Leita í fréttum mbl.is

Mótmælendur eyðileggja

Á skjánum var að birtast að Kryddsíldinni sé lokið vegna skemmdarverka mótmælenda á tækjabúnaði Stöðvar 2. Hvað halda mótmælendur að ávinnist með þessu? Stór hluti þjóðarinnar ætlaði að horfa a Stöð 2 - Kryddsíldina - til að sjá og heyra hvað forystumenn stjórnmálaflokkanna hefðu að segja um þetta ár. Af nógu er að taka og margt sem þjóðin vill heyra meira um. Hefði ekki verið nær að láta forsætisráðherra og þessa forystumenn stjórnmálaflokkanna standa fyrir máli sínu frammi fyrir þjóðinni þennan síðasta dag ársins? Hver er ávinningurinn af því að stöðva þessa útsendingu? Ég efast um að þjóðin sé sátt við að mótmælendur hafa nú eyðilagt Kryddsíldina 2008 fyrir henni. Og ég efast um að þjóðin telji þessi mótmæli höfð frammi í hennar nafni.
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Já þetta fólk er eitthvað bilað að nenna þessu

Hvað eru þeir búnir að gera og hjálpa okkur með þessum mótmælum ?

Ari Jósepsson, 31.12.2008 kl. 15:40

2 identicon

Sæl Dögg. Ég verð að segja að ef það sem búið var af Kryddsíldinni þá var farið að slá í hana. Til hvers að ræða hverjir voru að gera hvað í einkavinavæðingu og annað er ekki það sem við þurfum núna. Við þurfum að vita hvert á að stefna og hvernig. Hvað á að gera á næstu dögum og vikum? Þjóðina vantar svör og hvatningu frá ráðamönnum. Ekki upprifjun. Þessir mótmælendur eru hluti af þjóðinni sem alin var upp af okkur sem höfum verið í græðgisvæðingunni! Vonandi fara þeir semeiga að stjórna þessu landi að koma fram af heiðarleika og þá fer að ganga betur. Með nýárskveðjum til allrar þjóðarinnar. Sigríður Dóra.

Sigríður D. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Neddi

Hefðu við orðið einhvers vísari þó að stjórnmálamennirnir hefðu fengið að tala í hringi eina ferðina enn. Þetta lið (skríll) hefur fengið ótal tækifæri til að tala hreint út, eins og t.d. á borgarafundinum í Háskólabíói, en hefur enn ekki sagt neitt af viti.

Ég er því ekki viss um að það hefði neitt breyst í dag.

Neddi, 31.12.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæl Dögg. Ég er þjóðin, amk táknrænt eins og Solla stirða. Ég styð mótmælin og mótmæli ofbeldi lögreglunnar.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband