Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðarlausar yfirlýsingar

Það er ábyrgðarhluti af formanni stórs félags heilbrigðisstéttar að koma með upphrópanir, órökstuddar, af þessu tagi. Það er vissulega ekki gott að það efnahagshrun sem við blasir verði til þess að auka þurfi gjaldtökur í heilbrigðiskerfinu. En eru gjaldtökur ekki skárri en  niðurfelling þjónustu? Þegar staðið er andspænis slíkum veruleika eru fáir kostir góðir. En ég fullyrði að enginn fótur er fyrir fullyrðingum að þessi breyting setji okkur 60 ár aftur í tímann. Enda reynir formaðurinn ekki einu sinni að rökstyðja þessa fullyrðngu með neinu öðru en upphrópuninni. Trúverðuleiki yfirlýsinga af þessu tagi er enginn.
mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Er það ekki líka ábyrgðarlaust af stjórnvöldum að skera niður þar sem að minnst má við því?

Neddi, 17.12.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: A.L.F

Fer það ekki eftir gjaldtökunum?

Það eru ekki allir sem koma til með að hafa efni á að borga þessar gjaldtökur, tala nú ekki um ef það verður tekið upp fæðisgjáld á spítölum landsins.

A.L.F, 17.12.2008 kl. 14:09

3 identicon

Er ekki konan bara að segja satt? Hún lýsir ástandinu eins og það er. Hún stendur í eldlínunni þarna og veit nákvæmlega hvað hún er að tala um, er með báða fætur á jörðinni. Heldur þú frú Dögg, að hún sé nokkuð innmúruð í samfélag blárra handa? Kannski gleypir hún ekki fagnaðarerindið frá ykkur með bros á vör þess vegna,  frekar en stór meirihluti okkar landsfólks gerir! Þetta brennur á okkur sem misst höfum fjármuni okkar fyrir ykkar "haaderingu" og sofandahátt í einkavinavæðinunni. Hugleiddu það áður enn þú vegur að þessari konu.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Nonni

Þið í sjálftökuflokknum eruð ábyrgðarlaus. Vissuð ekkert, skilduð ekkert, lokuðuð eyrunum. Í góðærinu var ekki til peningur til að bæta heilbrigðiskerfið og núna á að taka allt og meira til til baka. Þegar fólk fer að drepast úr botnlangabólgu, geri ég ráð fyrir að þið mætið í jarðarförina og segið hann hafa verið ábyrgðarlausann að láta ekki leggja sig fyrr inn á sjúkrahús.

Nonni, 17.12.2008 kl. 14:17

5 identicon

Já svona til viðbótar. Hver er hér að rengja trúverðugleika annarra? Líttu þér nær frú Dögg!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Að auka gjaldtöku á sjúkrahúsum eykur á eymd þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Þurfi að auka skattheimtu til að standa undir sjúkrahússtarfsemi þarf að byrja á því að setja á hátekjuskatt dugi það ekki til þarf að fara út í þjóðnýtingu á eigum auðmanna. Það er vont samfélag sem fer fyr í pyngju hins fátæka og sjúka áður en farið er í pyngju hinna ríku. Byrðarnar eru svo stórar að ekki dugar að láta lág og millistéttarfólkið bera þær einar.

Héðinn Björnsson, 17.12.2008 kl. 14:36

7 identicon

Jæja, hver er hér að tala um trúverðugleika annarra? Ert þú þess umkomin frú Dögg, að gefa skoðunum fólks gæðavottorð ef það dansar ekki í takt við gjörninga bláu handarinnar?

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Hlédís

Það er rétt hjá þér, Dögg, að ástand heilbrigðisþjónustunnar færist ekki 60 ár aftur í tímann, verði af öllum niðurskurðinum. Ástandið var á marga vegu BETRA, mannúðlegra og sjúklingavænna fyrir 60 árum en það er nú! - 90 ár eru kannski nærri lagi!

Hlédís, 17.12.2008 kl. 14:40

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

í hvaða heimi býrð þú Dögg? hvernig væri að axla frekar ábyrgð á mistökum en að rægja fólk sem er virkilega með puttann á púlsinum. Skammarlegt hjá þér.

Birgitta Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 14:48

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mér flaug þetta sama í hug þegar ég las fréttina. En svo hugsaði ég mig um og í fyrsta lagi er ég ekki innviklaður í sjúkrakerfið, hvorki sem sjúklingur né læknir/hjúkka eða þ.h. Í öðru lagi er mér ókunnugt um hvernig kerfið var árið 1948, kannski voru spítalar ágætir þó tækniframfarir hafi ekki gert kleyft margt sem hægt er í dag.

Svo ég ákvað að segja ekkert um þetta, því ég veit ekki nóg. Svo fer það kannski líka eftir hvaða útgangspunkta sem formaðurinn setur sér. 

En auðvitað er fullyrðingin sem slík hæðin í lagalegum skilningi. Þessi með 60 árin. Svo er nú líka eins gott að flest fólk getur hugsað út fyrir kassa lögfræðingalógíkkar.

Segi það sama og um skólagjöld: Flestöll aukagjöld í opinberri þjónustu eru af hinu slæma. 

Ólafur Þórðarson, 17.12.2008 kl. 15:22

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Einkennilegt að lögfræðingur skuli ekki telja það rökstuðning að vísa í lög  um heilbrigðismál!

María Kristjánsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:24

12 Smámynd: Dystópía

Stundum þarf að hafa vit á því að segja ekki neitt í stað þess að verja gjörsamlega tapaðan málstað sjálfstæðisflokksins.

Hvað finnst þér um þá sjúklinga sem verða fyrir barðinu á niðurskurði??

Hefurðu engar tilfinningar?? Þarftu að verja flokkinn alveg útí eitt?? Hvað með mannréttindi, réttlæti og jöfnuð?

Dystópía, 17.12.2008 kl. 15:44

13 identicon

Dögg ...ég bara spyr?? Hvar á hinn venjulegi íslenski launþegi að taka peninga fyrir öllum þeim álögum sem hafa dunið á og eiga eftir að dynja á landsmönnum??? Það endar með að fólk fer ekki til læknis vegna þess að ÞAÐ HEFUR EKKI EFNI Á ÞVÍ!! Rétt eins og í USA ...

Og alltaf skulu stjórnmálamenn koma með svona yfirlýsingar þegar einhver þorir að koma fram og segja hlutina eins og þeir eru !!! Hvenær ætlið ÞIÐ, stjórnmálamenn þessa lands fara að axla ábyrgð ?

Sigrún (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:20

14 identicon

Þetta er sjálfsögð og eðlileg þjónusta sem flestir sjúklingar eru búnir að greiða að fullu með sínum sköttum og þáttöku í atvinnulífinu á fyrri hluta æviskeiðis,, Því má telja að um tvísköttun sé að ræða hjá ''Hryllingsóperunni'' og eitt af mörgum séðum og óséðum panikúrræðum hinna ''ráðalausu''

Bimbó (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:20

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við eigum að halda mennta- og heilbrigðiskerfi í þessari efnahagslegu dýfu! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.12.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband