Leita í fréttum mbl.is

Röðin komin að Landsbankanum

Eitthvað hljómar þetta allt sérkennilegt. Verkefnum rannsóknarnefndar Alþingis og hugsanlega sérstaks saksóknara fækkar ekki eftir því sem fréttum úr bönkunum fjölgar. Skrýtnar fréttir hafa verið að leka úr Kaupþingi. Nú er greinilega röðin komin að fréttum úr Landsbankanum.
mbl.is Vistuðu hlutabréf í Panama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eignarhald á Morgunblaðinu skýrir að einhverju leyti þann þagnarmúr sem umlukið hefur Landsbankann, en skýrir auðvitað minna varðandi aðra fjölmiðla og umfjöllun þeirra.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:38

2 identicon

Já siðleysið er mikið, en bíðið bara, aðala bomban úr LB gamla.... peningaþvættið sem á að vera ástæðan fyrir hryðjuverkalagasetningunni hjá bretunum. Það sem Dabbi segist vita, en ber fyrir sig bankaleynd, en lekur samt út á götubylgjuna!

albert (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Maelstrom

Peningaþvætti?  Hvaðan kemur sú ásökun? 

Þessi gjörningur er aftur á móti tilkynningaskyldur sem innherjaviðskipti.  Þarna er eignarhaldsfélag að kaupa fyrir stjórnendur bankans og aldrei send tilkynning til Kauphallar. 

Þeir selja síðan í júní 2007, þegar hlutabréfamarkaðurinn toppar, og ekkert tilkynnt.  Ekki bara siðlaust heldur ólöglegt.

Maelstrom, 29.1.2009 kl. 11:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er raunalegt hversu mjög þessi hræðilegi sjúkdómur hefur náð að breiðast út í hópi þess fólks sem treyst var fyrir fjármunum þjóðar og þegna. Ég nefni þetta sjúkdóm vegna þess að mér sýnist að þarna hafi verið um að ræða fíkn sem jafna má við alkahólisma og spilafíkn svo eitthvað sé nefnt af mörgum birtingarmyndum.

Það er alþekkt að í sýktu umhverfi þarf sterkar varnir og þarna virðist það vera að sannast. Eiginlega hefði mér nú þótt einn banki nægja en óttaðist að það væri ekki raunhæft að trúa því. Þetta er meira en raunalegt; það er blátt áfram skelfilegt! 

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 11:17

5 identicon

Það hefur loðað við Björgúlfana að hafa verið að þvetta peninga fyrir rússa mafíuna í mörg ár

Það er mjðg algeng "saga" á götunu að þetta sé aðal ástæðan fyrir hryðjuverkalögunum frá bretunumþ

Það myndi skýra það af hverju þeir beittu þeim, því það ER heimilt samkv þeim lögum að beita þeim til að stöðva peningaþvætti.

og sennilegasta skýringin af hverju íslensk stjórnvöld geta ekkert gert út af því.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband