Föstudagur, 8. febrúar 2008
Óskiljanlegt
Kom í morgun aftur heim, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ég get hins vegar ekki orða bundist yfir því að um leið og heim er komið úr Bandaríkjaflugi þarf að fara í gegnum allsherjarleit hér á Keflavíkurflugvelli. Vatnisflöskunni sem við fengum í flugvélinni rétt fyrir lendingu, henni þurfti ég að henda. Hún mátti ekki fara inn í flugstöðina. Allur handfarangurinn var gegnumlýstur aftur.
Áður en ég fór inn í brottfararsalinn í Boston fór ég í gegnum sömu leitina, allur handfarangur gegnumlýstur, öllu vatni fleygt. Frá leitinni í Boston og að leitinni í Keflavík hafði ég og samferðamenn mínir ekkert annað gert en verið í brottfararsalnum í Boston og í Flugleiðavélinni á leiðinni heim.
Ég hef mikinn skilning á því að það þarf að tryggja öryggi flugfarþega og er sem flugfarþegi fegin því að það eru miklar öryggisráðstafanir á öllum flugvöllum. En þessi leit hér á Keflavíkurflugvelli á fólki sem er að koma beint úr flugvél, og síðan áfram heim til sín, er mér algerlega óskiljanleg. Er fljótlegra að leita á öllum heldur en að sortera þá út sem eru að halda áfram til Evrópu? Ég skil vel að þá þurfi að skoða því þeir eru strangt tiltekið að tékka sig inn í annað flug - alveg eins og ég þurfti að fara í gegnum nýja skoðun í Boston þótt ég hefði farið í gegnum allt það sama í Chicago.
Gott væri að einhver rifjaði upp fyrir mér af hverju þetta skrýtna fyrirkomulag hér er nákvæmlega nauðsynlegt.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 392215
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Rétt, þetta er alveg stórfurðulegt fyrirbæri! Þetta er áreiðanlega einhver "Schengen-útvörður-Evrópu-dæmi", en framkvæmdin er ósköp klúðursleg. Mér dettur ekki í hug að kvarta undan eðlilegum öryggisráðstöfunum og ríf mig gjarnan úr skóm, tek af mér belti og hendi vatnsflöskum þegar um er beðið. Eftir flugferð frá Bandaríkjunum, á leiðinni heim, eru þessar sömu ráðstafanir hins vegar í besta falli kjánalegar.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.2.2008 kl. 11:53
Venjulegu fólki virðist iðulega skorta heilbrigða skynsemi við framkvæmd öryggisráðstafana og viðbragða vegna meintrara hryðjuverkahættu. Jafnvel að hætta gæti veirð á þegar svo sé að starfsmönnum fari líka að finnast hlutverk sitt og starf tilgangalaust og það nái þá líka til þess sem raunverulega skipti máli að vel væri gert og verði því allt með hálfum huga. - En það er nú bara mitt sjónarhorn en því tek ég heilshugar undir að einhver rifji upp fyrir okkur afhverju framkvæmd er með þeim hætti sem hún er.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.2.2008 kl. 13:03
Þetta er vegna þess að Evrópubandalagið viðurkennir ekki öryggisleit Bandaríkjanna og öfugt, þ.e. Bandaríkin viðurkenna ekki öryggisleit Evrópubandalagsins. Þar sem komu- og brottfararfarþegar blandast saman í Leifsstöð þá þurfti að koma þessu á. Þú ættir nú, í gegnum þitt starf sem varaþingmaður að geta komið einhverju í gegn hvað þetta varðar, þ.e. að framkvæmdir verði hafnar í Lefsstöð varðandi þennan aðskilnað.
Björn Zoéga Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:13
Já, Bandaríkin og Schengensvæðið virðast ekki hafa sömu öryggiskröfur - og ætli Bretland hafi ekki þriðju tegundina. Spurningin er líka sú hvort allar þessar ráðstafanir eru í raun og veru nauðsynlegar og það er líka spurning hvort þær geti valdið fölsku öryggi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.2.2008 kl. 17:36
Tek undir þessi orð, þvílík fásinna. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:35
Ég lenti í þessu sama og ræddi um það einmitti,
En svo komum við til landsins, sveitt svekkt og þreytt, og hvað haldiði að taki við?Jú móttökulið grátt fyrir járnum, teknir allir vökvar, úr skónum og allsherjar leit. Það var ekki mjög ánægjulegt. Ég sýndi víst einhverja óánægju og stúlka ein af þeim sem hefur ekki þroska í einkennisbúning, sýndi af sér mikinn hroka, þú verður að leita betur í dótinu hennar, sagði hún illkvittnislega, og setti veskið mitt fyrir framan ungan tollvörð, hann grautaði aumingjalegur í veskinu með annari hendinni meðan ég horfði á hann manndrápsaugum. Annar farþegi hafði smálögg af Beefeater í handtöskunni, hún var tekin upp og sýnd öllum sem þar stóðu, taktu hana bara hvæsti maðurinn út úr sér, eða drekktu hana ef þú vilt það frekar.Ég verð að segja það maður hefur oft og mörgum sinnum komið heim frá ýmsum stöðum í heiminum, en að fá svona velkomstmóttöku, er meira en hægt er að þola. Hvern andskotan voru þeir að taka af manni vatn og vökva þegar maður er að koma ÚT ÚR FLUGVÉLINNI OG INN Í LANDIÐ?Ég hugsaði ekki fallega til Halldórs Ásgrímssonar í það skiptið, þetta fjandans chengensamkomulag, sem hann langaði svo til að komast í. Bretar höfðu vit á að standa utan við þetta.
Sjá hér.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/428616/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.