Leita í fréttum mbl.is

Þétti raðirnar

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í dag, verður örugglega minnistæður okkur sem hann sóttum fyrir margra hluta sakir. Auðvitað var búið að ákveða þennan fund fyrir löngu og engan gat þá órað fyrir að hann yrði haldinn í lok einhverrar afdrifaríkustu viku í þjóðmálum og raunar heimsmálum um margra áratuga skeið. Enda hefðu sjálfsagt fáir fyrir viku síðan trúað því að eftir viku væru þrír af fjórum viðskiptabönkum okkar horfnir af sjónarsviðinu og staða mála sú sem raun ber vitni.

Geir H. Haarde flutti afburðagóða ræðu - og svaraði fyrirspurnum fundarmanna með skýrum og skilmerkilegum hætti. Mér þótti gott að heyra hversu afdráttarlaust hann tók á því að leiða þyrfti menn til ábyrgðar ef í ljós kæmi að lög hefðu verið sniðgenginn. Stuðningur við formann flokksins í þeim erfiðu, og mér liggur við að segja ofurmannlegu, verkefnum, sem hann og ríkisstjórnin tekst nú á við er mikill og traustur og kom berlega fram á þessum fundi.

Aðrir ráðherrar flokksins gerðu sínum málaflokkum og sinni sýn á stöðu mála góð skil. Sérstaklega var ég ánægð að heyra orð varaformanns flokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um það að það þyrfti og það yrði farið yfir allt sem gerst hefur með það fyrir augum að skoða hvort einhverjir hlekkir hafi brugðist í undanfara þeirra atburða sem nú eru orðnir að veruleika. Hún sagði að í þeirri skoðun mætti engan undanskilja og nefndi eftirlitsstofnanir þar sérstaklega. Ég trúi því og treysti að það verði gert.

Ræða, sem Kjartan Gunnarsson, fv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hélt, var í senn það óvæntasta og um leið það eftirminnilegasta sem gerðist á þessum flokksráðsfundi.


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það er ekkert annað að gera en að lýsa því yfir í alþjóðafjölmiðlum  að undirbúningur um málaferli á hendur Breska ríkinu sé í fullum gangi, á meðan minni fóks er ennþá með þetta í huga.  Skammtímaminni fólks á svona umrótartímum er mjög, mjög stutt.

Síðan að kæra aðför breskra yfirvalda gegn Íslandi, svo og okkur Íslendingum og íslenskum fyrirtækum staðsettum í Bretlandi á forsendum "Hryuðjuverkalaga",  og stimpla Íslendinga þannig sem hryðjuverkaþjóð, fyrir Öryggisráð SÞ sem og Alþjóðadómstólinn í Haag.  Ég held að umræður þar myndu hrista upp í þessum aumingjum.  Þá stæðu þeir með buxurnar á hælunum, kúkinn í nærunum og þá skini í berann bossann á þeim!

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 11.10.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Tori

Kom fram hver seldi fimm mínútur fyrir lokun fyrir 37 milljarða í LÍ? Eða er þetta kjaftasaga?

Tori, 11.10.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Björn Heiðdal

X-D og síðan beint í ruslið.

Björn Heiðdal, 11.10.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Heidi Strand

Nú verðum við að standa saman!

http://erna-h.blog.is/blog/erna-h/entry/669371/

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Getur þú, Dögg, skýrt út hvað þú átt við með óvæntasta?

Marinó G. Njálsson, 11.10.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Held að fréttir fjölmiðla af fundinum hafi skýrt það. Þar hefur ítarlega verið farið yfir innihald í ræðu fv. framkvæmdastjóra, sem ég skildi nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir.

Dögg Pálsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:35

7 identicon

Og havð var það Dögg?  Má kannski ekki segja það upphátt?

marco (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:22

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki í vafa um að þú skildir þetta taboo, nákvæmlega eins og allir aðrir.

Nema, að því er virðist einn maður, sem eftir á að hyggja  misskildi sjálfan sig.

Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband