Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsjáanlegt?

Auðvitað eru skoðanakannanir ekki kosningar - en þetta er nákvæmlega það sem ýmsir óttuðust. Nú er það reynslan, sem Hillary Clinton keyrði á í sinni kosningabaráttu, sem skapar McCain forskotið á Obama. Hugsanlega eiga stuðningsmenn Demókrataflokksins eftir að iðrast þess sárlega að velja Obama, til þess eins að láta hann tapa fyrir McCain.
mbl.is McCain kominn með forskot samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Miðað við kosningarkerfið í Bandaríkjunum er könnun á heildastuðningi meðal þjóðarinnar lélegur leið til að spá fyrir niðurstöðum kosninga. Hérna er farið í hvert fylki fyrir sig og síðan borið saman hversu margir kjörmenn eru á bak við hvorn frambjóðanda. Þar sést að Obama er enn með forskot á McCain.

Vegna almennt slakrar kjörsóknar í forsetakosningum í Bandaríkjunum er einnig mögulegt að það sé sérstaklega lítið að marka skoðanakannanir fyrir þessar kosningar þar sem báðir frambjóðendurnir laða að nýja kjósendur og letja aðra til þátttöku. Þannig er t.d. erfitt að sjá að McCain eigi auðvelt með að fá eins marga kristna hægrimenn til að kjósa, meðan Obama gæti aukið kosningarþátttöku meðal ungsfólk en átt erfitt með að fá stuðningsmenn Hillary á kjörstað. 

Kosningamaskína Obama sýndi það hinsvegar í forvalinu hjá Demókrötum að hún kann að nota kosningarreglurnar og ég tel líklegt að það muni skipta sköpum þegar uppi stendur. Þau munu nota fjármuni sína skipulega til að ná upp kjörsókn á mikilvægum stöðum og mun það líklega vera nóg til að velta hlassinu í mörgum fylkjum sem standa tæft.

Héðinn Björnsson, 21.8.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391643

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband