Leita í fréttum mbl.is

Aðdáunarvert framtak

Þetta framtak Bylgjunnar og þeirra sem hugmyndina áttu var tær snilld. Það er sérlega ánægjulegt að framtakið sé að vekja jafn mikla athygli og raun ber vitni í Bretlandi. Okkur veitir ekki af, eftir alla neikvæðu umræðuna um Ísland, að fjallað sé um Íslendinga með jákvæðum og góðum hætti. Svo er auðvitað sérlega skemmtilegt að leggja öldruðum Bretum lið með þessum hætti eftir framgöngu forsætisráðherra þeirra gagnvart okkur sl. haust. Hinn almenni Breti getur hins vegar ekki að því gert hvernig forsætisráðherra þeirra kaus að haga sér. Með framtakinu sýnum við hug okkar til Breta í verki. Það er hrikalegt að sjá að frá desember 2007 til mars 2008, á fjögurra mánaða tímabili, hafi um 25.000 eldri borgarar dáið úr kulda í Bretlandi. Ótrúlegt. Íslenskar ullarflíkur eiga eftir að hlýja öldruðum Bretum. Það er sérstakt fagnaðarefni.
mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já þetta var notalegt framtak og hefur að sögn vakið mikla athygli í Bretlandi. En stundum eru það þessir smáu hlutir í lífinu sem skipta meira máli en mann grunar.

Finnur Bárðarson, 27.1.2009 kl. 11:14

2 identicon

Þó að vissulega sé þetta lofsvert framtak þá hefði ég nú heldur viljað sjá þessar ullarpeysur fara á Gaza svæðið. Þar eiga þúsundir um sárt að binda eftir ógeðfelda innrás Ísraels inná svæðið. Hundruðir munaðarleysingja og stórslasað fólks bíður örvæntingarfullt eftir aðstoð heimsins. Þarna svelta börn og fullorðnir heilu hungri, ekki er ferskt vatn að fá og spítalar eiga fullt í fangi með að fá lyf og áhöld til lækninga.

Ég verð að segja að ég hefði frekar viljað sjá þennan gám fara til Gaza en til bresku ellilífeyrisþeganna.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:55

3 identicon

Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim og gefur bretum fyllilega til kynna að þó að við séum í efnahagslegum erfiðleikum látum við gamla fólkið okkar þó ekki deyja úr kulda.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 391631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband