Leita í fréttum mbl.is

Þingstörf

Í gær lauk tveggja vikna setu minni á Alþingi, en ég kom inn sem varamaður Geirs H. Haarde 2. apríl sl. Þetta er í annað skiptið í vetur sem ég kem inn sem varamaður. Í bæði skiptin sat ég inni í tvær vikur, en í haust voru þingfundardagar eingöngu þrír vegna kjördæmaviku. Nú voru þingfundardagarnir talsvert fleiri þannig að betri tilfinning fékkst fyrir því að sitja á Alþingi. Ég get ekki annað sagt en að þetta var ánægjulegt, skemmtilegt og fróðlegt - og alveg sérstakt hvað allir taka vel okkur varaþingmönnum sem dettum svona inn í nokkra daga.

Ég tók þátt í utandagskrárumræðu um stöðuna í málefnum barna og ungmenna, sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Það var góð og málefnaleg umræða. Þótt greinilega hafi ýmislegt gott gerst á BUGL á síðustu mánuðum þá sýnist mér að þar sé ákveðinn grunnvandi á ferð sem þurfi að taka á. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri tekst að reka barna- og unglingageðdeild með engum biðlista - og sinnir sú deild þó svæðinu frá Hrútafirði austur á Djúpavog. Yfir 30% aukning nýrra tilfella var á árinu 2007 - og menn bara leystu það, einnig án þess að biðlistar mynduðust. Biðlistavandinn á BUGL er löngu þekktur og er tilefni fjölmiðlaumræðu með reglulegu millibili.

Í umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða benti ég á að mikilvægar heimildir laganna um að hjón, sambýlisfólk og einstaklingar í staðfestri samvist geti gert samkomulag um skiptingu áunninna ellilífeyrisréttinda séu alls ekki nægilega vel kynntar.  Því tel ég að þurfi að breyta.

Raunar sýnist mér að endurskoða þurfi frá grunni með hvaða hætti lífeyrissjóðsréttindi eru meðhöndluð þegar kemur að hjónaskilnaði eða slitum á staðfestri samvist - nú er þeim haldið utan skipta nema í sérstökum tilvikum. Ég tel að skoða eigi alvarlega að draga þessi réttindi undir skiptin. Meira um þetta seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvað er að frétta af frumvarpi þínu um ný barnalög?

Verður það afgreitt á þessu þingi?

Sigurður Haukur Gíslason, 17.4.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Dögg, er sammála málflutningi þínum, þyrftum að hafa þig á þingi sem þingmann en ekki varaþingmann.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 17.4.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Sigurður Haukur. Síðast þegar ég vissi var frumvarpið mitt enn í skoðun í allsherjarnefnd. Veit ekki á þessari stundu hver afdrif þess verða. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 17:56

4 identicon

í viðtalinu hjá Evu Maríu í kvöld lýsti Hildur Helga Sigurðardóttir vel hver áhrif þessa frumvarps þíns verður ef það verður að veruleika, ég á ekki til orð, að láta sér detta í hug að þetta geti verið til góðs er alger firring, og enn sorglegra að kona skuli leggja þetta fram.  Ef farið er fram á að börn hafi tvö lögheimili og gangi jafnvel í tvo skóla er fráleitt, og greinilegt að ekki er verið að huga að því hvað er barninu fyrir bestu, í svona málum vill barnið gleymast því allt gengur út á það að foreldrarnir eigi rétt á þessu og hinu, en oftar en ekki er þetta eingöngu valdaspil milli foreldra og ekkert annað.  Ég vona innilega að aðilar í allsherjanefnd séu það upplýstir og það greindir að sleppa þessu ekki lengra.  

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Jóhanna! 

Þessi lýsing Hildar er greinilega á misskilningi byggð. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem gerir ofbeldismönnum auðveldara að kúga fyrrverandi maka sína.

Það er ekkert að því að barn hafi tvö lögheimili. Eins og staðan er í dag þá er lögheimilið yfirleitt hjá móður sem gerir það að verkum að faðirinn fær engar barnabætur og er skattlagður sem barnlaus einstaklingur.

Mýmörg dæmi er um að konur noti börnin sín til hefna sín á fyrrverandi maka t.d. með því að flytja sem lengst frá barnsföður. Þá er ekki verið að hugsa um hagsmuni barnanna.

Bendi í lokin á Félag um foreldrajafnrétti

Sigurður Haukur Gíslason, 21.4.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband