Leita í fréttum mbl.is

Gamblað með lífeyrissjóð og ævisparnað?

Það var þéttsetinn salurinn á Grand Hótel í gærkvöldi þegar forsvarsmenn Íslenska lífeyrissjóðsins kynntu niðurstöðu um stöðu sjóðsins eftir hrun bankanna. Og þær eru fjarri því að vera glæsilegar. Öruggasta ávöxtunarleiðin af séreignasjóðaleiðum sjóðsins hefur tapað mest. Af hverju? Jú, hún fjárfesti mest í innlendum skuldabréfum, m.a. skuldabréfum banka og fyrirtækja. Þá virðist sparnaði okkar til elliáranna hafa mikið verið beint í peningamarkaðssjóði hjá umsýslubankanum. Það fór kliður um salinn þegar birtur var listi yfir "öruggu" fyrirtækin sem fyrirtækjaskuldabréf höfðu verið keypt af.

Enda stóð upp einstaklingur, sem fyrr á árum var sjóðstjóri hjá sjóðnum, og sem vinnur enn í bankageiranum. Hann sagði það óskiljanlegt hvernig forsvarsmönnum sjóðsins skyldi detta það í hug að þessi fyrirtækjaskuldabréf væru örugg fjárfesting. Bankakerfið væri lengi búið að vita að þessi skuldabréf væru áhættufjárfesting. Upplýsingarnar á fundinum vöktu fleiri spurningar en þær svöruðu, enda kölluðu fundarmenn eftir nánari skýringum.

Á sama tíma og sparnaðarleiðir þessa sjóðs eru að tapa umtalsverðum fjárhæðum eru flestar sparnaðarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins engu að tapa. Hvað veldur? Það má segja forsvarsmönnum sjóðsins til hróss að þeir seldu hlutabréf, innlend og erlend á hárréttum tíma. En því miður ákváðu þeir að setja andvirðið í skuldabréf fyrirtækja sem ég helda að litla spekinga hafi þurft til að vita að voru mjög vafasamar fjárfestingar. Og þannig virðist purkunarlaust hafa verið gamblað með peningana okkar með hagsmuni umsýsluaðilans meira í huga en hagsmuni okkar lífeyriseigendanna. 

Það verður fróðlegt að fá þær frekari skýringar á málum, sem kallað var eftir á fundinum. Það var að heyra að því fer fjarri að sjóðsfélagar hafi sagt sitt síðasta orð um þetta mál.


mbl.is Sjóðirnir í skoðun Fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sammála öllu þessu varðandi fjárfestingar sjóðanna.

Ef þér finnst þetta vera slæm staða og óvarlega hafi verið farið með almanna fé þá skaltu kíkja á stöðu lífeyrissjóðanna. Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.

http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/

Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.

LV vill ekki gefa upp stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun á töpuðum skuldabréfum vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.

Með öðrum orðum á að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.

Ragnar Þór 

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.12.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það er stór munur á því hvoru megin þú situr við bankaborðið.

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.12.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband