Leita í fréttum mbl.is

Að henda málum á milli

Á maður að trúa því að FME hafi einhverjar heimildir til rannsóknar umfram þær heimildir sem efnahagsbrotadeildin hefur? Ekki var hægt að skilja fréttir í gær öðruvísi en svo að FME væri búið að vita af þessu máli í einhvern tíma. Hvað hefur FME verið að gera í þessu máli. Nýbúið er að samþykkja lög um sérstakan saksóknara. Af hverju er þessu máli þá ekki vísað þangað úr því að efnahagsbrotadeildin vill koma því frá sér?
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er allt farið að minna óþægilega mikið á Simbabwe. Himinn og haf er á milli fólksins og þeirra sem ,,eru á kafi í bankahruninu".  Engin svör fást, nema eitthvað bull, alveg eins og hjá Robert Mugabe, verðbólgan er að vísu ekki orðin silljón trilljón ennþá, hún er ,,bara" 20% og fer hækkandi.  Vantraustið er algert hjá þjóðinni en samt situr allt vanhæfa fólkið ennþá og segir engum neitt, jafnvel þó ítrekuð ábending berist frá nafnlausum aðila sem þekkir vel til, um undanskot á 100 milljörðum, sér enginn neina ástæðu til að gera neitt, nema ,,kannski" lögreglan.  Alveg eins og hjá Róbert M., vantraust og spilling í loftinu.  Afar grunsamlegt.

Ekki einu sinni hæstaréttarlögmenn vita hvað er eiginlega að gerast og sett eru lög sem margir þeirra fullyrða að standist ekki stjórnarskrá eða MSE, til að mynda bann við lögsókn.  Sjálfur viðskiptaráðherrann segist ekki hafa fengið neinar uppl. um neitt og er alveg jafn áttavilltur og hinir, að hans sögn.  Einn af þremur seðlab.stjórum veit betur en aðrir hvað gerðist, að eigin sögn, en segir ekki neitt, alveg eins og allir hinir.  Sami s.bankastj. segist hafa sagt við fors.ráðherra landsins fyrir ca. 6 mán. að engin von væri að bankarnir lifðu þetta af, fors.ráðherra segist ekki muna eftir símtalinu.

Ég mæli með að þú kíkir á þetta Dögg;

http://egill.blog.is/blog/egill/    líka nokkur áhugaverð komment.

þarna fer Egill yfir fréttir af málinu frá 4 nóv. en það er ekki fyrr en nú sem lögreglan kíkir á málið eftir ,,nafnlausa" ábendingu þó þetta hafi legið á borðinu lengi.  Það hefur skýrlega komið í ljós að FME var bara þægilegt embættismannaskjól sem hafði fínan titil og borgaði forstjóranum góð laun. Fólkið þarna er hins vegar gersamlega vanhæft og/eða stórlega undirmannað alveg eins og efnahagsbrotadeild RLS.  Það eru 2-3 ár síðan Helgi Magnús sagði að efn.br.deildin þyrfti teymi sérfræðinga af markaði (ekki undir 15 manns) til að geta staðið undir nafni, það sem hefur gerst síðan er að skorið hefur verið enn frekar niður hjá honum og starfsmönnum fækkað.  Að sama skapi kvartaði hann líka undan því að enginn lögmaður sýndi áhuga þó auglýst væri eftir þeim.  Markaðurinn borgaði þrefalt hærri laun hið minnsta.

  Allt það fólk sem eitthvað kann og getur í þessum málum var í vinnu í einkageiranum og starfaði m.a. fyrir þessa menn og banka að meginstefnu sem verið er að rannsaka.  Bjó til lykkjurnar og flétturnar, makaði sinn eigin krók, sem síðan leiddi til þessa ástands.  Það er einna helst að Skattstjóranum takist að ná einhverju til baka af því fé sem skotið hefur verið undan með einum eða öðrum hætti.  Mér sýnist hann ganga einna harðast fram í þessu öllu og vita eitthvað hvað hann er að gera.  Það var einmitt starfsmaður hans sem kom nýlega fram í blaði RSK með greiningu á því hvernig menn bjuggu til þessa  spilaborg sem nú er hrunin, og kenna Lehman Brothers um (sjá ummæli Jóns Á. í dag) þó ljóst hafi verið strax 2004 - 5 í hvað stefndi og fjöldi erlendra alvöru sérfræðinga benti á.  Skrifuð hefur verið heil bók um FL og svindlið þar, fjöldinn allur af fólki hefur bent á hvernig þetta var gert og nú síðast skattstjóraembættið sjálft.  Menn geta líka kynnt sér Enron skímið og áttað sig á því hvernig þetta var gert að hluta til.  Formaður Félags fjárfesta hefur líka ítrekað útskýrt hvað var í gangi þarna, en talað fyrir daufum eyrum og ekki hef ég ennþá séð t.d. FME kalla eftir aðstoð hans eða annarra sérfræðinga til að kafa ofan í málin.  Frekar eru ráðnir menn eins og Tryggvi J., Sigurjón Á. (leyniskrifstofa) og aðrir sem höfðu jafnvel verið látnir fara frá öðrum fjármálafyrirtækjum vegna starfa sinna þar, til að ,,rannsaka" sig og nána félaga sína.

Það eru s.s. þeir vanhæfu sem eru að klaufast við að rannsaka þá kláru, lögfræðinga, hagfræðinga, viðsk.fræðinga og jafnvel stærðfræðinga, ásamt öðrum, sem voru í vinnu hjá bönkunum, eða menn að rannsaka sjálfan sig og vini sína.  Þetta er kannski svipað og að nemendur væru settir í að fara yfir verkefni sem prófessor hefði unnið, eggið að rannsaka hænuna.  Eða að nemendur færu sjálfir yfir sín próf og gæfu sér einkunn.  Súrríalískt ástand eins og í S.babwe.

Ég held að það sé kominn tími á að við gerum eins og í USA, kjósum sjálfstæðan saksóknara sem fær að velja sér fólk og fletta ofan af þessu með öllum ráðum.  Svona íslenskan Elliott Ness með rúmar valdheimildir. 

S. (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 11:57

2 identicon

Það er klárt að skilja þarf á milli stjórnvalda og rannsóknaraðila og kalla til aðila sem ekki eru undir hæl pólitískra afla.  En hvar eru þeir hér á landi??. Er ekki eina leiðin að fá útlendina ( og þá meina ég ekki öldunga frá Skandinavíu ) til að ganga í málið.  Hægt var að setja neyðarlög um bankana, alveg eins er hægt að setja lög um rannsóknar teymi.

itg (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:42

3 identicon

Kæra Dögg Pálsdóttir, láttu áfram hendur standa fram úr ermum og hjálpaðu okkur, við þurfum fólk eins og þig til að hrista upp og hreinsa til í bankakerfinu og fleiri kerfum. Ég skora á þig að leggja,  hugsanlega þína pólutísku framtíð að veði fyrir réttlætið.  Réttlæti er það, sem þjóðin biður um.

Kolbrún Bára

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 391610

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband