Leita í fréttum mbl.is

Starf á fullri ferð

Mér finnst gott að heyra að rannsóknarnefnd Alþingis er komin á fulla ferð í störfum sínum. Nefndarmenn átta sig greinilega á því að miklar væntingar eru gerðar til starfa nefndarinnar og að því sé treyst að hún dragi sannleikann fram, hvað gerðist, hvað fór úrskeiðis, var eitthvað gert sem ekki átti að gera, var eitthvað ekki gert, sem hefði átt að gera, o.s.frv.

Nefndinni er markaður tímarammi en vonandi mun hún kaflaskipta vinnu sinni þannig að ekki þurfi að bíða nánast allt þetta ár eftir árangri af starfi hennar.


mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauðsyn ber til þess að hægt sé að skjóta niðurstöðu Alþingisnefndarinnar til yfirmats, til þess að niðurstöður hennar njóti trúverðugleika á alþjóðavísu.

 

Slík nefnd væri mönnuð erlendum sérfræðingum frá háskólum og atvinnulífi. Við þurfum nefnilega að vinna okkur traust á alþjóðamarkaði.

 

Það er brýnt að fá alþjóðlegan gæðastaðal á verkið.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:24

2 identicon

Já það er aldeilis hraðinn hjá Ríkistjórninni í þessum málum. Það tók marga mánuði að bara að byrja á þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir þrennu.

1. Spillingu. (Flokkaráðningar í störf og fjármálahneiksli)

2. Lélegu eftirliti

3. Hægum viðbrögðum við neiðarástandi.

Guð minn góður hvað hægt er að rembast við að umorða hlutina öðruvísi en það sem blasir við öllum og er augljóst. Ég veit að þú ert flokksbundinn en fyrr má nú aldeilis vera.

Már. (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Mér er létt yfir því að sjá þessa nefnd loks taka til starfa. Þetta er sómafólk sýnist mér sem skipar nefndina og fyrstu skrefin lofa góðu.

Vonandi veit þetta á gott.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Már, það er óþarfi að snúa úr orðum mínum. Ég hef á bloggi í haust gagnrýnt seinagang í að koma þessu starfi af stað. Ég er algerlega sammála um að þessi nefnd hefði þurft að vera skipuð miklu, miklu fyrr. En hún var loksins skipuð um áramót og núna réttri viku er hún komin á fulla ferð. Það er ég að skrifa um. Og því var ég að fagna. Ekki seinaganginum í allt haust.

Dögg Pálsdóttir, 10.1.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 391673

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband