Leita í fréttum mbl.is

Eru eignaspjöll friðsamleg mótmæli?

Fram hefur komið að útsendingabúnaður frá Stöð 2 var eyðilagður. Síðan hvenær eru eignaspjöll friðsamleg mótmæli?  


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er piparúði á fólk sem situr á rassinum og syngur - friðsamleg mótmæli?

Þór Jóhannesson, 31.12.2008 kl. 21:49

2 identicon

Þór, ef þú skoðar myndbönd frá mótmælunum þá serðu að mótmælendur (fíflin sem urðu þjóðinni til skammar) sitja EKKI á rassinum!

Gísli Einars. (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 09:21

3 identicon

Ég vona að mér afsakist ef ég leifi mér að benda á að fáskiptin úrlausnaþurrð sú sem heltekur skipstjórnarfólk íslensku skútunnar og svarafæð við þeim vanda að stór hluti þjóðarinnar er á leið á kaldann klaka sökum mismununar á virðismati skulda annarsvegar og vinnuverðmæta hinsvegar. Þessir óróaseggir lifa sumir beint við óttann að missa allt sitt og margir aðrir eru börn foreldra sem eiga sömu örlög í vændum. Það er sanngjörn reiði í gangi. Reiði gegn þeim sem stýrt hafa inn í þetta fen.  

Jon Arni Sveinsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæl Dögg, bestu kveðjur og gleðilegt ár.

Ég var þarna við myndatökur og ótrúlega sé ég margt rangfært, ýkt og dramatíserað af stjórnvöldum og lögreglu þegar maður verður sjálfur vitni að atburðum.

- Satt að segja finnst mér hvert brot stjórnvalda og lögreglu á mannréttindum, meðalhófsreglu og góðum stjórnsýsluháttum miklu alvarlegra en brot ungra og og blóðheitra mótmælenda.

Sigmundur Ernir verður að skýra hvernig tjón hann er að tala um á tækjum og hvernig það hefur atvikast því fólkið tók aðeins í sundur útsendingakapal en sýndi á engan hátt upptökutækjum sjónvarpsstöðva „fjandskap“. Eftir því sem ég sá forðaðist fólkið a vinna tjón eða geta talsit haf lagt hendur á einn eða neinn eða veitt lögreglu virka andstöðu. - í raun mjög „faglega“ og meðvitað um ákveðnar línur í þeim efnum.

Þá kom mér undarlega fyrir sjónir að fyrst lögregla var þegar á staðnum með fjölmenni, enda sagt frá þessum fyrirhuguðu aðgerðum í fjölmiðlum daginn áður - af hverju kokkum Hótel Borgar og tæknimönnum Stöðvar2 var sigað til að hlaupa í og leggja hendur á fremstu menn í fylkingu mótmælenda og lúskra á þeim, en verða svo að víkja undan fjöldanum sem þrýstir á þá fremstu. - Þetta sést vel á upptökunni á visir.is

- Hver er staða kokka og tæknimanna sem hlaupa til til að tuska, taka í og jafnvel að berja til mótmælenda? - Sérstaklega þegar lögregla er til staðar en kýs að halda sér til hlés? 

Það má sjá myndir mínar og vangveltur á blogginu núna.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.1.2009 kl. 09:51

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæl frænka og gleðilegt ár,

Ég er þeirrar skoðunar að tjón á búnaði Stöðvar 2 sé orðum ýktur. Í viðtali við Ara Edwald gat hann ekki talið upp hvað var skemmt, heldur virtist mér hann hafa áhyggjur af auglýsingatekjum sem hann þyrfti hugsanlega að endurgreiða. 

Fólkið sem tók sig saman um að fara niður á Hótel Borg og mótmæla á mínar þakkir. Fólkið sem sat inni prúðbúið og átti að sitja fyrir svörum hjá Sigmundi var ekki líklegt til að segja nokkurn hlut af viti. Það væri algert stílbrot af þeirra hálfu.

Við erum ekki ábyrg og þið eruð ekki þjóðin. 

Dýpri yrðu þessar yfirlætislegu umræður ekki. Það er enginn missir að slíkri slepju.

Verst er að þjóðin hefur ekki grun um hvaða skelfing á eftir að hellast yfir hana. Ég spái 15000 atvinnulausir og 5000 flúnir land fyrir lok árs. Gjaldeyrishöft, óðaverðbólga og uppþot.

Í apríl sagði Geir Haarde:

Það er oft talað um að íslenska bankakerfið sé orðið of stórt fyrir ríkið, en ég tel ekki að svo sé.

Ég vil ekki að þessi maður "bjargi" efnahagskerfi þjóðarinnar.

Sigurður Ingi Jónsson, 1.1.2009 kl. 15:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta fólk sem mætti til að mótmæla á allan minn stuðning.

Tek undir orð Sigurðar Inga heils hugar enda ríma þau við flest það sem ég hef sagt.

Árni Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Dögg,

þú veist að allt er afstætt, og í tilefni jólanna,

"sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta.......

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband