Leita í fréttum mbl.is

Fólkið í blokkinni

Nýjasta sýning Borgarleikhússins, söngleikurinn Fólkið í blokkinni, sem frumsýnd var í kvöld, var frábær, enda afburða vel tekið af áhorfendum. Í blokkinni býr alls konar fólk, sem á við margvíslegan vanda að glíma. Hver og einn tekst á við sinn vanda með sínum hætti. Tónlistin er mjög góð og allir leikarar skila sínu með mikilli prýði. Ung kona, Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir verkinu og sýnist mér það vera frumraun hennar á þessu sviði. Að því marki sem ég kann að meta leikstjórn, gat ég ekki betur séð en að henni hafi farist þetta einstaklega vel úr hendi. Uppsetningin er frumleg að því leyti að leikhúsgestir sitja á stóra sviðinu, þeim hluta þess sem snýst og svo snúast þeir eftir því hvað er að gerast í blokkinni á hverjum tíma. Skemmtilegt. Og borðstofustólar héðan og þaðan úr bænum virtust sætin sem við sátum á.

Þær áhyggjur sem ég hygg að flestir séu að glíma við þessa daganna geta vikið til hliðar stutta stund á þessari sýningu og leikhúsgestir einbeitt sér að áhyggjum sem aðrir glíma við. Og séð hvernig hver reynir að finna útúr sínum vanda. Ég mæli eindregið með sýningunni. Hún er kvöldstundarinnar virði.

Og mikið lifandi er gott að vera komin heim. Miðað við stöðu mála sé ég ekki að utanlandsferðir verði mikið á dagskránni á næstu mánuðum og jafnvel misserum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 391654

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband