Leita í fréttum mbl.is

Skynsamlegar tillögur

Það liggur í augum uppi að stokka þarf upp kerfið í heilbrigðismálum eins og í fleiru. Í allri þjónustu sem ríkið veitir þarf að vera öruggt að allir fjármunir séu nýttir sem best þannig að hámarksþjónusta fáist fyrir hverja krónu. Þetta verður ekki gert nema með sameiningu stofnana, tilfærslu verkefna og hugsanlega með fækkun starfsmanna sem á þessu sviði vinna. Mér sýnast þær tillögur sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í dag allar athygli verðar og í fljótu bragði um margt skynsamlegar.

Mér sýnist heilbrigðisráðherra sýna áræði, kjark og þor með þessum tillögum. Það liggur í augum uppi, og er þegar komi fram í öðrum fréttum á mbl.is, að tillögur af þessu tagi eru ekki til vinsælda líklegar, a.m.k. ekki í bráð.


mbl.is Hagræðing um 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.

Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.

Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst.

Það skal tekið fram að þessar breytingar fóru fram og tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. 

Guðlaugur er vissulega kjarkmikill og verður líka að vera það, en tillögurnar lofa góðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 17:53

2 identicon

Er ekki alveg í lagi með þig ?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei staðið fyrir skynsamleika.

Vinsamlegast farið frá áður enn þið leggjið landið alveg í rúst.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:01

3 identicon

Og finnst þér það skynsamlegt að láta Alzheimersjúklinga og há aldraða líða eins og sauðfé á leið til slátrunar?

Gerir þér grein fyrir alvarleika þess sem það er að raska ró Alzheimersjúklinga, fólk sem má varla við svo littlum sem engum breytingum. Hvað heldurðu að þetta vesalings fólk verði lengi að jafna sig á þessum fluttningum?  

Hvað er skynsamlegt við það að loka stofnun eins og st.Jósefsspítala sem hefur staðið í stöðugum rekstri í 80 ár og nýbúið að opna þar skurðstofu ?

Hvað er skynnsamlegt að beina sjúklingum langar vegalengdir til keflavíkur ?

Hvað er skynsamlegt við það að segja upp starfsfólki og segja svo við það þegar allt hagkerfið er í molum, ja þið getið bara flutt til keflavíkur eða keyrt þangað ?

Hvað er skynsamlegt við það að beina sjúklingum á Landspítalann, þar sem allir gangar eru yfirfullir af sjúkrarúmum beggja megin vegna plássleysis á stofum ?

Og hvað er skynsamlegt að beina auknum fjölda sjúklinga á Landsspítalann þar sem fjárhagur þess spítala er svoleiðis í molum að hann getur ekki greitt mannsæmandi laun til hjúkrunnarfræðinga eftir 4 ára Háskólanám? Og að auki vegna fjáskorts getur hann ekki sinnt  sjúklingum sem skildi vegna skorts á starfsfólki ?

Hversu feitan díl var Róbert Weissmann að gera við ykkur sjáfstæðismenn/konur?

 Eitt er víst að þið í sjálfstæðisflokknum kunnið að slátra fé (og þá á ég ekki við um sauðfé) það er klárt mál.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 391669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband