafi áhyggjur af því að ómögulegt verði að standa undir öllum væntingunum og tali þess vegna með þeim hætti sem hann gerir í þessari frétt. 

Formaður VG lofar engum kraftaverkum en skammaði fráfarandi ríkisstjórn látlaust fyrir að gera ekki fleiri kraftaverk. Ég hygg að sagan muni dæma það svo að það hafi verið kraftaverk hjá fráfarandi ríkisstjórn að bankarnir skyldu ekki loka svo mikið sem einn dag í hruninu. En það er líka algerlega ljóst að margt, mjög margt, hefði fráfarandi stjórn getað gert betur og hefði átt að gera betur. Skortur á upplýsingum til almennings, um það sem þó var verið að gera, stendur þar uppúr. Vonandi tekst nýrri ríkisstjórn betur á því sviði. Upplýsingar slá á óöryggi fólks og eru grundvallaratriði við núverandi kringumstæður.

Þjóðarinnar vegna vona ég að nýrri ríkisstjórn vegni vel. Ég hef þó takmarkaða trú á að stjórnin reynist sú kraftaverkastjórn sem margir eru að vona. Allt kemur þetta í ljós.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að þjóðin geri sér fulla grein fyrir því að ástandið mun ekki lagast á næstu 83 dögum...Það sem ég sé jákvætt við skiptin er að nú eru menn greinilega sammála um í hvaða átt þau ætla, hafa sett upp plan, með hjálp Framsóknarmanna, sem þrátt fyrir allt komu reglu á þessa stjórnarmyndun. Ef þeir hefðu ekki komið til, þá væru vissir hlutir ekki jafn vel ræddir og það hefði gerst það sama og með gömlu ríkisstjórnina, ósamræmi og ágreiningur, eins og Geir H.Haarde nefndi eftir að ríkisstjórnin baðst lausnar.

Í sambandi við þessi svokölluðu kraftaverk, held ég að fólkið í landinu hafi fyrst og fremst vijað koma þeim frá sem komu okkur í þessa stöðu, sama hverjir tækju við, þótt það væri augljóst hvaða flokkur / flokkar færu í samstarf. Því þrátt fyrir allt hafa VG ekki fengið tækifæri ennþá í ríkisstjórn og fyrst þeir

eru í þessarri stöðu núna held ég að þeir munu leggja sig alla fram, eins og sjálfsagt allir aðrir hefðu gert. Munurinn á þeim og fyrrverandi ríkisstjórn er nákvæmlega þannig að ríkisstjórnin fékk sitt tækifæri og klúðraði því "bigtime". VG vilja ekki klúðra ennþá meira en hefur verið gert hingað til, því það bitnar aðeins á flokknum sjálfum, eins og Sjálfstæðismenn og Samfylking hafa fengið að kynnast. Ég er kannski ekki mikið inni í pólitík, en bara það að vita af því að þessi flokkur fái sitt tækifæri, þá held ég að þeir muni standa sig, og ég treysti þeim fullkomlega til að veita upplýsingar og gera sitt besta.

Eyþór (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband