Leita í fréttum mbl.is

Palin-Biden kappræðan

Ég sá mest af kappræðum Palin og Biden í sjónvarpinu í gærkvöldi og gat ekki betur séð en að Palin stæði sig alveg þokkalega og miklu betur en búið var að gera ráð fyrir. Mat stjórnmálaskýrenda er að þau hafi bæði staðið sig vel, en áratugareynsla Biden hafi augljóslega komið skýrt fram í öllu sem hann sagði (sjá hér). Hrakspár, um að Palin myndi ekkert geta, rættust amk. ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvort kappræðurnar breyti einhverju í skoðanakönnunum.
mbl.is Fleirum þótti Biden standa sig betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Hún stóð sig betur, fólk vill kannski ekki viðurkenna það vegna þess hvernig hún er en það er engu að síður staðreynd. Biden var lélegur.

halkatla, 3.10.2008 kl. 08:58

2 identicon

Anna Karen, mér er spurn; hvernig getur skoðun verið staðreynd?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: halkatla

Fín ábending, þeir sem horfa á þetta hlutlaust, eða frekar hlutlaust, sáu með augunum tveim og heyrðu með eyrunum að Biden gekk alls ekki vel í fyrri hluta kappræðunnar, það voru líkamsburðirnir og óöryggið sem skein af honum. Honum fipaðist líka með nánast allt sem hann reyndi að segja um skattamál og gegn McCain, honum gekk ekki vel. Ég beið eftir að Palin myndi fara á kostum (as in detta á hausinn) en hún rétt nefndi hokkímömmur tvisvar og gekk svo mjög vel eftir að hún komst á strik (en ég horfði bara til 2). Hún er kannski með ömurlegar skoðanir en hún gjörsamlega vann þessar kappræður (hún fær aftur meðbyr og styrkir sig) og Biden náði aldrei neinum tökum á henni og hann virtist alveg að missa tökin á sjálfum sér líka þegar ég hætti að horfa. 

halkatla, 3.10.2008 kl. 11:42

4 identicon

Folk sem heldur að það se eitthvað i hausnum a Sara Palin og að hun hafi staðið sig vel i þessum ræðum, þjaist af jafnmiklum greindarskorti og hun sjalf gerir!!! Þetta er nautheimsk kona sem leikur ser að fögrum orðum til að hljoma betur. Það er hennar eini "hæfileiki".
En hun ma nu eiga það að hun er ansi falleg og heillandi kona, bara vonandi að folk rugli þessu tvennu ekki saman!

Takk fyrir

Iris (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:44

5 identicon

Þó svo að ég sé ekki pólitískur stuðningsmaður Palin þá get ég ekki fallist á það að hún sé nautheimsk.  Það er firra að halda slíku fram.  Hvaða pólitíkus "leikur sér ekki að fögrum orðum" spyr ég.  Vitaskuld beita allir pólitíkusar allskonar brögðum til að koma sér og málstað sínum á framfæri óháð hvaða flokki þeir eru í.  Einnig skal hafa í huga að hún er þrátt fyrir allt ríkisstjóri Alaska og það út af fyrir sig er heilmikið afrek.  Og það getur vel verið að hennar málflutningur sé frekar einfaldur samanber allt þetta tal um "soccermoms" o.þ.h. en málið er að hún talar tungumál sem meginþorri almennings í Bandaríkjunum skilur og getur samsamað sig með.  Og þetta er viss hæfileiki í pólitík.  Mestu mistök sem hægt er að gera er að vanmeta Söruh Palin.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband