Leita í fréttum mbl.is

Áfram fréttir að utan

Áfram höldum við að lesa um stöðu mála hér á landi gegnum erlenda fjölmiðla. Það er afleitt. 

Það hefur svosem legið fyrir að íslenska ríkið kunni að eignast eitthvað af eignum Baugs í Bretlandi. Það koma hins vegar á óvart fullyrðingar um að einhverju sé ólokið í samningum Íslands og Bretlands vegna Icesave. Í grein FT segir (greinin í heild er r):

However, it cannot move ahead with the plan until it is able to unfreeze Landsbanki's UK assets, and this depends on Iceland securing a wider settlement of its dispute with the British government. (Leturbreyting DP.)

Such a resolution still looked some way off last night after Reykjavik continued to ratchet up pressure on the UK, saying it was moving closer to suing its north Atlantic neighbour over use of the anti-terrorist law. ... 

The threat of legislation could be dropped if London agrees to impose a non-punitive rate of interest on a £2.2bn loan to Iceland, which is being used to compensate UK depositors in Icesave, the online arm of Landsbanki, the collapsed bank. (Leturbreyting DP.)

Fullyrðingar í greininni um að samhengi sé milli áforma um málaferli og hugsanlegrar ákvörðunar í London um vexti koma einnig á óvart. Þessi grein í FT vekur ýmsar spurningar sem svara þarf. 


mbl.is Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gætir þú ekki notað áhrif þín innan stjórnkerfisins til að fá setta upp heimasíðu á vegum ríkisins þar sem sagt er frá stöðu mála. Að það sé svona endalaus vafi á því hvað ríkið eiginlega heldur fram að sé staðan er óviðunandi og að við þurfum endalaust að reiða okkur á upplýsingar frá erlendum fréttastöðvum, kjaftasögum og óstaðfestum tölvupóstum er orðið raunverulegt öryggisvandamál fyrir landið. Það er orðið nauðsynlegt að koma á traustum upplýsingagjafa til þjóðarinnar.

Héðinn Björnsson, 29.12.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Opinberir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að stórbæta upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla. Útlendingar eru komnir með þá mynd í höfuðið að við séum hér að drepast úr kulda, peninga- og matarlaus. Þeir vita ekki að við búum í bestu húsum í evrópu sem eru kynnt með heitu vatni sem streymir upp úr jörðinni og lýst með rafmagni úr fallvötunum. Við höfum mikla umframgetu í  matvælaframleiðslu og stóran hluta af N-Atlandshafi fullan af fiski.  Auk þess eigum margfallt meiri fjármuni í fasteignum, lífeyrissjóðum og bankainnistæðum en sem nemur því sem við skuldum.

Mér finnst stundum að háskóla- og fjölmiðlafólk sem er að tjá sig við erlenda (og íslenska) fjölmiðla njóti þess að mála skrattann á vegginn og gera illt út öllu. Þetta skemmir fyrir útflutningstækifærum okkar, rýrir traust og gerir okkur erfiðara fyrir að komast upp úr dýfunni.

Þorsteinn Sverrisson, 29.12.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband