Leita í fréttum mbl.is

Er það

aðgerð að boða til kosninga og kjörtímabilið ekki hálfnað? VG heldur það greinilega því skv. fréttinni er það efst á blaði hjá VG yfir "aðgerðir" flokksins. Hvað meina þeir með að stöðva nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði? Af hverju þá ekki í lengri tíma?

Í Silfri Egils fullyrti einhver að ríkisstjórnin hefði ekki umboð til að vinna þau verk sem nú er verið að vinna. Þetta er óskiljanleg umræða. Það er kosið til fjögurra ára í senn. Sú ríkisstjórn sem mynduð er að kosningum loknum hefur meirihlutastuðning á Alþingi og hefur þar með umboð kjósenda til að vinna öll verk sem þarf að vinna á kjörtímabilinu. Sama þó enginn hafi séð fyrir hvað fyrir gæti komið. Og sama þó skoðanakannanir sýni dvínandi fylgi. 

Þetta er óskiljanleg túlkun á lýðræðinu og kosningafyrirkomulaginu að halda þessu fram. Og svo eru þeir sem halda að kjósa eigi eftir því hvernig skoðanakannanir blása. VG eru í þeim hópi enda ala þeir þá von í brjósti að einhvern tíma uppskeri þeir í kosningum það sama og stundum hefur fengist í skoðanakönnunum.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er líka óskiljanleg túlkun á lýðræðinu, að þeir sem hafa klúðrað málum með pólitískri stefnu sinni eins rækilega og núverandi ríkisstjórn hefur svo sannarlega gert sitji áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Það má hins vergar til sanns vegar færa, að ríkistjórnin sé vitandi vits að fótumtroða lýðræðið með slímusetu sinni í stjórnarráðinu í óþökk meirihluta þjóðarinnar.

Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2008 kl. 16:29

2 identicon

Já, gaman að þessari skoðun þinni. Í mars 1933 vann NSDAP flokkurinn þingkosningarnar í Þýskalandi í lýðræðislegum kosningum og hafði því skv. því sem þú heldur fram fullt umboð til að vinna öll þau verk sem þurfti að vinna á kjörtímabilinu, sama þó enginn hafi séð fyrir hvað gæti komið. Skv. þér er það því óskiljanleg túlkun á lýðræðinu að halda því fram að það hefði ekki komið sér vel að kjósa aftur í Þýskalandi og koma þessari ákveðnu ríkisstjórn frá völdum. Ég geri mér grein fyrir að margir Moggabloggaranna sem lesa þessa athugasemd eru ekki beittustu hnífarnir í skúffunni, svo ég vil taka það fram að formaður NSDAP í þessum kosningum var Adolf Hitler...

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bretar kusu yfir sig breytta ríkisstjórn strax eftir stríðslok 1945 þótt þeir stæðu frammi fyrir gríðarlegum óleystum vanda heima fyrir.

Þeir settu á nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra sama dag og Hitler réðst inn í Niðurlönd og Frakkland 10. maí 1940 af því að fráfarandi forsætisráðherra naut ekki lengur nægilegs trausts. (Fékk þó traustsyfirlýsingu á þingi, - 284 atkvæði gegn 200)

Þegar vinstri stjórn hafði klúðrað efnahagsstjórninni á Íslandi í desember 1958 var mynduð ný stjórn sem var undanfari einnar mestu efnahagsbyltingar á Íslandi, Viðreisnarstjórnarinnar. 1959 voru tvennar kosningar.

Áfram mætti telja mörg dæmi um það hér á landi og erlendis að kosningar og stjórnarskipti hafi orðið á krísutímum.

Ómar Ragnarsson, 7.12.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Höldum nú nasistum utan við þessa umræðu. Ástæða þess að við þurum kosningar er að meðan stór hluta almennings fyrst og fremst telur að stjórnmálamenn séu að ganga erindi auðmanna og ganga á eigum sínum er mikil hætta á að landið dragist út í átök í stað þess að landið geti staðið saman um þá uppbyggingu sem er nauðsynleg framundan. Haldið þið í alvöru að þið getið byggt hér upp nýtt samfélag án aðkomu almennings? Ég bendi á að fólk er farið að sameinast um að greiða ekki reikninga sína frá og með 1. febrúar og aðrir eru að stefna að því að flytja úr landi. Ef fólk hefur ekki trú á því að stjórnvöldum sé beitt í þeirra þágu þá er það alveg sama hvað þau eru raunverulega að gera, samfélaginu mun hrörna. Miðað við allar þær skuldir sem þið hafið skrifað uppá fyrir hönd þjóðarinnar mun landsflótti geta komið af stað keðjuverkun sem erfitt verður að stöðva þar sem erfiðara verður að vera eftir fyrir hvern sem fer. Á slíkum tímum þurfum við á því að halda að halda kosningar sem gefa fólkinu valdið aftur til að velja sér nýja fulltrúa til að takast á við þetta nýja ástand. Við þurfum von um að hlutirnir geti orðið betri til að við getum tekist á við vandamál dagsins í dag.

Héðinn Björnsson, 8.12.2008 kl. 09:50

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Dögg skrifaði: "... vera á móti. VG eru góðir, ef ekki bestir, í því."

En - getur verið að þú sért á móti, Dögg?

Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig læturðu Björgvin, Dögg er auðvitað ekki á móti neinu.

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband