Leita í fréttum mbl.is

Yndislegir aðventutónleikar

Ég var svo heppin að vera boðið á aðventutónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Tónleikarnir voru í einu orði sagt yndislegir og fylltu mig og ég hygg alla aðra gesti sannri jólastemningu. Ég fullyrði að Karlakór Reykjavíkur er á heimsmælikvarða. Fyrir þá sem ekki hafa notið þá eru tónleikarnir aftur í dag kl. 17 og kl. 20. Ef það skyldi vera uppselt þá gaf kórinn út jóladisk fyrir einhverju síðan sem er frábær. Ég keypti hann eftir tónleikana í gær og er búin að spila hann núna í morgun. Ég get af heilum hug mælt með hvorutveggja, tónleikunum og disknum. Þeir sem á hlýða eru af hvorugu sviknir. Mér var sagt að kórinn hefði nánast fyrir tilviljun byrjað á því fyrir 17 árum að halda aðventutónleika og ætlað að gera þetta annað hvort ár. En sívaxandi vinsældir tónleikanna gera það að verkum að þetta er orðinn árviss viðburður og fernir tónleikar haldnir hverja aðventu. Margir líti á það sem nauðsylegan hluta af jólaundirbúningnum að fara á þessa tónleika. Eftir að hafa upplifað þá sjálf skil ég það vel og á fastlega von á því að gera aðventutónleika Karlakórs Reykjavíkur að föstum þætti í mínum jólaundirbúningi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband