Leita í fréttum mbl.is

En þjóðin virðist vilja ...

Þetta er örugglega rétt hjá forsætisráðherra. Það er ábyrgðarleysi að kjósa við núverandi aðstæður. En þjóðin virðist vilja kosningar samt. Og verður þjóðin ekki bara að fá það sem hún vill? Þjóðin er að undirgangast þungar byrðar vegna þess sem gerst hefur. Ótímabærar kosningar munu hugsanlega auka það sem axla þarf ábyrgð á af hálfu þjóðarinnar. Ég held að þjóðin sé nægilega skynsöm að átta sig á þessu. Kannski finnst þjóðinni einfaldlega að það sé lítil viðbót að bera?

Það eru takmörk fyrir því hvað stjórnmálamenn geta gengið langt í því að hafa vit fyrir þjóðinni. Að þeim mörkum er nú komið að minni hyggju. Nú verða stjórnmálamenn að svara kallinu og leyfa þjóðinni að kjósa. Jafnvel þótt sumum okkar finnist í því engin skynsemi. Hefur þjóðin ekki leyfi til að taka óskynsamlegar ákvarðanir? Nóg af þeim hafa aðrir tekið á síðustu mánuðum og misserum.


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég verð að segja það, Dögg, að sem íhaldsvaraþingmanni tekst þér stundum að koma mér á óvart. Ég er svo sem ekki endilega sammála forsendunum þínum en niðurstaðan er hins vegar skynsamleg. Er einhver möguleiki á að þú getir smitað fleiri íhaldsmenn af skynsemi?

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Ólafur Als

Það er í raun átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi ríkisstjórnarinnar þessa dagana. Manni virðist sem þeim séu allar bjargir bannaðir - það sem hefði getað gefið yfirvöldum nokkurn umþóttunartíma; uppstokkun í ríkisstjórn og endurmönnun í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti, myndi í besta falli fresti því nú um stuttan tíma. Eftir Kastljós í kvöld hefur maður á tilfinningunni að ríkisstjórnin sitji í fílabeinsturni.

Það er miður, því vont er til þess að vita að ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum telji sig ómissandi. Þeir hafa verið vankaðir of lengi, þykir mér. Nú ríður á að virkja þær hugsjónir sem standa að baki Sjálfstæðisflokknum en ekki að halda í mennina, sem telja sig svona ómissandi. Við þurfum að stíga til hliðar nú um skeið og safna vopnum okkar og benda á leiðir út úr vandanum - ekki að halda í völdin, af því að við höldum okkur ein fær um að stjórna. Slíkt veit aldrei á gott.

Ólafur Als, 21.1.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki er komin í gang undirskriftasöfnun, þar sem fólki er gefinn kostur á að segja hug sinn til kosninga. Ekkert liggur fyrir um vilja þjóðarinnar, nema mótmæli hóps manna, sem vissulega er stór en samt varla nógu stór til að nefnast þjóðin. Ingibjörg Sólrún hafði einu sinni rétt fyrir sér þegar hún benti á, að þótt Háskólabíó sé stórt hús þá rúmi það varla alla þjóðina.

Vinstri Grænir heimta kosningar, en samt hafa þeir ekki rænu á að ræða við Samfylkingu og Framsókn, um að knýja kosningar fram. Steingrímur sagði nýjan formann Framsóknar hafa komið að máli við sig, en sjálfur hefur hann ekkert frumkvæði. Þessi maður sem ekki veit hvað frumkvæði í pólitík er, ætlar samt að knýja fram kosningar. Ekki virðist VG vera sá frelsari sem þjóðin býður eftir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 21:20

4 identicon

Við undirrituð viljum kjósa til Alþingis
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Sjá

http://kjosa.is/

6603 undirskriftir

Jón (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:42

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þá landið stjórnlaust í nokkrar vikur eða mánuði í hvert sinn sem kosið er?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður sá að Steingrímur vorkenndi Geir sem var greinilega ekki með sjálfum sér. Skynsömum  mönnum í Samfylkingunni hugnast betur skipulagt undanhald en ráðleysislegur flótti sem verður hlutskipti Geirs.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Einhvern veginn tekst Bandaríkjamönnum, í miðri kreppu, að skipta um forseta, ráðherra og yfirstjórn í allri stjórnsýslunni.

Það hefur aukið bandaríkjamönnum bjartsýni og blásið þeim von í brjóst í því ástandi sem þar ríkir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 00:45

8 identicon

Við undirrituð viljum kjósa til Alþingis
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Sjá

http://kjosa.is/

8053 undirskriftir
 

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband