Leita í fréttum mbl.is

Verk að vinna

Þessi skoðanakönnun endurspeglar mest þreytu borgarbúa á ástandinu í Reykjavík. Nýr meirihluti fær ekki forsögunnar vegna traust borgarbúa á silfurfati. Nýr meirihluti þarf með verkum sínum að sýna borgarbúum fram á að hann sé traustsins verður. Við skulum sjá hvort þessar tölur breytist ekki þegar hinn nýi meirihluti hefur tekið til starfa og fer að láta til sín taka.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við skulum bara láta "verkin tala" eins og síðast.... common... af hverju ætti Sjálfstæðisflokkurinn að breytast þó ný hækja mæti á sviðið og byrji að moka til sín bitlingum í anda Framsóknar ???

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Halla Rut

Þú hefur skrifað mikið um svik, pretti, leynimakk og óheiðarleika. Með það í huga er með eindæmum furðulegt að lesa svo þessi skrif.

En það er greinilegt að það er ekki sama að hverjum óheiðarleikinn beinist eða hver stundar hann. 

Halla Rut , 18.8.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæl bæði Jón Ingi og Halla Rut. Ég er síst að öllu að réttlæta neitt af því sem gerst hefur. Það sem ég er einfaldlega að segja er það að vonandi skána þessar tölur þegar nýr meirihluti fer að starfa. Það vill svo til að enginn stjórnmálaflokkur er með meirihluta í borgarstjórn. Allir þurfa því "hækjur" til að mynda meirihluta, ef menn vilja orða það svo "smekklega". Til að Tjarnarkvartettinn kæmist aftur til valda þyrfti hann bæði Framsókn og F-lista - og hann vildi ekki F-listann nema að Ólafur segði af sér. Um það liggja fyrir yfirlýsingar frá Ólafi sjálfum og forsvarsmanni VG. Tjarnarkvartettnum var þannig ekki sama við hvaða "hækju" hann styddist til að komast til valda á ný. En hann reyndi það svo sannarlega. Við skulum fara varlega - það kasta allir í þessum leik, sama hvar í flokki þeir standa - steinum úr glerhúsi, sýnist mér. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 18.8.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Halla Rut.... mér sýnast ásakanir um óheiðarleika og vond vinnubrögð mikið koma frá flokksmönnum þessara tveggja flokka...auk þess frá borgarstjóra sem situr sem fulltrúi F lista i borgarstjórn. Hvað er furðulegt við skrif um slíkt.... það sjá allir sem ekki eru haldnir siðblindu.

Síðast er sjálfstæðismaðurinn Sveinn Andri að taka Gísla Martein fyrir og  í dag gekk borgarfulltrúi Framsóknarflokksins úr flokknum að eigin sögn af því hún vill ekki vinna með Sjálfstæðismönnum sem hún segir óheiðarlega....  Ekki skamma mig... þetta er bara það sem innanbúðarmenn eru að segja okkur óbreyttum. 

Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband