Leita í fréttum mbl.is

Er það sjálfgefið?

Það kemur á óvart að það þyki sjálfgefið að af þessu fé þurfi að greiða tekjuskatt. Ríkissjóður getur ekki haft það í neinum sínum tekjuáætlunum að fá tekjuskatt af þessu fé því það átti ekki að koma til útgreiðslu í formi lífeyris fyrr en eftir langan tíma og yfir langan tíma. Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í fréttinni myndi ríkissjóður óvænt fá á einu bretti milljarða í skattgreiðslur verði ákveðið að leyfa útlausn á viðbótarlífeyrissparnaðinum.

Eigendur þessa viðbótarlífeyrissparnaðar er almenningur í landinu sem orðið hefur fyrir miklum skakkaföllum síðustu mánuði og vikur vegna bankahruns og vegna mikillar verðbólgu. Eiginfjárbruni fasteignaeigenda hefur verið mikill og er nú svo komið að sumir fasteignaeigendur, sem áttu dágóðan höfuðstól í fasteignum sínum, þegar þær voru keyptar, eiga nú jafnvel minna en ekki neitt. Almenningur situr uppi með þetta tjón bótalaust og höfuðstóllinn sem settur var í fasteignakaupinn mun líklega aldrei koma aftur - eða þá a.m.k. ekki fyrr en eftir mjög langan tíma ef verðbólga verður nánast engin og fasteignaverð hækkar umtalsvert á ný. 

Mér finnst einfaldlega að nú eigi ríkið að sýna að það hafi einhvern skilning á kjörum almennings í landinu og þeim skakkaföllum sem almenningur hefur orðið fyrir. Það sýnir ríkið best með því að ákveða að af þessum viðbótarlífeyrissparnaði verði annað hvort enginn tekjuskattur greiddur eða eingöngu fjármagnstekjuskattur, kjósi almenningur að leysa hann út, enda millifærist viðbótarlífeyrissparnaðurinn beint frá lífeyrissjóði og t.d. inn á niðurgreiðslu höfuðstóls fasteignalána eða annarra skulda eiganda viðbótarlífeyrissparnaðarins.


mbl.is Skattur af sparnaði strax í vasa ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 08:37

2 identicon

Og hvernig hefurðu hugsað þér að meðhöndla þá það fólk sem af ráðdeild hefur tekist að hafa stjórn á sínum fjármálum, er ekki búið að kafsigla sig í lánabrjálæði, og þarf ekki á þessum reddingum að halda.  Á að láta það borga tekjuskatt af viðbótarsparnaðinum, þegar það tekur hann út?

Er það þá ekki mismunað, fyrir það fyrsta, ég þarf að borga tekjuskatt af peningunum, en ég fæ ekki tekjuskatt af peningum þeirra sem skuldsettusig óhóflega. Ég tel mig hluta af ríkinu.

Afhverju þarf að binda þetta við að greiða  niður lán, afhverju get ég ekki bara tekið út minn sparnað strax, og farið með hann skattlaust.... svona eins og hinir?  Maður gæti td notað tækifærið og keypt sér nýan bíl, þeir eru á útsölu núna.  Hvurnig í andsk.... dettur fólki í hug að taka lán til að kaupa bíla, á verði sem er lagnt fyrir ofan það sem það í raun hefur efni á ?

Bjössi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband