Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Hvað vilja stuðningsmenn Samfylkingar?
Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar koma ekki á óvart. Almenningur er reiður, ráðvilltur, telur sig illa svikinn og illa leikinn vegna þess sem yfir þjóðina hefur dunið. Almenningur leitar eðlilega sökudólga. Og sökudólgurinn sem liggur beinast við að láta óánægjuna bitna á er annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn vegna langrar stjórnarsetu. Framsóknarflokkurinn er greinilega líka að gjalda ríkisstjórnarsetu 1995-2007 - fylgi hans eykst lítið. Innanflokksátök þar hjálpa heldur ekki.
Mér finnst áhugavert að sjá að ekki nema helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar styður ríkisstjórnina á sama tíma og tæplega 90% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn styðja líka ríkisstjórnina. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar virðast þannig vilja annað ríkisstjórnarmynstur en núverandi ríkisstjórn. Spurningin er þá, hvað vilja stuðningsmenn Samfylkingar? Þótt Samfylkingin hafi bætt við sig fylgi á kostnað m.a. Sjálfstæðisflokksins er ljóst að einir ná þeir ekki að mynda meirihlutaríkisstjórn. Kostirnir eru þá að mynda ríkisstjórn með VG, Framsókn og Frjálslyndum.
Eitt helsta baráttumál Samfylkingarinnar er aðild að EB og hefur forysta flokksins lengi státað sig af því að vera eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem tekið hefur svo einarða afstöðu með EB aðild. Halda stuðningsmenn Samfylkingarinnar að það baráttumáli náist fram í ríkisstjórnarsamstarfi með VG? VG hefur einn stjórnmálaflokka endurnýjað yfirlýsingu sína um að þeir séu algerlega mótfallnir aðild að EB. Aðrir flokkar, a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru að endurmeta afstöðu sína til aðildar.
Sjálf á ég ekki von á öðru en að landsfundur Sjálfstæðisflokksins í lok janúar nk. gefi forystu flokksins óskorað umboð til að sækja um aðild að EB. Að þeirri niðurstöðu fenginni er ljóst að helsta og mikilvægasta baráttumál Samfylkingarinnar nær ekki framgangi nema í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar þá að hugsa þegar þeir segjast vera á móti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks? Endurspeglar þessi afstaða stuðningsmanna Samfylkingarinnar e.t.v. að stuðningur þeirra við aðild að EB er ekki eins afdráttarlaus og haldið hefur verið fram hingað til? Vilja þeir fremur ríkisstjórnarsamstarf með VG sem augljóslega myndi aldrei sækja um aðild að EB?
Hinn almenni kjósandi bíður átekta. Hann áttar sig á að það þarf að vinna ákveðin verk áður en nokkuð verður ákveðið með kosningar. Það væri algert ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að hlaupast frá núna, hversu hátt sem eftir því er kallað. Stjórnmálamenn eru kosnir til að standa í lappirnar þegar á móti blæs, ekki til að hlaupast undan ábyrgð og gera slæmt ástand ennþá verra. Og þegar boðað verður til kosninga, hvenær sem það verður, bendir allt til þess að afstaða flokkanna til EB aðildar muni vega þyngst þegar í kjörklefann kemur.
Formaður VG má ekki til þess hugsa að aðrir flokkar nái að breyta afstöðu sinni til EB aðildar og þar með einangra hans flokk í andstöðunni við EB aðild. Hann veit sem er að ef næstu alþingiskosningar snúast um EB aðild mun flokkur hans litla uppskeru fá enda mikill stuðningur meðal landsmanna við að sækja um EB-aðild. Í kosningum sem snúast um EB aðild munu kjósendur kjósa þá flokka sem styðja aðild að EB - til að tryggja að helsta verk næstu ríkisstjórnar verði að sækja um aðild. Það mun vart gerast í ríkisstjórn sem VG er aðili að. Þetta veit formaður VG enda gamall refur í pólitík. Þess vegna vill formaður VG kosningar núna. Með kröfu sinni um kosningar lætur formaður VG stundarhagsmuni eigin flokks ráða meiru en þjóðarhag. Flóknara er þetta ekki.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem sagt að fórna fiskimiðunum, helstu auðlind þjóðarinnar, til að halda í ríkisstjórnarsamstarfið?
Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!
Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 16:06
Skoðuðum hvernig 300.000 íbúa einingum farnast í Risa hagkerfinu ESB. Hvernig land yrði Ísland eftir 20 ára vist í ESB? Kanski eins og Kúpa fyrir eða eftir daga Kastros? Fórna Bankakerfinu? ....
Júlíus Björnsson, 23.11.2008 kl. 16:48
Þetta snýst ekki bara um ESB eins og þú vilt vera láta, þetta snýst um traust. Og hver er meira rúinn trausti nú en Sjálfstæðisflokkurinn? Ég er óflokksbundin - en ég skil kröfu Samfylkingarfólks um að mynda stjórn með einhverjum öðrum en Sjálfstæðismönnum.
Ásta (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:56
Maður þarf ekki að vera sérstaklega vitur til að sjá hvers vegna stuðningsmenn Samfylkingunnar vilja kosningar seinna meir, þegar lægja fer. Seinni hluta 2009 eða vorið 2010. Fer eftir ástandi þjóðarinnar.
Það er tími til kominn að skifta um forsetisráðherrastólinn eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd i 17 ár. Búið að niðurlægja og veðsetja þjóðina upp fyrir eyru. Versta hlið frjálsræðishyggjunnar og græðgi hefur fengið að ráða öllu, án nánast nokkru eftirlits. (D+B) Það varð dýrkeypt.
Eftir næstu kosningar verða sömu stjórnmálaflokkarnir í stjórn, i breyttri mynd, þar sem Samfylkingin verður stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Aðrir flokkar geta ekki unnið saman vegna ólíkra skoðanna.
Það þarf líka þegar lægja fer að skipta út vissum ráðherrum og að sjálfsögðu stjórn Seðlabankans (sem á að vera skipuð hagfræðingum en ekki stjórnmálamönnum). Það gerir maður í öllum alvöru lýðræðisríkjum til að sýna alþjóð að það er ekki klíkan sem ræður.
Óli Valur
Óli Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:01
Dögg það er bara að skipta um sjallarnir versus VG. Allir flokkar þurfa nuna að ganga i endurnyjun lifdaga. Skipta um menn held að það se rik krafa um það. Menn vilja sja mikla uppstokkun.
Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:49
Mér sýnist að sumir samfylkingamenn og konur séu að fara á límingunum. Flokkurinn virðist einblína á gengi flokksins í skoðunarkönnunum sem er nokkuð hátt eins og er sem er reyndar furðulegt. Hitt er annað að Ingibjörgu S. langar alveg ofboðslega til að verða forsætisráðherra. Ef einhverjir samfylkingarþingmenn samþykkja þessa vantrauststillögu þá eru þeir ekki hæfir til að vera í neinni ríkisstjórn og ættu að hætta þingmennsku, því þeir hafa ekki kjark til að taka á efnahagsvandamálunum.
Gísli Már Marinósson, 23.11.2008 kl. 21:56
Ég er nú ekki hrifin af þeirri túlkun ýmisa stjórnmálamanna og viðdvöl í stjórnmálum sé í einhverju samhengi við trúverðugleika. En hver talar fyrir sig. Reyndari og fróðari mann um Íslenskt viðskiptalíf annan en Davíð Oddsson er vart að finna. Svo er hann lögfræðingur af gamlaskólunum sem voru mjög eftirsóttir af bönkum hér áður fyrr vegna þeirra menntunar sem Lögfræðinám felur í sér. Hagfræðingar tala nú mörgum túngum komandi úr sitthvorri áttinni. Það hlýur að vera reynslan hér heima sem vegur þyngst.
Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 11:51
Mér skilst að um borð í Seðlabankanum séu um 120 hagræðingar er einum viðbætandi. Þetta er ekki 3. ríkið. Sérstakar á stæður kalla á að stokkað sé upp á ráðherrum. T.D. vil ég gefa Bréfberum, Flugfreyjum, Fiskifræðingum, og óhörnuðum ungliðum frí. Fá inn fólk með faglega undirstöðu og reynslu. Og þá ekki síst með reynslu af kreppu. Eftir höfðinu dansa limirnir. Við getum treyst því. Stjórnarslit nú er ábyrgaðarleysi. Og það er samhljómur með Geir og hans skoðanabræðrum og ehhert að því að hann haldi áfram að veita forustu.
Júlíus Björnsson, 25.11.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.