Leita í fréttum mbl.is

Er glasið hálftómt eða hálffullt?

Ekki ætla ég að draga úr þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir. Þeir eru miklir og sennilega höfum við ekki enn fulla yfirsýn yfir þá. Í stöðunni er þó mikilvægt að tala kjark í þjóðina og draga fram það jákvæða. Að bera stöðuna í dag við móðuharðindin er fjarstæðukennt enda um atburði af allt öðrum toga að ræða (hér).

Ég var að glugga í ljóðabók Ólafs Ragnarsson Agnarsmá brot úr eilífð (útg. Veröld 2008), sem kom út í vor, skömmu fyrir andlát hans. Þar er þetta ljóð:

Þitt er valið
Hann er sífellt innan seilingar
þegar syrtir í álinn
kaleikur bölsýni og kjarkleysis,
fleytifullur af myrkri.

Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni,
barmafullur af ljósi.
Teygðu þig í hann.

Einhvern veginn finnst mér skilaboðin í þessu ljóði eiga svo vel við nú um stundir. Ég held að við eigum að hafa þennan boðskap ofarlega í huga og fylgja honum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það eru móðuharðindi í menningarheiminum þar sem búið er að slá Ástardrykknum út af borðinu sem átti að setja upp í Íslensku óperunni eftir áramót. Það verða því engar óperusýningar fyrr en í fyrsta lagi eftir ár.

Það má því reikna með tilkynningu fljótlega frá Þjóðleikhúsinu þess efnis að engar leiksýningar verði eftir áramót vegna peningaleysis.

Sigurður Haukur Gíslason, 1.11.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála um að þessi umræða er ansi hæpin. Móðuharðindin voru allt annað mál. Nú missa einhverjir vinnuna og verða kannski gjaldþrota, en að líkja þessu við tímabil þar sem mestallur búpeningur drapst og stór hluti þjóðarinnar svalt í hel? Það er ekkert annað en dómsdagsrugl.

Villi Asgeirsson, 1.11.2008 kl. 21:13

3 identicon

Þetta er dýrt kveðið. Og líka spursmál þitt að við eigum ekki að gefast upp. Hafandi aldrei haft það betra sem þjóð. Einu sinni fyrir langa löngu lögðum við upp í leiðangur þú og ég. Fengum lánað jólatré fyrir Miðbæjarskólann og máttum skila því eftir daginn. Það var góður tími. Okkur var treyst fyrir trénun.  Það var þá ..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

40 milljónir á mannsbarn er stór klafi. ca 80.000.000 á hvern vinnandi mann og ofan á það bætist gríðarleg kjararýrnun, sem gerir það nánast ómögulegt að greiða þetta. Ef hver einstaklingur með meðaltekjur notar allt sitt til að borga það, þá tekur það rúm 30 ár. Með núverandi kjararýrnun alla starfsæfina.

Kannski verða ekki móðuharðindi og mannfellir, en lýðveldið Ísland verður ekki okkar eign og sem slíkt liðið undir lok.

Þú hefur kannski ekki haft kjark til að líta á staðreyndirnar, en svona eru þær. Ekkert tilfinningaklám og hálfvelgja breytir því. Það er raunar alger smekkleysa í stöðunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Heidi Strand


Það er ekki allt komið í ljós enn.

Heidi Strand, 2.11.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband